Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2008, Síða 45

Læknablaðið - 15.11.2008, Síða 45
Ú R UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR PENNA STJÓRNARMANNA LÍ Þórarinn Guðnason thorgudn@landspitali.is Stjórn LÍ Birna Jónsdóttir, formaður Þórarinn Guðnason, varaformaður Sigurveig Pétursdóttir, gjaldkeri Sigríður Ó. Haraldsdóttir, ritari Elínborg Bárðardóttir Hjördís Þórey Þorgeirsdóttir Kristján G. Guðmundsson Sigurður Böðvarsson Valgerður Rúnarsdóttir í pistlunum Úrpenna stjórnarmanna LÍ birta þeir sínar eigin skoðanir en ekki félagsins. Hlutverk og stefna Læknafélags íslands Ég hef velt því talsvert fyrir mér undanfarið hvert hlutverk Læknafélags íslands (LÍ), sem varð 90 ára á árinu, á að vera. Núverandi hlutverk er tvíþætt, stéttarfélag og fagfélag. Að hluta er LÍ þó einnig félag atvinnurekenda. LÍ er flókið að uppbyggingu og ekki auðvelt að fá yfirsýn yfir það. Ekkert skipurit er aðgengilegt þeim sem vilja kynna sér það. LI er í raun eins og regnhlíf fyrir aðildarfélög, sem í flestum tilvikum eru svæðafélög. I vissum tilvikum eru önnur félög aðilar að LÍ og bein einstaklingsaðild að LÍ er einn- ig möguleg. I raun er skipulagið enn flóknara, sem dæmi þá eru sérgreinafélögin ekki aðilar að LI en gætu verið það við vissar aðstæður. Það sem mest hefur verið rætt síðustu miss- eri, hvað varðar skipulag LÍ, er aðild læknanema að félaginu. Að mínu áliti þarf á næstunni einnig að ræða framtíðaruppbyggingu félagsins í heild sinni. Ef til vill er núverandi skipan sú besta, en það þolir skoðun. Til að umræðan verði markviss þarf að kynna núverandi uppbyggingu félagsins fyrir félagsmönnum. Þó form sé mikilvægt er innihald félagsins enn mikilvægara. Hvað viljum við að LI geri? Talsverð gagnrýni kom fram á árinu á frammi- stöðu LÍ sem stéttarfélags og hagsmunagæslu- félags. Sumt átti við rök að styðjast, annað ekki. Af þeirri umræðu er þó ljóst er að það þarf að móta félaginu skýra stefnu að undangenginni víðtækri umræðu í læknasamfélaginu. A komandi miss- erum gæti stéttarfélagshlutverk LÍ orðið enn mik- ilvægara en áður. Félagið ætlar á næstunni að ráða hagfræðing til að aðstoða félagsmenn og samn- inganefndir lækna í sinni vinnu. Hagfræðingar stórra stéttarfélaga eru oft og einatt álitsgjafar í fjölmiðlum og stunda hagsmunagæslu á þeim vettvangi. Þar liggja ef til vill ónýtt tækifæri fyrir læknasamtökin í framtíðinni. Almennt held ég að segja megi að meiri sátt hafi ríkt um starf LÍ sem fagfélags. Þar er þó einnig tilefni til að velta fyrir sér hvort félagsmenn vilja breytingar og hvort við eigum að taka að okkur ný verkefni og vinna á annan hátt en áður nú á 21. öldinni. LÍ mun hafa í mörg horn að líta á næstunni. Huga þarf að almannatengslamálum lækna í stóru samhengi, útgáfumálum okkar og upplýs- ingaflæði frá læknasamtökunum. Getum við bætt þetta með því að gera skrifstofu LÍ að öllu leyti rafræna? Hvernig getum við nýtt miðlana í eigu lækna, sem eru Læknablaðið og heimasíða LI, sem best til að koma málstað okkar á framfæri? Þessir miðlar eru mikilvægur vettvangur fyrir umræður okkar og skoðanaskipti. LÍ þarf að móta stefnu í húsnæðismálum félags- ins. Eigum við að vera kyrr í Hlíðasmáranum eða byggja yfir læknafélögin? Eigum við að selja Hlíðasmárann og leigja? Læknar þurfa að ákveða hvort halda á áfram rekstri stórs orlofskerfis. Það þarf að kanna hverjir njóta kosta Orlofssjóðs, er það meirihluti lækna eða aðeins lítill hópur? Málefni Almenna lífeyrissjóðsins þarf að ræða og læknar þurfa áfram að hafa áhrif þar. Höfum við í raun forræði yfir lífeyrissjóðnum? Hverjum er treystandi til að fara með lífeyrismál okkar? Á LÍ að sækjast eftir frekari ábyrgð og verkefn- um? Eigum við að vinna áfram að kerfi kring um endurmenntun lækna? Á LÍ að sækjast eftir for- ræði yfir fjármunum til endurmenntunar og getur félagið tryggt skynsamlegri og betri nýtingu þess fjár? Á félagið að sækjast eftir forræði yfir útgáfu lækningaleyfa? Eigum við að setja enn meiri kraft í álitsgjafir á frumvörpum til laga og öðru því sem félagið er í dag beðið um álit á? Eða á félagið að taka meira frumkvæði í slíkri vinnu og setja kraft í "lobbyisma"? Ætti LÍ að hvetja, þjálfa og styðja lækna til þátttöku í pólitík? Slík þátttaka lækna er að ég tel þörf, jákvæð og æskileg, óháð hefðbundnum hægri-vinstri skoðunum. Gildi sem eru læknum töm eins og mannúð, réttlæti, samúð og umhyggja mættu eiga sér fleiri málssvara í öllum flokkum á alþingi, sem og í ríkisstjórn og stofnunum ríkisins. Þurfum við læknar að breyta þeim hugsunarhætti að líta á það sem sóun á hæfileikum og kunnáttu ef læknir nýtir þekkingu sína á vettvangi stjórnunar eða stjórnmála? Ég tel að þjóðin þurfi fleiri lækna í pólitík. Læknar þurfa að ræða skipulag stefnu og hlutverk LÍ og læknasamtakanna í heild á næstu misserum. Mikilvægt er að við höfum skýr mark- mið og leiðir í faglegum málum, félagsmálum og fræðslumálum. Þörf er á skýrri stefnu frá LÍ varð- andi kjaramál, hagsmunamál og leiðir í almanna- tengslum. Læknar þurfa í ríkari mæli að láta sig varða þjóðmál og pólitík. Umræður um þessi mál þarf að taka á dagskrá læknasamtakanna strax. LÆKNAblaðið 2008/94 757
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.