Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.2008, Page 45

Læknablaðið - 15.06.2008, Page 45
U M R Æ Ð U R R A F R Æ N O G FRÉTTIR SJÚKRASKRÁ Rafræn sjúkraskrá Læknafélag Reykjavíkur hélt félagsfund þann 20. maí þar sem málefni rafrænnar sjúkraskrár voru til umfjöllunar. Framsögu fluttu Sigurður Guðmundsson landlæknir, Torfi Magnússon lækn- ir, Runólfur Pálsson læknir, María Heimisdóttir læknir og Kristján G. Guðmundsson læknir. Inntaki umræðunnar verður kannski best lýst með því að segja að annars vegar var rætt um tæknilega hlið sjúkraskrárinnar, hvernig koma ætti upplýsingum á samræmt rafrænt form og hins vegar að tryggja öruggt lagaumhverfi um upplýs- ingarnar svo þær verði ekki misnotaðar eða liggi á glámbekk. Þá snerist umræðan að nokkru leyti um rafræna skráningu gagna á Landspítalanum sérstaklega og var mörgum ansi heitt í hamsi um það mál sérstaklega er snýr að tölvukerfinu Sögu, en einnig var rætt um mikilvægi íslensks heil- brigðisnets þar sem öll kerfi allra heilbrigðis- og sjúkrastofnana tengjast saman. Sigurður Guðmundsson landlæknir benti á að nýverið voru samþykkt lög á Alþingi um Sjúkratryggingastofnun. „Virkni þessarar nýju stofnunar byggist á tvennu. Annars vegar að kostnaðargreina alla þætti heilbrigðisþjónust- unnar og hins vegar að til staðar sé samræmd rafræn skráning allrar íslenskrar heilbrigðisþjón- ustu. Ef þetta tvennt tekst ekki verður virkni Sjúkratryggingastofnunar ekki eins og til er ætl- ast." Sigurður rakti síðan hvaða skrár og skýrslur þyrftu að vera til staðar rafrænt svo hægt sé að sinna þeirri þjónustu, lækningum og rann- sóknum sem samfélagið kallar á. „Hlutverk Landlæknisembættisins í þessu stóra samhengi er þríþætt. Það á að vera ráðgefandi fyrir heil- brigðisstarfsfólk, stjórnvöld og almenning. Það á að sinna eftirliti og gæðaþróun í þjónustunni og það á að skrá upplýsingar úr þjónustunni. Skráningin er alger forsenda fyrir því að ráðgjöf, eftirliti og gæðaþróunarferli sé hægt að sinna af einhverju viti. Þetta byggir því allt á öflugri, samræmdri rafrænni landskráningu. Ný lög um Landlæknisembættið hnykkja enn frekar á þessu hlutverki embættisins," sagði Sigurður. Torfi Magnússon fjallaði um hina lagalegu umgjörð rafrænnar sjúkraskrár, sjónarmið um persónuvemd og hvernig þær hafa breyst á und- anförnum ámm. „Persónuvemd snýst fyrst og fremst um mannhelgi og virðingu, að allir eigi rétt til friðhelgi einkalífs síns." Torfi fór yfir hvernig lög og reglur um persónu- vemd tækju sumpart mið af hliðstæðum lögum annars staðar í Evrópu en umræðan í dag snýst að í brennidepli töluverðu leyti um frjálst flæði upplýsinga á milli landa í Evrópu. „Þama togast tvennt á. Annars vegar að gæta að og virða friðhelgi einkalífs og hins vegar að tryggja að heilbrigðisstarfsfólk hafi opinn aðgang að upplýsingunum þegar á þarf að halda. Um þetta snýst umræðan." Kristján G. Guðmundsson læknir á heilsu- gæslustöðinni í Glæsibæ sagði frá því hvernig rafrænni skráningu væri háttað á þeirri nýju stöð og sagði frá framtíðarsýn í því efni. „Stöðin opnaði fyrir tveimur árum og var ætlað að vera leiðandi í rafrænum samskiptum við skjólstæðinga sína og pappírslaus frá upphafi." Kristján sagði að hagræðið að því að hafa öll gögn á rafrænu formi væri ómetanlegt, bæði í vinnusparnaði og vinnuöryggi. Framtíðarsýn þeirra væri sú að skjólstæðingar gætu pantað tíma og greitt fyrirfram á netinu, áminningar með raf- pósti og smáskilaboðum yrðu sjálfvirkar. Kristján nefndi fjölmargt í samskiptum skjólstæðinga við heilsugæslu sem sjá mætti fyrir sér að færðist á rafrænt form og nefndi jafnvel „fjarlækningar" þar sem öll samskipti læknis og sjúklings færu fram í gegnum tölvu. Runólfur Pálsson sagði að hér á landi væru þeir fjármunir sem stjórnvöld hefðu lagt til rafrænnar sjúkraskrár smámunir í samanburði við margar aðrar þjóðir. Runólfur sagði að það væri óumdeilt að þróun rafrænnar sjúkraskrár hefði gengið hægt hér á landi og í mörgu tilliti værum við orðin á eftir öðrum þjóðum. „Aðalástæðan er að verkefnið hefur ekki fengið forgang af hálfu stjórnvalda og innan Landspítala er meginvandinn fólginn í því að aðeins hluti sjúkraskrárinnar er á rafrænu formi. Pappírsgögn eru geymd víða og eru oft ekki aðgengileg þegar á þarf að halda og þetta getur skapað óvissu og óöryggi starfsfólks og sjúklinga." Frumælendur áfundi Læknafélags Reykjavíkur. Frá vinstri eru: Torfi Magnússon, Kristján G. Guðmundsson, María Heimisdóttir, Runólfur Pálsson og Sigurður Guðmundsson. Hávar Sigurjónsson LÆKNAblaðið 2008/94 481

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.