Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.2008, Side 53

Læknablaðið - 15.06.2008, Side 53
UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR FJALLGANGA Þórhallur Samúelsson fall- inn ofan í djúpa snæviþakta sprungu. Fararstjórar og aðrir leiðangursmenn til koma hjálpar. Þótt ekki hafi verið mikið skyggni á toppnum er óhætt að segja að lífs- reynslan hafi verið ógleymanleg. Á leið- inni niður datt Þórhallur Samúelsson (Samúelssonar heimilislæknis) í gegn- um snjóbrú á gríðarstórri sprungu. Þar kom sér vel að allir voru tengdir saman í línu og tókst björgun vonum framar og Þórhalli varð ekki meint af. Eftir tæplega 17 klukkutíma göngu var lagst til hvílu og um kvöldið var sameiginleg- ur kvöldverður á Hótel Skaftafelli. Þar var farið með gamanmál en einnig var Sigurjóni Vilbergssyni meltingarlækni veitt sérstök heiðursviðurkenning FÍFL fyrir hetjulega framgöngu við björgun Sprungu-Þórhalls. Vorið hefur verið FÍFL gjöfult og 1. maí sl. var gengið á Botnssúlur (1086 m) í frábæru veðri, glampandi sól og einstöku skyggni. Sjö tóku þátt í göng- unni og var fararstjóri Jón Baldursson, yfirlæknir á slysadeild. FÍFL er með ýmislegt á prjónunum í sumar. í byrjun júní er fyrirhuguð ganga á Heklu (1491 m) og í haust á Kerlingu (1536 m) undir stjóm Orra Einarssonar röntgenlæknis á FSA. Einnig em í pípunum göngur á Herðubreið (1677 m) og Snæfell (1833). FÍFLá Botnssúlum 1. maí sl. Veður var eins og best verður á kosið og sá m.a. til Kerlingarfjalla og Surtseyjar. LÆKNAblaðið 2008/94 489

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.