Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 31
F R ÆÐIGREINAR Y F I R L I T meðferð við geðrænum kvillum. Þessi meðferð við spænsku veikinni varð umdeild og rædd á fundi í Læknafélagi Reykjavíkur þar sem eftirfarandi til- laga var samþykkt: Jafnframt því að Læknafélag Reykjavíkur viðurkennir, að Þórður læknir Sveinsson hafi lagt á sig mikið starf og unnið af ósérplægni í inflúensusótt þeirri, er geisað hefir hér í bæ, lýsir það yfir þeirri skoð- un, að það sé misráðið, og geti verið skaðlegt, að birta í blöðum og halda að almenningi lækningaraðferð, sem er að mestu leyti óreynd, og þar af leiðandi engin sönnun er fengin fyrir, að geti komið að notum, enda verða læknar að krefjast þess, þegar um nýjar lækning- araðferðir er að ræða, að þær séu rökstuddar, og komi ekki í bága við vísindalega reynslu (34). Þegar veikin fór að breiðast út frá Reykjavík til nærliggjandi byggða voru fimm læknanemar löggiltir sem læknar og sendir út á landsbyggðina til starfa (33). Einn þeirra var Páll V.G. Kolka og kom Keflavíkurlæknishérað í hans hlut. Eins og áður segir kom veikin þar hart niður á íbúum, að minnsta kosti 33 íbúar létust á örfáum dögum og læknisstörfin urðu honum því mikil eldskím: Mér leið illa, bæði andlega og líkamlega, þar sem ég lá andvaka í skammdegismyrkrinu og rifjaði upp atburði síðustu daga. Eg þóttist sjá fram á það, að hjálp mín yrði yfirleitt að engum notum, því að ég kæmi alls staðar of seint, rétt aðeins í tæka tíð til að sjá fólkið deyja [...] Ég varð svo örvinglaður, að ég formælti þeim degi, sem ég hafði ákveðið að lesa læknisfræði, ásetti mér að síma landlækni um leið og síminn yrði opnaður, segja honum, að hann yrði að senda annan mann í minn stað suður ... (33). Páll sá sig þó um hönd og hélt starfinu áfram um fimm vikna skeið. í endurminningum sínum, sem skrifaðar voru við starfslok, sagði hann: „Engan mánuð ævi minnar vildi ég síður hafa farið á mis við að lifa en þennan tíma, sem spænska veikin var í algleymingi. Hún varð mér, ungum, tilfinn- inganæmum og óhörðnuðum sú eldraun, sem hefur sjálfsagt verið mér nauðsynleg." (33). Mynd 7. Fjöldi lifandi fæddra barna/1000/íbúa ára- biiið 1915-1923. Eins og sjá má varfjöldinn venjulega á bilinu 26.5-28, en árið 1919, árið eftir inflúensu- faraldurinn, féll talan niður í 23.3 lifandifædd börn. Má leiða að líkum að orsökin sé fjöldi fósturláta barnshaf- andi kvenna veturinn 1918. Grafið byggir á gögnumfrá Hagstofu Islands. kast að bréfi til Steinþórs bróður hans á Hala í Suðursveit: ...Tíðindi engin, sem þú hefir ekki lesið í blöðum. Pestin, sem hér geysaði í haust var hreint og beint ægileg. Ég lá í 3 vikur, en aldrei þungt haldinn. Hafði um 39 stiga hita í 3 eða 4 daga, sem síðan fór smám saman lækkandi. Veikin virðist hafa verið töluvert vægari í Hafnarfirði og hér í sveitunum í kring. Hér hrúgaðist fólkið í bælið svo að segja í einni kös og hefir bjargarleysi áreiðanlega orðið ýmsum að fjörlesti. Menn nefna pest þessa influensu. En grunur leikur á að þar hafi eitthvað verra verið með. Það eitt má telja víst, að einkennin sem út komu á sumum líkunum voru, að því er virðist, einsog tegund af svartadauða lýsir sér (35). Gunnar Gunnarsson rithöfundur lætur eina af skáldsögum sínum, Sælir eru einfaldir (1919), gerast í Reykjavík í spænsku veikinni (36). Hún er gjarnan talin til svokallaðra kreppubóka Gunnars. í henni stendur læknirinn Grímur Elliðagrímur andspænis faraldri, Kötlugosi og heimi í upplausn við lok fyrri heimsstyrjaldar. I bókinni miðri er Grímur nýkominn úr sjúkravitjun og lýsir líðan sinni fyrir vinum sínum: Viðbrögð borgaranna og skrif rithöfunda Stofnuð var hjúkrunarnefnd í Reykjavík eins og áður sagði, sem var falið að sjá um „að koma skipulagi á sjúkrahjálp þá sem unt verður að veita á meðan farsóttin stendur sem hæst" (14). Sjálfboðaliðar gengu í öll hús 8. nóvember til að kanna heilsufar íbúa. Um kvöldið var skilað skýrslu til nefndarinnar þar sem glöggt kemur fram hversu alvarlegt ástandið var og skortur á læknum, ljósmæðrum og hjúkrunarfólki (14). Að tilstuðlan Thors Jensen var opnað eldhús í bænum og matur framreiddur fyrir almenning. Endurminningar og frásagnir fólks verða ekki rakin hér, en lesendum bent á grein Viggós Ásgeirssonar í Sögu (13). Furðu gegnir hversu lítið íslenskir rithöfundar hafa skrifað um faraldurinn og áhrif hans, enda þótt hann sé einn hörmuleg- asti atburður í sögu 20. aldar. Þórbergur Þórðarson rithöfundur bjó í Reykjavík er pestin hélt innreið sína. í dagbók hans frá mars 1919 má finna upp- Þið gerið ykkur vart í hugarlund hver áhrif þetta hefur jafnvel á mig, sem hef þó séð sitt af hverju.[...] Það væri sök sér ef það væru ein saman gamalmenni, þar sem dauðinn kemur eins og eðlileg endalok langrar ævi. En að verða að sætta sig við að sláttumaðurinn slyngi beiti ljánum af handahófi og að því er virðist í grimmdaræði slái allt hvað fyrir er - hrifsi úr höndum mér ungmenni í blóma lífsins án þess ég fái að gert - það tekur á taugamar. Það er allt að því óbærilegt (36). Lokaorð Stiklað hefur verið á stóru í þessari grein um spænsku veikina á íslandi. Af þessari sögu má draga ýmsan lærdóm. Einna merkast má telja, að hér tókst að einangra stóran hluta landsins (40% íbúa), en það er einsdæmi þegar heil þjóð á í hlut. Áður hafa verið birtar greinar um einangrun lít- illa, afmarkaðra svæða í Bandaríkjunum þar sem aðeins bjuggu fáir íbúar (37). Líklegt má telja að frumstætt samgöngukerfi og náttúrulegar hindr- anir hafi verið góðir bandamenn þegar ákvarðanir um einangrun landshluta voru teknar. í öðru lagi hafa lítil og sein viðbrögð heilbrigð- isyfirvalda einnig orðið mönnum umhugsunar- efni. Það er auðvelt að vera vitur eftir á. Á greinum LÆKNAblaðið 2008/94 743
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.