Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2008, Síða 37

Læknablaðið - 15.11.2008, Síða 37
s FRÆÐIGREINAR JÚKRATILFELLI Tafla II. Yfirlit yfir sjúkiinga, einkenni og niðurstöður rannsókna. Tilfelli 1 Tilfelli 2 Tillfelli 3 Aldur(ár) 70 70 51 Kyn Kona Kona Kona Einkenni Andþyngsli Brjóstverkur Brjóstverkur Hjartaómun Útstreymisbrot dagur 1-2 Ekki skráð 35% (dagur 2)* 25% (dagur 1) Útstreymisbrot dagur 3-5 30% (dagur 3) 43% (dagur 4) 65% (dagur 5) Útstreymisbrot eftir útskrift 50% (dagur 52) 60% (dagur 47) 65% (dagur 26) Hjartalínurit á komudegi Ósértækar T þreytingar ST hækkun í V2,V3. Viösnúningur T í AVL, V4 og V5. Léleg R takka þróun ST hækkun í V5-V6. Léleg R takka þróun Hjartalínurit á degi 3 Viðsnúningur T í V3-V6, 1 og AVL QTc 503 ms ViösnúningurT í V,-V„, 1, II III og AVF QTc 498 ms ViðsnúningurT í V4-V6, II III og aVF QTc 463 ms Kransæðaþrengingar* * <25% 25% í LAD LAD 25%, RCA 70% Trópónín T pg/L (hæsta gildi)*** 0,15 (dagur 1) 0,51 (dagur 2) 0,43 (dagur 1) * Útstreymisbrot mióað viö segulómun. * * LAD=Left Anterior Descending artery (vinstri framveggskvtsl). RCA=Right Coronary Artery (hægri kransæð). *** Viðmiðunargildi trópnónlnsT: <0,01 pg/L. fékk hefðbundna meðhöndlun við bráðu krans- æðaheilkenni. Gerð var bráð kransæðamyndataka sem sýndi 25% þrengsli í vinstri framveggs- kvísl og vægar veggbreytingar í öðrum æðum. Hjartaómun á þræðingarborðinu sýndi samdrátt- arskerðingu (hypokinesis) í mið- og broddhluta vinstri slegils og 25% útstreymisbrot. Á öðrum degi voru viðsnúnir T takkar í V2- V6 og leiðslum k II, III og aVF. TNT fór í 0,51 pg/L. Hjartaómun sýndi engan samdrátt í öllum broddhluta hjart- ans, skertan samdrátt í öllum miðhluta hjartans og 35% útstreymisbrot. Segulómun af hjarta var gerð á fjórða degi sem staðfesti skertan samdrátt í framvegg og broddi hjartans, 43% útstreymisbrot (mynd 1). Hún var útskrifuð eftir sjö daga legu. Hjartaómskoðun 47 dögum eftir útskrift sýndi 60% útstreymisbrot og eðlilegan samdrátt vinstri slegils. Við eftirlit þremur mánuðum síðar sáust engin merki um offramleiðslu kortisóls, aldó- steróns, eða vaxtarhormóna og skjaldkirtilspróf voru innan eðlilegra marka. Þriðja tilfelli er 51 árs gömul kona sem leitaði á bráðamóttöku vegna nokkurra klukkustunda sögu um brjóstverk. Hún var með háan blóðþrýsting og langa reykingasögu en ekki aðra áhættuþætti kransæðasjúkdóma. Þrjátíu árum áður hafði hún gengist undir legbrottnám og einu og hálfu ári áður greindust hjá henni nýrnahettuæxli í báðum nýrnahettum. Hún var rannsökuð ítarlega með tilliti til offramleiðslu hormóna en ekki fundust merki um litfíklaæxli (pheochromocytoma), aldósterónheilkenni (hyperaldosteronisma) eða offramleiðslu á kortisóli. Vegna stærðar hnútsins í hægri nýrnahettu var gert nýrnahettubrottnám í kviðarholsspeglun ári eftir að hann greindist. Mánuði síðar hafði hún lést um 13 kg og blóðþrýstingur lækkað. Hún fékk kortisól-skort eftir aðgerðina og þurfti stuttan kúr af barksterum í minnkandi skömmtum. Það var því klínískur grunur um að hún hafi verið með offramleiðslu kortisóls fyrir aðgerð. Konan hafði verið undir miklu andlegu álagi undanfarna mánuði og fengið brjóstverk af og til við áreynslu. Við komu var blóðþrýstingur 108/69 og hjartsláttur 89 slög/mínútu. Súrefnismettun var 95% á 2L og öndunartíðni var 12/mínútu. Við lungnahlustun heyrðist vægt brak en ann- ars var líkamsskoðun eðlileg. Hjartalínurit við komu sýndi vægar ST hækkanir í V5 og V6 en sex tímum síðar voru þau einn mm (mynd 3). TNT við komu var <0,01pg/L en fór eftir 6 tíma í 0,43ug/L. Hjartaómun á komudegi sýndi engan samdrátt í öllum mið- og broddhluta vinstri slegils en eðlileg- an samdrátt í grunnhluta. Utstreymisbrot var 25%. Bráð kransæðamyndataka sýndi vægar breyt- ingar í vinstri framveggskvísl og 70% þrengsli í hægri kransæð. Ekki var talið að þessar breytingar skýrðu skerta slegilsstarfsemi eða einkenni hennar og var því ekki gerð kransæðavíkkun. Einkenni voru hugsanlega talin tengd hjartavöðvabólgu. CRP var hins vegar lágt, 8 mg/1, og ekki sáust önnur bólgueinkenni. Daginn eftir komu voru T-takkar viðsnúnir í V4-V6, II, III og aVF (tafla II). Hún fékk hefðbundna lyfjameðferð við bráðu kransæðaheilkenni. Fimm dögum eftir innlögn sýndi hjartaómun eðlilegan samdrátt vinstri slegils með 65% útstreymisbroti. Þó að þrenging í hægri kransæð væri ekki talin orsaka einkenni hennar var hún markvert þrengd og því var gerð kransæðavíkkun LÆKNAblaðið 2008/94 749
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.