Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.2008, Side 55

Læknablaðið - 15.06.2008, Side 55
UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR MYND MÁNAÐARINS Mynd mánaðarins Páll Ásmundsson Mynd þessa mánaðar er frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur og er titluð Stúlka með hryggskekkju og sögð frá árinu 1930. Hún er úr safni mynda af bækluðu fólki sem Magnús Ólafsson tók fyrir Matthías Einarsson lækni á Landakoti um og eftir 1930. Athygli vekur ungi maðurinn sem heldur á teppinu sem notað er sem bakgrunnur mynd- arinnar. Andlitið er kunnuglegt og nokkrir læknar sem ég hef sýnt myndina telja eins og ég að þetta sé Jón Steffensen, síðar prófessor í líffærafræði. Sé svo er hann þarna í þann mund að útskrifast úr læknadeild en það var í febrúar 1930. I apríl fór hann til Bergen og síðan til Kaupmannahafnar en kom síðan heim um haustið til starfa í héraði til maíloka 1932. Þekkir þú fólkið á myndinni? í síðasta tölublaði Læknablaðsins var bryddað upp á Mynd mánaðarins í fyrsta skipti. Viðbrögð lesenda hafa verið mjög góð og fjölmargir haft samband við blaðið. í texta við myndina voru gefin upp eftirfarandi nöfn, þó ekki í ákveðinni röð: Árni Guðmundsson, Guðmundur Karl Pétursson, Þorvaldur Blöndal, Bergsveinn Ólafsson, Amgrímur Bjömsson, Haraldur Sigurðsson, Sæbjörn Magnússon, Gerður Bjamhéðinsson, Kristján Grímsson, Kjartan Jóhannsson og María Hallgrímsdóttir. Loks var getið kennara hópsins, Trausta Ólafssonar, og hann sagður lengst til hægri á myndinni. Þetta er ekki rétt því ættingar Trausta hafa haft samband og sagt hann vera fyrir miðri mynd til hægri. Er beðist velvirðingar á þessu en upplýsingar um nöfn fólksins á myndinni fengust víða að, m.a. frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Ef þú getur með vissu nafngreint og staðsett nákvæmlega fólkið á myndinni þá vinsamlega hafðu samband við und- irritaðan. Upplýsingum verður síðan komið til Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Tómas Guðbjartsson (toTnasgud@landspitali.is) LÆKNAblaðið 2008/94 491

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.