Læknablaðið - 15.06.2008, Síða 51
UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR
KRABBAMEINSFÉLAGIÐ
sem þama eru geymdar af virðingu, góðri siðfræði
og vísindalegri nákvæmni."
Alltaf hægt að gera eitthvað
Eflaust er á engan hallað þó sagt sé að Sigurður
Björnsson sé einn þekktasti krabbameinslæknir
þjóðarinnar. Hann hefur helgað sig þessu starfi og
þó hann vilji ekki taka undir orðið köllun, segir
það hafa alltof hátíðleg og jafnvel trúarleg tengsl,
þá er jafnljóst að læknisstarfið hefur mótað líf hans
að flestu leyti.
„Ég hef ávallt unnið langan vinnudag og lagt
á það áherslu að sjúklingar mínir geti náð til mín
hvenær sem er. Ég hef ekki lagt fyrir mig tóm-
stundaiðju sem tekur tíma frá starfinu og það er
ekki tilviljun að ég valdi mér Krabbameinsfélagið
sem vettvang utan vinnunnar. Starf mitt með
Krabbameinsfélaginu hefur aldrei gengið á vinnu-
tíma minn á sjúkrahúsunum og stjórnarfundir
félagsins hafa alltaf verið haldnir utan vinnutíma
af þeirri ástæðu. Mun fremur hefur það bitnað á
fjölskyldu minni en á móti kemur að starfið hefur
verið ákaflega gefandi og ég hef kynnst mjög góðu
og kraftmiklu fólki hvaðanæva af landinu og sé
ekki eftir neinu í því sambandi. Þá hefur sam-
starfið við starfsfólk Krabbameinsfélagsins verið
einstakt enda þar valinn maður í hverju rúmi."
Næmi Sigurðar á tilfinningalegt ástand sjúk-
linga sinna er alþekkt og margir hafa kosið að
halda sambandi við hann löngu eftir að bata er
náð eða eftir að reglubundnu eftirliti er lokið.
„Samskipti við sjúklinga og aðstandendur þeirra
hafa gefið mér mikið, sem hljómar kannski ein-
kennilega því oft eru aðstæður þannig að mikil
sorg og mikil depurð ríkir vegna veikinda ástvina.
Það sem skiptir máli er að fólkinu líði betur eftir
samtal við lækninn þrátt fyrir að iðulega séu
vandamálin yfirþyrmandi og skuggarnir langir.
Hér áður fyrr voru fá ráð til reiðu þegar
krabbamein greindist og læknar kusu frekar að
segja ekkert eða jafnvel ósatt fremur en þurfa að
skýra frá staðreyndum. í dag horfir þetta öðruvísi
við og í mínum huga er alltaf hægt að gera eitt-
hvað, það er alltaf hægt að bregðast við og finna
einhverja leið til að lina sársauka bæði sjúklings og
aðstandenda, jafnvel þótt ekki sé lengur von um
lækningu. Mikilvægast af öllu er að segja sann-
leikann og veita fólki ekki falskar vonir. Þróunin
í krabbameinslækningum hefur verið mjög mikil
á undanförnum áratugum og margar leiðir færar
í meðferð. Unnt er að kenna læknum ákveðin
grundvallaratriði í samskiptum við skjólstæðinga
sína en þeir verða að læra að halda sjálfum sér
utan við aðstæðurnar, annars er hætta á að þeir
brenni upp í starfinu. Ég hef séð dæmi um það."
Sigurður Björnsson talar af yfirvegun og
reynslan skín úr hverjum drætti andlits hans.
Hann kveðst ekki hafa orðið trúaður af starfi sínu
og ábyrgð hans sem læknis sé honum fullljós.
„Lækningar í dag eru samstarf margra fagstétta
og þar leggja allir sig fram af fremsta megni. Á
endanum er það hins vegar læknirinn sem ber
ábyrgð í því sem gert er og undan henni verður
ekki vikist. Ég hlaut hefðbundið trúaruppeldi að
þeirra tíma sið og móðir mín og örnmur kunnu
fjölda sálma og kvæða og sjálfur átti ég auðvelt
með að læra ljóð. Líkt og margir aðrir rifja ég oft
upp bænirnar og bamatrúna þegar að þrengir og
hef iðulega sótt þangað styrk."
“... and I enjoyed New Zealand’s socially progressive, virtually
classless, and multicultural society. It was also nice to have plenty
of time to enjoy with family and friends.”
- Martha Graber, MD
Eam A$500 to A$1500 a day (Australian dollars) or more plus air-
fare, paid leave and, in many instances, a house and car. Call us
today for details: 0 800 8464.
Global Medical Stafflng, Ltd.
website: www.gmedical.com email: doctors@gmedical.com
LÆKNAblaðið 2008/94 487