Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2008, Síða 25

Læknablaðið - 15.11.2008, Síða 25
Spænska veikin á íslandi 1918. Lærdómur í læknisfræði og sögu Ágrip Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir Lykilorð: Spænska veikin, inflúensa, faraldsfræði, dánartíðni, sóttvarnir. Heimsfaraldrar inflúensu ganga yfir einu sinni til þrisvar á öld. Spænska veikin árið 1918 er dæmi um heimsfaraldur þar sem nýtt afbrigði inflú- ensuveirurtnar olli dauða 21-50 milljóna manna um heim allan á skömmum tíma. Hér á landi greina samtímaheimildir frá því hvernig veikin barst til Reykjavíkur með skipverjum á Botníu og Willemoes þann 19. október 1918. Útbreiðsla veik- innar var hröð og náði hámarki þremur vikum síðar. Hún lagðist þungt á íbúa margra þéttbýlis- kjama suðvesturhornsins, Suðurlands og hluta Vestfjarða. Áður en sex vikur voru liðnar höfðu tæplega 500 manns látist af völdum spænsku veikinnar, þar af ríflega helmingurinn í Reykjavík. Þar veiktust að minnsta kosti 63% íbúa og dán- arhlutfall þeirra sem veiktust var nálægt 2,6%. Dánarhlutfall hérlendis var hæst meðal ungra barna, fólks á aldrinum 20-40 ára og aldraðra. Einnig urðu barnshafandi konur illa úh (37% dán- arhlutfall). Tilraunir til að hefta útbreiðslu veik- innar til Norðurlands og Austurlands báru góðan árangur. Með því að auðkenna þá sem létust af völdum faraldursins hefur nýlega verið sýnt fram á að erfðaþæthr skiptu að líkindum litlu máli hvað varðar dánartíðni. Þessar upplýsingar geta nýst við undirbúning viðbragðsáætlana gegn nýjum heimsfaraldri inflúensu. Landspítala og læknadeild Háskóla íslands Bréfaskipti: Magnús Gottfreðsson, smitsjúkdómadeild Landspítala Fossvogi, 108 Reykjavík Sími: (354)-543- 1000/(354)-543-1118 Bréfsími: (354)-543-6568 magnusgo@landspitali. is Inngangur Heimsfaraldrar inflúensu hafa geisað tvisvar hl þrisvar á hverri öld að því er talið er, allt frá 16. öld. Því er talið að nýr heimsfaraldur sé óumflýjanleg- ur (1). Á 20. öld komu fram þrír nýir stofnar af inflúensuveiru af A flokki, „spænska veikin" árið 1918 sem orsakaðist af HlNl veiru, „Asíuflensan svokallaða árið 1957 sem var vegna inflúensu af H2N2 gerð og „Hong Kong" inflúensan árið 1968, vegna H3N2 veiru. Af þessum heimsfaröldrum var faraldurinn árið 1918 langskæðastur, en talið er að hann hafi lagt 21-50 milljónir manna að velli um heim allan (2). Raunar hefur því verið haldið fram að spænska veikin sé mannskæðasti faraldur allra tíma (3). Talið er að fleiri hafi látist úr veikinni á 24 vikna tímabili árið 1918, en af völdum HIV/ alnæmis á heilum aldarfjórðungi seint á 20. öld. Á 14. öld dó fjórðungur Evrópubúa úr svarta dauða, en fómarlömbin eru samt talin hafa verið færri en í spænsku veikinni (3). Nýlegar rannsóknir benda til að veirustofninn frá 1918 hafi borist frá fuglum í menn þar sem hann aðlagaðist með stökkbreyt- ingum (4,5). Af þessum sökum er náið fylgst með þróun inflúensustofna. Á undanförnum ámm hafa nýir stofnar fuglaflensu, einkum H5N1, náð útbreiðslu í hænsnfuglum í SA-Asíu og breiðst þaðan með farfuglum, meðal annars til Afríku og Evrópu. Enda þótt smit með H5N1 sé enn fágætt í mönnum veldur veiran yfirleitt skæðum veikindum með háu dánarhlutfalli (6), þótt væg- ari einkennum hafi einnig verið lýst (7). Þar eð menn telja að ákveðin samsvörun sé milli HlNl veirunnar frá 1918 og fuglaveira af H5N1 stofni hafa stjórnvöld víða um heim hafið undirbún- ing viðbragðsáætlana gegn væntanlegum nýjum heimsfaraldri. Margt er enn á huldu um meingerð inflúensu- sýkinga. í faraldsfræði er hugtakið smitstuðull sýkingar (transmissibility eða basic reproduction number, einnig nefnt reproduction rate) notað til að lýsa meðalfjölda þeirra sem smitast frá næsta smitbera (secunder tilfelli), ef ekkert hjarðónæmi er til staðar og ef ekki er gripið hl sóttvarna. Stuðullinn er oft táknaður með bókstafnum R, eða R0. Að óreyndu hefði mátt telja að veiran frá 1918 hefði mun hærri R0 en aðrir stofnar inflúensuveira. Raunin er önnur. Sýnt hefur verið fram á að í Bandaríkjunum var R0 veirunnar 2-3 (hver smitberi smitaði að meðaltali 2-3 ein- staklinga í kringum sig), sem er áþekkt og í öðrum inflúensufaröldrum og er því ekki skýringin á hinni háu dánartíðni (8). Þeirri hugmynd hefur verið varpað fram að mismunandi alvara veik- inda kunni að eiga sér erfðafræðilegar skýringar (9). Ein af stærstu óráðnu gátum spænsku veik- innar er hið háa dánarhlutfall meðal ungs fólks á aldrinum 20-40 ára, en það greinir veikina frá öðrum inflúensufaröldrum. Spænska veikin lýsti sér oft sem alvarleg lungnabólga með blæðingum hjá áður hraustu fólki. Nokkuð er umdeilt hversu mikla hlutdeild veiran sjálf átti í lungnabólgunni. Settar hafa verið fram kenningar um að í meiri- hluta banvænna tilvika hafi verið um lungnabólgu af völdum baktería að ræða (10). Þegar þess er gætt hversu miklum usla spænska veikin olli í íslensku samfélagi vekur það nokkra furðu hversu lítið hefur í raun verið ritað um efnið hérlendis. LÆKNAblaðið 2008/94 737
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.