Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.2008, Page 36

Læknablaðið - 15.11.2008, Page 36
FRÆÐIGREINAR SJÚKRATILFEL L I Mynd 2. Hjartaómun afvinstri slegli hjá einstaklingi með broddþensluheilkenni í lok hlébils (A) og í lok slagbils (B) þar sem broddsvæðið sýnir dæmigerða útbungun (örvar). Hjartaómunin er afsjúkratilfelli 3. Sjúkratilfelli Fyrsta tilfelli er 69 ára gömul kona sem var lögð inn á skurðdeild Landspítala vegna garnastíflu (mechanic ileus) og fór í opna kviðarholsaðgerð. Hún var með nokkurra ára sögu um háþrýsting og kæfisvefn. Hún hafði 36 ára reykingasögu auk ættarsögu um kransæðasjúkdóm. Hún fékk sarpabólgu (diverticulitis) ellefu mánuðum fyrir núverandi innlögn sem var meðhöndluð með sýklalyfjum. Fimm dögum eftir aðgerðina var grunur um sýkingu í skurðsári, CRP mældist verulega hækkað (216 mg/L). Sex dögum eftir aðgerð kvartaði hún við hjúkrunarfræðing á skurðdeild um ógleði, mæði, svita og andþyngsli. Hjartsláttur var 115-120 slög/mínútu með sínus hraðtakti á hjartalínuriti, blóðþrýstingur var 135/95 og súrefnismettun 96%. Trópónín (TNT) mældist vægt hækkað, 0,15 pg/L. Tekin var tölvusneiðmynd af lungum sem sýndi stækkað hjarta en ekki sáust blóðtappar í lungnaslagæðum. Einnig sást hnútur í skjaldkirtli. Hún var flutt á hjartadeild og fékk hefðbundna meðferð við bráðu kransæðaheilkenni og hjartabilun. Hjartaómun á deildinni sýndi engan samdrátt (akinesis) í broddi vinstri slegils. Um nóttina fékk hún endurtekna brjóstverki og tvisvar sáust runur af sleglahrað- takti (ventricular tachycardy). Næsta dag var TNT lækkandi og á hjartalínuriti sáust viðsnúnir T takkar í V3-V6,1 og AVL, léleg R takka þróun og lengt QT bil (tafla II). Kransæðamyndataka sýndi breytingar í höfuðstofni, vinstri framveggskvísl og hliðargreinum hennar sem allar voru undir 25%. Hjartaómun á þriðja degi sýndi engan samdrátt í öllum mið- og broddhluta vinstri slegils en góðan samdrátt í grunnhluta hans. Útstreymisbrot (ejec- tion fraction) vinstri slegils á þriðja degi mældist 30%. Hún útskrifaðist við ágæta líðan eftir fjög- urra daga legu á hjartadeild. Hjartaómun 52 dögum síðar sýndi góðan sam- drátt á öllum svæðum hjartans og 50% útstreym- isbrot. Við eftirlit þremur mánuðum eftir útskrift sáust engin merki um offramleiðslu kortisóls, aldósteróns, skjaldkirtilshormóna eða vaxtar- hormóna. Ómstýrð ástunga á hnút í vinstra skjald- kirtilsblaði eftir útskrift sýndi góðkynja frumur. Annaö tilfelli er 69 ára gömul kona sem leit- aði á bráðamóttöku vegna þyngsla fyrir brjósti og verkja í brjósthrygg. Hún var með langa sögu um iktsýki og beinþynningu og hafði greinst með brjóstakrabbamein fyrir 9 árum. Hún hafði einnig sögu um hnút í skjaldkirtli sem var fjarlægður fyrir 25 árum. Til staðar var ættarsaga um krans- æðasjúkdóm en ekki saga um aðra áhættuþætti kransæðasjúkdóma. Hún hafði verið undir miklu andlegu álagi allt árið vegna fjölskyldumála. Við komu var blóðþrýstingur 139/70 og hjartsláttur 87 slög/mínútu. Mettun var 99% á 5L súrefnis. Við hlustun heyrðist fjórði hjartatónn og brak neðan til í báðum lungum. Á hjartalínuriti við komu sáust háir T-takkar í V2-V5, viðsnúinn T takki í aVL og léleg R takka þróun. TNT var undir 0,01 pg/L. Hjartalínurit sem var tekið klukkutíma síðar sýndi lmm ST hækkanir í V2 og V3 (tafla II). Rit tekið þremur klukkutímum síðar sýndi auk þess viðsnúna T takka í AVL, V4 og V5 og aVL. Hún 748 LÆKNAblaðið 2008/94

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.