Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.2008, Side 44

Læknablaðið - 15.06.2008, Side 44
IUMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR RAFRÆN SJÚKRASKRÁ rafrænna lyfjafyrirmæla og rafrænni vistun og vinnslu myndgreiningarrannsókna." María lagði áherslu á í framsögu sinni á fundi LR að Sögukerfið margnefnda sem hefur orðið helsti skotspórm gagnrýni lækna innan og reyndar utan Landspítalans líka, væri ekki nema eitt af mörgum skráningarkerfum spítalans og mik- ilvægi þess hefði minnkað verulega á undanföm- um misserum. „Sögukerfið var langstærsti hluti rafrænnar sjúkraskrár á Landspítala en það hefur breyst á undanförnum árum og innleidd hafa verið önnur kerfi sem gera Söguna veigaminni í heildarsam- henginu. Nefna má tölvukerfi á rannsóknarstofum og skurðstofum, rafræn lyfjafyrirmæli, sérhæft kerfi fyrir fósturgreiningar og ýmislegt fleira. Þegar þessar nýju kerfiseiningar hafa komið í notkun hefur vægi Sögunnar minnkað hlutfalls- lega. Engu að síður er Sagan það kerfi sem snýr að stærstum hluta starfsmanna í klínísku starfi. Það er alveg rétt að Sagan hefur ýmsa galla og sumum þeirra hefur okkur ekki gengið nægilega vel að ráð bót á. Það er samt mikilvægt að greina á milli Sögunnar og annarra viðfangsefna innan rafrænn- ar sjúkraskrár sem hafa ekkert með Söguna að gera. Þar má nefna aðgangsreglur sem byggðust á gildandi lögum og reglum um persónuvernd og tóku í raun mið af pappírsskráningu allra gagna og eru að ýmsu leyti orðin úrelt. Nýtt frumvarp um rafræna sjúkraskrá sem væntanlega verður samþykkt á Alþingi í haust ætti að leysa þann vanda. Það hefur einnig verið réttilega gagnrýnt hversu Heilbrigðisnetið er skammt á veg komið en það á meðal annars að gera aðgengi að rafræn- um sjúkraskrárgögnum á milli stofnana betra, auðvelda samtengingu kerfa og skilgreiningar á Vantar þig húsnæði? Frábær staður með allri aðstöðu Meðferöarherbergi, afnot af líkamsrækt og fundaraöstaöa Staður í mikilli þróun og með skemmtileg framtíðaráform Hafið samband í síma: 511 -1575 eða sendið fyrirspurn á: elisabet@hreyfigreining.is HREYFI GREINING SJ Ú KRAÞJÁLFU N OG LÍKAMSRÆKT Höfðabakka 9 Sími: 511-1575 www.hreyfigreining.is aðgangsheimildum. Þetta hefur í sjálfu sér ekkert með Söguna að gera en hefur í umræðunni iðulega blandast saman." Ekki einfalt að skipta um kerfi A fundi LR heyrðust þær raddir að Sögukerfið væri fullreynt og löngu tímabært að skipta því út fyrir annað betra. María sagði að Landspítali og framleiðandi kerfisins TM Software, hefðu náð mjög skýru samkomulagi um hvaða endurbætur þyrfti að gera og hvenær þær þyrftu að skila sér. Samningur Landspítala við TM Software væri að sjálfsögðu uppsegjanlegur ef ekki yrði staðið við hann. „Ef okkur tekst ekki að ná viðunandi árangri með Sögukerfinu í samvinnu við framleiðendur þess verðum við að íhuga að skipta um kerfi. Slík ákvörðun kostar auðvitað verulegt fé. Með þeim skýru kröfum og tímasetningum sem nú liggja fyrir má segja að nokkurs konar próf hafi verið lagt fyrir framleiðendur um þróun kerfisins og nú er að sjá hvernig það gengur". Eruð þið farin að íhuga aðra möguleika? Skoða önnur kerfi? „Við erum alltaf að skoða önnur kerfi og ekki endilega með það í huga að skipta Sögunni út fyrir annað heldur er þetta einfaldlega hluti af því að fylgjast með því hvað aðrir eru að gera. Það má heldur ekki gleyma því að þó við hefðum fjár- munina til að skipta þá er það langt frá því einfalt mál. Það er ekkert eitt kerfi ráðandi á markaðnum og stóru alþjóðlegu hugbúnaðarfyrirtækin hafa átt erfitt með að tryggja sér ráðandi hlutdeild í honum. Framleiðendur sjúkraskrárkerfa skipta tugum ef ekki hundruðum og enginn þeirra hefur þá lausn sem öllum hentar." Ný lög um Sjúkratryggingastofnun hljóta að hafa áhrifá þróun rafrænnar sjúkraskrár? „Það er erfitt að sjá fyrir sér hvemig sú stofnun á að geta virkað án aðgangs að rafrænum sjúkra- skrárgögnum. Tilurð Sjúkratryggingastofnunar og aukin áhersla á kostnaðargreiningu og gegnsæi heilbrigðisþjónustu almennt hlýtur að kalla á góða rafræna sjúkraskrá." Bindur þú vonir við að ný lög um Sjúkratrygginga- stofnun og væntanleg lög um rafræna sjúkraskrá muni hvetja stjórnvöld til að beina auknum fjármunum á næstu misserum til fullnustu rafrænnar sjúkraskrár? „Eg hef fulla trú á því og tel að í heilbrigðis- ráðuneytinu ríki góður skilningur á mikilvægi þessa máls og að því verði siglt í örugga höfn á næstu árum." 480 LÆKNAblaðið 2008/94

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.