Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.2008, Qupperneq 48

Læknablaðið - 15.11.2008, Qupperneq 48
UMRÆÐUR O G FRÉTTIR HEILBRIGÐISSVIÐ HÍ Hlakkar til að takast á við nýja starfið Það kom ýmsum á óvart að Sigurður Guðmundsson hefði verið skipaður sviðsstjóri hins nýja heilbrigðissviðs Háskóla íslands. Ekki vegna þess að hann ætti ekki fullt erindi í embættið, heldur einfaldlega vegna þess að flestir töldu hann vera hæstánægðan í embætti landlæknis. Aðspurður tekur hann sjálfur undir þetta. Hávar Sigurjónsson „Það erfiðasta við að fara í nýja starfið verður að hætta í núverandi starfi, það er bæði mjög fjölbreytilegt og skemmtilegt. Það verður mjög erfitt að fara héðan. Ég hef reyndar verið svo heppinn að þegar ég hef skipt um vettvang hef ég alltaf farið með mikilli eftirsjá úr fyrra starfi. Það er auðvitað kostur í sjálfu sér að þykja starf sitt skemmtilegt en ég hef alltaf verið mjög upptekinn af þeirri hugsun að maður eigi ekki að vera of lengi í sama starfi. Flestir missa kraftinn við að vera of lengi á sama stað og á því eru fáar undantekingar hefur mér sýnst." Landlæknir í tíu ár Sigurður hefur verið landlæknir í tíu ár og segir að það hafi verið núna eða aldrei að skipta um vettvang. „Skipunartími minn í landlæknisembættið rennur út um núna í lok nóvember og ég hefði vissulega getað sótt um fimm ára skipun í viðbót. Þá hefði ég líklega klárað starfsferilinn hér þar sem hæpið er að skipta um starf kominn á miðjan sjötugsaldur. Ég hafði aldrei ætlað mér að verða ellidauður hér. Mig langaði einfaldlega til að takast á við eitthvað nýtt og leist feikivel á sviðsstjórastarfið í háskólanum og ákvað að láta slag standa og sækja um." Sigurður stendur sumsé á sextugu og það eru sannarlega ekki allir sem hafa hug á því að gera gagngerar breytingar á starfshögum sínum á þeim aldri. „Ég er bara svona gerður og hef líklega svona takmarkaða athyglisgáfu að geta ekki enst í því sama lengur en raun ber vitni. Sviðsstjórastarfið er svo sannarlega ekki neitt eftirlaunastarf og það verður áreiðanlega erfitt - það á að vera erfitt - en ég er líka sannfærður um að það verður andskot- anum skemmtilegra. Ég hlakka til að takast á við það." Það er auðvitað við hæfi að líta um öxl á tímamótum og Sigurður kveðst mjög ánægður með hvað áunnist hefur í embætti landlæknis frá því hann tók við því. „Eflaust eru aðrir en ég færari um að meta hvað hefur gerst á þessum tíu árum. Þetta er mjög gamalt apparat, verður 250 ára árið 2010 og hefur breyst mjög mikið í aldanna rás. Embættið hefur stækkað og er orðin verulega öflug stofnun með mjög hæfu starfsfólki á mörgum sviðum. Verkefni embættisins era fjölþætt og þeim hefur fjölgað frá því ég tók við af miklum snillingum sem hér vora á undan mér. Starfsmannafjöldinn hefur líklega þrefaldast á undanförnum áratug. Draga má þetta saman á einfaldan hátt þannig að mig langaði til að efla embættið sem lýðheilsustofnun en þróunin varð sú að samhliða fjölgun verkefna landlæknisembættisins var Lýðheilsustöð sett á laggirnar og ég skal viðurkenna að mér þótti fýsilegra að þetta yrði ein stofnun fremur en tvær en þetta varð niðurstaðan og ekkert nema gott eitt um það að segja. Ég vildi einnig sjá landlæknisembættið skerpa þríþætt hlutverk sitt. í fyrsta lagi sem ráðgjafastofnun til opinberra aðila, stjórnvalda fyrst og fremst, en einnig til heilbrigðisstarfsmanna og almennings. í öðru 760 LÆKNAblaðið 2008/94
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.