Læknablaðið - 15.11.2008, Blaðsíða 52
UMRÆÐUR O G FRETTIR
FORSETI WMA
Skemmtilegt og áhugavert
Segir Jón Snædal um forsetatíð sína hjá WMA
„Þetta hefur verið bæði áhugavert og skemmtilegt því manni gefst
tækifæri til að komast inn í ýmis málefni og kynnast starfsemi á
vegum lækna og læknafélaga víða um heim, en viðfangsefnin eru
okkur hér á íslandi stundum nokkuð framandi," segir Jón Snædal
sem nú í október lét af embætti forseta Alþjóðasamtaka lækna WMA
á ársfundi samtakanna í Seúl í Suður-Kóreu.
Jón hefur gegnt embættinu í eitt ár en reyndar má
segja að um þriggja ára skuldbindingu sé að ræða
þar sem árið á undan er eins konar undirbúnings-
tími og árið á eftir skilatími þar sem bæði verð-
andi forseti og fráfarandi forseti hafa ákveðnum
skyldum að gegna innan samtakanna. Engu að
síður er hinn starfandi forseti höfuð samtakanna
á hverjum tíma og mæðir mikið á honum þetta ár
sem hann gegnir embættinu.
Jón segir að undangengið ár hafi verið anna-
samt og viðburðaríkt, mikil ferðalög hafi fylgt
embættinu, en hlutverk forseta felst að miklu
leyti í því að koma fram fyrir hönd samtakanna
bæði „innávið og útávið" eins og hann orðar það.
„Stærri læknafélögin óska gjarnan eftir nærveru
forseta samtakanna á á aðalfundum sínum, má
nefna bandaríska, breska, þýska og kanadíska
læknafélagið, og ég hef farið á aðalfundi þessara
félaga sem er mjög áhugavert og ýmislegt sem má
af því læra. Fundarsköp eru yfirleitt mun strang-
ari en við eigum að venjast, tímamörk eru mjög
skýr og mönnum leyfist ekki að fara framyfir þau.
Eitt sem mér þykir eftirbreytnivert er að þegar
menn óska eftir að taka til máls um ákveðið efni
þá tilkynna þeir strax hvort þeir ætli að tala gegn
því eða með því. Mér þótti líka athyglisverð sam-
þykkt kanadíska læknafélagsins að fyrrverandi
formenn hefðu atkvæðisrétt, auk málfrelsis og til-
löguréttar, á aðalfundum félagsins í fimm ár eftir
að formennsku þeirra lýkur. Hugsunin er að nýta
reynslu þeirra og þekkingu enda hafa þeir yfirleitt
langa reynslu af störfum í þágu félags síns."
Jón segir að læknafélögin beiti aðalfundum
félagsins markvisst til að koma skoðunum lækna
á ýmsum málefnum á framfæri við samfélagið.
„Þetta finnst mér að við ættum að taka upp á mun
markvissari hátt en verið hefur. Gott dæmi af síð-
asta aðalfundi LÍ var ályktunin um tóbaksvarnir
en við gætum gert þetta markvissara með því að
taka fyrir ákveðið málefni og rætt það ítarlega á
fundinum, með fyrirlestrum sérfræðinga og vand-
aðri undirbúningsvinnu. Efni sem læknar gætu
tekið fyrir á þennan hátt eru auk tóbaksvarna
umferðarslys, offita, fíkniefnaneysla og hvaðeina
sem eru stór mál í samfélaginu. Aðalfundur LI er
langbesti vettvangurinn til þess arna og við ættum
að nota hann miklu meira en við höfum gert."
Siðfræði í rannsóknum
Eitt af hlutverkum forsetans er að kynna sér að-
stæður og starfsemi læknafélaga sem óska eftir
inngöngu í WMA. „Ég heimsótti Læknafélag
Albaníu í þessum tilgangi og ræddi við forsvars-
menn þess um hvernig WMA gæti stutt við bakið
á þessu unga félagi sem er að koma sér áfram í
samfélagi sem reist var úr rústum fyrir ekki svo
löngu. Ég hef farið í fleiri slíkar heimsóknir sem
eru mjög skemmtilegar og lærdómsríkar því þá
kynnist maður náið þeim málefnum sem brenna
á félögunum."
Jón hefur um árabil verið einn helsti ráðgjafi
Læknafélags íslands um siðfræði lækna og er
formaður siðanefndar félagsins. Störf hans á
þessu sviði hafa aflað honum viðurkenningar
bæði heima og heiman og átti stóran þátt í að eftir
kröftum hans var sóst í embætti forseta WMA.
Læknafélag Islands sýndi þakklæti sitt í verki með
því gera Jón að heiðursfélaga LÍ á aðalfundi sínum
þann 27. september.
„Alþjóðalæknasamtökin byggja siðfræði sína
um rannsóknir á mönnnum á Helsinkiyfirlýsing-
unni svokölluðu sem gerð var 1964 og endurskoð-
uð reglulega, síðast árið 2000 en hún hefur verið
í endurskoðun undanfarin tvö ár og ég hef tekið
þátt í þeirri vinnu. Til að fá sem breiðasta yfirsýn
hafa verið haldin þrjú þing um yfirlýsinguna í
jafnmörgum heimsálfum og ég hef sótt tvö þeirra.
Það sem nú er verið að taka fyrir er siðfræði farald-
ursfræðilegra rannsókna og rannsóknir á hópum
sem eiga í einhverjum skilningi undir högg að
sækja og getur verið varhugavert að rannsaka af
764 LÆKNAblaðið 2008/94