Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2008, Síða 60

Læknablaðið - 15.11.2008, Síða 60
 U M R Æ Ð U R O G FRÉTTIR S PÆ N S K A V E 1 K 1 N Reykjavíkurapótek í Thorvaldsensstræti 6. Fyrsta lyfjabúö á íslandi, sem síðar varð Reykjavíkurapótek, var í Nesi við Seltjörn og á rætur sínar í stofnun landlæknisembættisins árið 1760. Árið 1833 komst lyfjabúðin í einkaeign og varflutt í nýbyggt hús milli kirkjugarðsins og Austurvallar, á horni Thorvaldsensstrætis og Kirkjustrætis. Síðari lyfsalar settu kvist á húsið og byggðu veglega við það til norðurs (til hægri á myndinni). Árin 1911 -1919 var danskur lyfsali í Reykjavíkurapóteki, Peter Oluf Christensen (17). í spánsku veikinni var mikil örtröð í apótekinu daga sem nætur (1). Leiddi það svo til þess, að bæjarstjórn Reykjavíkur taldi í öryggisskyni nauðsyn bera til þess að stofna aðra lyfjabúð í bænum (18). (Myndin vartekin kringum 1905; Ljósmyndasafn Reykjavíkur.). MYND 5. Hjúkrunarnefndin hætti svo störfum í lok nóvember 1918. Indriði Einarsson gaf hjúkr- unarnefndinni þau eftirmæli, sem voru að öllum líkindum alsönn, að nefndin hefði orðið að meira liði en menn gátu gert sér í hugarlund (13). Hér ber þess enn að minnast, að allt þetta starf var borið uppi af einstaklingum, flestum ólæknislærðum, með Lárus H. Bjarnason fremstan í flokki, þótt það nyti vissulega stuðnings opinberra aðila. Það var því ekki að ástæðulausu, að yfirvöld, og landlækn- ir þar með, yrðu síðan harkalega gagnrýnd fyrir úrræðaleysi og framkvæmdaleysi í spánsku veik- inni. Sú varð og raunin, þótt það sé ekki rakið hér. Lýðhjálp Thors Jensens í spánsku veikinni 1918 Maður var nefndur Runólfur Stefánsson frá Jörfa í Kolbeinsstaðahreppi og kenndur við Holt við Skólavörðustíg. Thor kallaði Runólf á sinn fund (væntanlega nokkru eftir skipun hjúkrunarnefnd- arinnar) og fól honum: .... „að ég tæki að mér að setja upp almenningseldhús þegar í stað og matreiða þar fyrir börn og gamalmenni og aðra, sem gætu dregist á matgjafastaðinn". Undirskilið var að sjálfsögðu, að þetta yrði á kostnað Thors. Runólfur samdi síðan við Sláturfélag Suðurlands um lán á stórum suðupottum og öðrum áhöld- um, sem ætluð voru til niðursuðu, svo og lán á borðum og bekkjum til þess, að fólk gæti matast á staðnum. Þarna var byrjað að matreiða kl. 6-7 á morgnana og haldið áfram fram á nótt. Hundruð manna, ekki síst böm, fengu þarna mat allt til ársloka, en þá gat Sláturfélagið ekki lengur séð af húsnæði og búnaði. Hafði þessi starfsemi þá stað- ið ekki skemur en 5-6 vikur. Það vekur og athygli, að eldhúsið afgreiddi mörg matarílát af hafragraut og mjólk handa þurfandi fólki. Líklegt er að hjúkr- unarnefndin hafi séð um dreifingu á þessari nær- ingu í hús í bænum. Veigamikill hluti þess matar, sem í boði var, var fiskur. Thor og synir hans gerðu út þrjá togara árið 1918. Var þeim haldið til veiða eins lengi og auðið var og fiskur úr þeim notaður við matseldina. Eins var ósoðinn fiskur afgreiddur til sjúklinga samkvæmt læknisávísun. Að vísu veiktust áhafnir tveggja togaranna snemma af inflúensu, en áhöfnin á hinum þriðja þraukaði lengi þannig að ekki skorti fisk. Runólfur segist hafa fengið þrjár valinkunnar konur, sem unnu í Sláturfélaginu, til liðs við sig auk fjölda sjálfboðaliða. Svo vel vildi til, að hvorki Runólfur né þessar traustu konur veiktust af inflúensunni. Mikið mannfall var aftur á móti meðal sjálfboðaliðanna og stundum með bráðum hætti, meðan máltíðir stóðu yfir. Svo vel var enn búið að Runólfi, að hann hafði flutningsbíl til umráða og gat því skotið veikum mönnum heim. Lýðhjálp Thors Jensens í spánsku veikinni stóð óvenju breiðum fótum: Hann lét ekki aðeins veiða fisk og kaupa annan mat í eldhúsið, heldur og tilreiða og framreiða matinn á sinn kostnað. Það er erfitt að finna hliðstæðu við slíka rausn. Helst koma mér í hug sagnir um fyrirmenn í fortíð, sem settu skála um braut þvera og veittu öllum, heilum sem bágum, frjálsan beina. Lyf notuð gegn inflúensunni 1918-1919 í Söguritgerðinni segir svo: „Afgreiðsla lyfjanna fór fram óslitið bæði dag og nótt. í lyfjabúðinni og á götunni fyrir utan hana var mikil mannþröng allan sólarhringinn og oft varð fólk að bíða lengi eftir lyfjum til þess að lina þjáningar hinna sjúku" (1). Orðið „þjáning" er hér lykilorð. Öll aðgengileg lyf voru þá réttilega eimmgis „þjáningarlinandi" þegar best lét, án þess að ráðast gegn orsökum veikinnar (eiginleg inflúensulyf þekktust að kalla ekki fyrr en um síðustu aldamót). En hver voru þessi lyf? Hér skal enn á það minnt, að aðgengilegar heimildir um notkun lyfja í spánsku veikinni eru talsvert í molum. Það er einkum Gunnlaugur Einarsson, sem í skrifum sínum (2) ræðir um notkun lyfja (í Osló!) gegn spánsku veikinni, svo og Aksel Kristensen, lyfsali, í minningum sínum úr Reykjavíkurapóteki (19, 20). 772 LÆKNAblaðið 2008/94
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.