Læknablaðið - 15.11.2008, Síða 17
FRÆÐIGREINAR
RANNSÓKNIR
Aðgangur öryrkja og annarra
þegna að eigin heilbrigðisupp-
lýsingum og þjónustu á netinu
Gyða1
Halldórsdóttir
sérfræðingur
í upplýsingatækni
Ásta St.
Thoroddsen2
hjúkrunarfræðingur
Lykilorð: aðgengi, heilbrigðisupp-
lýsingar, upplýsingatækni á heil-
brigðissviði, notendur heilbrigð-
isþjónustu, þjónusta á netinu.
Rannsóknarverkefni í upplýs-
ingatækni á heilbrigðissviði, unnið
í samstarfi Háskóla íslands og
Tryggingastofnunar ríkisins.
’Heilsuneti ehf.,
2hjúkrunarfræðideild HÍ.
Fyrirspurnir og bréfa-
skipti:
Gyða Halldórsdóttir,
sjálfstætt starfandi verk-
efnisstjóri.
Sími: 895 0135.
gyda@heilsunet. is
Ágrip
Tilgangur: Kanna skilning, viðhorf og óskir
íslendinga um aðgang að eigin heilbrigðisupplýs-
ingum og þjónustu Tryggingastofnunar ríkisins á
netinu. Tilgátur voru settar fram um mun á sjón-
armiðum öryrkja og annarra þegna.
Efniviður og aðferðir: Könnun með lýsandi sniði
og póstsendur var spurningalisti til tveggja 700
manna hópa, 16 til 67 ára, völdum af handahófi:
1) öryrkja með >75% örorkumat og 2) annarra ís-
lenskra þegna. Mælitækið var 56 spurningar, svör-
un 34,9%. Lýsandi tölfræði var notuð til úrvinnslu,
kíkvaðrat til samanburðar á hópum, öryggismörk
fyrir marktækni miðaðist við 95%.
Niðurstöður: Marktækt fleiri öryrkjar en aðrir
þegnar höfðu skilning á eigin aðgangsréttindum.
Viðhorf tengd áhrifum aðgangs voru á heildina
jákvæð með marktækt fleiri öryrkja en aðra þegna
jákvæða um gagnsemi, skilning á heilsufari, sam-
skipti, ákvarðanatöku um meðferð og þjónustu,
aðgang hjá Tryggingastofnun, viðhald sjúkra-
skrár og að ráða aðgangi.
Ályktanir: Rannsóknin, fyrsta sinnar tegundar
á íslandi, styður niðurstöður fyrri rannsóknar-
og þróunarverkefna sem lagt er til að nýtt verði
sem fyrirmyndir þróunar á rafrænni heilbrigðis-
þjónustu og sjónarmið heilbrigðisstarfsmanna
könnuð. Áhrif gagnvirkra heilsufarskerfa á lífs-
gæði, heilsufar og skilvirkni þjónustu á íslandi eru
áhugavert rannsóknarefni.
Inngangur
Nútímaupplýsingatækni með rafrænum sam-
skiptum mun óhjákvæmilega leiða til grundvallar-
breytinga á heilbrigðisþjónustu verði aðgangur
almennings að eigin upplýsingum og þjónustu
að veruleika (1). Aðganginn ætti að vera hægt að
tryggja hvar og hvenær sem er, ekki í stað þjónustu
heldur til að bæta hana (2). Lögmál heilbrigðisþjón-
ustu eru almannaheill og jöfnun lífskosta (1) og
þar skiptir sköpum þekking og framsýni yfir-
valda í örri þróun upplýsingatækni (3). íslensk
lög tryggja almenningi rétt til heilbrigðisþjónustu
og aðgangs að eigin heilbrigðisupplýsingum (4)
og stjórnvöld leggja áherslu á rafrænt aðgengi
heilbrigðis- og félagsþjónustu, þar með talið
þjónustu Tryggingastofnunar ríkisins (TR) (5).
Upplýsingatækni notenda heilbrigðisþjónustu er
sérsvið í þágu almennings með þann tilgang að
styrkja sjálfshjálp og bæta lífsstíl (6). Gagnsemi,
gæði og öryggi upplýsinga eru þar forgangsatriði
(7), en ánægja notenda lykill árangurs.
Komið hefur í ljós að nútímatölvunotendur
afla sér upplýsinga og eru læsir á þær. Yfir 90%
notenda telja sig eiga að hafa aðgang að eigin
heilbrigðisupplýsingum (8, 9), rannsóknasvörum
öðru fremur (10). Þeir vilja sjá eigin upplýsingar
á netinu og telja, öfugt við lækna, ekki ástæðu
til að óttast viðbrögð við óvæntum niðurstöðum,
eftirfylgnin verði auðveldari ef hægt er að skrá
samskiptin og skoða eftir á (11). Konur eru líklegri
til að eiga rafræn samskipti vegna heilbrigðis-
þjónustu (3), eru viljugri til þátttöku í rannsóknum
(9,11), nota þjónustuna frekar og telja heilsutengd-
ar upplýsingar gagnlegri en karlar (12).
Rannsókn á viðhorfi til og óskum um þróun
aðgangs að eigin sjúkraskrá (N=427, 41% svörun)
sýndi að flestir þekktu aðgangsréttindin (77%),
vildu stýra aðgangi (73%) og koma að viðhaldi
eigin sjúkraskrár (61%) (8). Fjárhags- og félagslega
illa staddir notendur hjá opinberri heilsugæslu
í Colorado reyndust líklegri til að hafa gagn af
aðgangi að eigin upplýsingum en betur settir not-
endur einkaþjónustu. Mikill meirihluti áleit skiln-
ing á eigin heilsufari aukast og undirbúning fyrir
viðtöl við lækna betri. Um 65% höfðu aðgang að
netinu heima eða í vinnu, marktækt hærra hlut-
fall þeirra sem voru betur settir (83%, n=242) en
verr staddir (54%, n=148) (p<0,001) (9). Rannsókn
á áhrifum aðgangs að rafrænni sjúkraskrá á lang-
tímameðferð geðsjúkdóma sýndi líka mjög jákvæð
viðbrögð notenda (N=84) en viðhorf, skilningur
og kvíði lækna, hjúkrunarfræðinga og stjórnenda
varð samt fyrirstaða frekari þróunar (13).
Ýmsar Evrópuþjóðir hafa nú þegar komið upp
rafrænu samskiptaneti fyrir heilbrigðisþjónustu
LÆKNAblaðiö 2008/94 729