Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.2010, Qupperneq 20

Læknablaðið - 15.05.2010, Qupperneq 20
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Tafla 1. Árangur eftir meðgöngulengd (n= 239).' Meðgöngulengd skv. leggangaómun <49 dagar 49-63 dagar P gildi mismunar Alls 143 96 Ekki legtæming með sogi 132 (92,3%) 85 (88,5%) Legtæming með sogi 11 (7,7%) 11 (11,5%) 0,32 ‘Upplýsingar um meðgöngulengd vantaði hjá sjö konum. þar sem meðgöngulengd var skráð samkvæmt ómskoðun um leggöng (crown rump length). Konumar fengu ítarlega fræðslu um gang meðferðarinnar og hvers vænta mátti af verkun lyfjanna og aukaverkunum. Síðan var hverri konu gefin t. mífepristón 200mg (Mifegyn®) um munn (dagur 1). Á þriðja degi fengu konurnar t. mísóprostól 800pg (Cytotec®) um leggöng. Þetta framkvæmdu konurnar sjálfar heima að morgni og um tveimur klukkustundum síðar komu konumar á kvenlækningadeild til aðhlynningar og eftirlits í nokkrar klukkustundir. Fyrstu 67 konunum var fylgt eftir með þungunarprófi og ómskoðun um leggöng á 18.-21. degi. Ef þungunarpróf var jákvætt var mælt þ-hCG í sermi og ef það var undir 2000 einingum og innihald í legi <15mm samkvæmt ómskoðun um leggöng (mælt sem mesta þykkt leghols í langskurði (sagittal plane)) var eftirliti hætt.7 Að öðrum kosti var eftirliti haldið áfram eða gerð aðgerð, eftir því hvort innihald legsins var undir eða yfir 15mm. Aðferð við eftirfylgni var breytt í september 2006 og var næstu 179 konunum fylgt eftir með þ-hCG mælingum í sermi á 1. og 8. degi frá gjöf mífeprístóns. Ef þ-hCG hafði fallið um meira en 50% milli mælinga var það metið sem fullnægjandi meðferð.8 Hærri gildi gáfu tilefni til ómskoðunar um leggöng og ef innihald legsins var <15mm var eftirliti hætt en annars var gerð aðgerð. Aðgerð var einnig gerð ef um óhóflega og viðvarandi blæðingu (>2 vikur) var að ræða, óháð niðurstöðum ómskoðunar eða mælinga á þ-hCG.9 varð veruleg aukning meðal þeirra sem kusu lyfjameðferðina svo hlutfallið varð að meðaltali 21,4% þá 13 mánuði rannsóknarinnar sem eftir voru. Konurnar voru á aldrinum 16-45 ára (miðgildi 27 ár). Meðgöngulengd var á bilinu 35-63 dagar (5-9 vikur, miðgildi 47 dagar) og 143 konur (58,1%) voru með meðgöngulengd styttri en 49 daga (tafla I). Hjá 224 konum (91,1%) varð fullkomið fóstur- lát án þess að gera þyrfti aðgerð. Hjá 22 konum (8,9%) var gerð aðgerð. Af þeim sem fóru í aðgerð var blæðing aðalábendingin í 18 tilfellum. Fjórar konur fóru í aðgerð vegna verkja og/eða innihalds í legi og hjá einni af þeim voru einkenni um sýkingu (hiti og hækkun á CRP). Engin kona var með áframhaldandi lífvænlega þungun eftir lyfjameðferð. Af þeim sem fóru í aðgerð þurfti ein kona blóðgjöf og ein var lögð inn á gjörgæslu í tæpan sólarhring vegna hás hita og gruns um sýklasótt sem þó var ekki staðfest með ræktunum. Sýkla- lyfjum var ávísað í tíu tilvikum (4,1%) vegna gruns um sýkingu. Fjórar konur voru lagðar inn vegna fylgikvilla án þess að gera þyrfti legtæmingu (tvær höfðu þvagfærasýkingu og tvær höfðu miklar blæðingar). Blæðingar voru algengar fljótlega eftir gjöf mífepristóns en engin kona lauk meðferð með fullkomnu fósturláti innan tveggja sólarhringa frá gjöf mífepristóns þannig að mísóprostól var gefið í öllum tilfellum. Af þeim sem fóru í aðgerð voru 11 með meðgöngulengd undir 49 dögum eða 7,8% allra með þessa meðgöngulengd (n=143). Af þeim sem voru með meðgöngulengd 49-63 daga fóru einnig 11 í aðgerð eða 11,5% allra úr þeim hópi (n=96). Ekki var marktækur munur á fjölda þeirra sem fór í aðgerð undir 49 dögum og þeirra sem gengnar voru 49-63 daga (p=0,32)(tafla I). Tölfræði Notað var kí-kvaðrat próf til að reikna hvort marktækt fleiri hefðu farið í aðgerð með meðgöngulengd 49-63 daga miðað við þær sem gengnar voru <49 daga. Litið var á p<0,05 sem marktækan mun. Að öðru leyti var notuð lýsandi tölfræði við útreikninga á niðurstöðum. Niðurstöður Alls gengust 1417 konur undir fóstureyðingu á Landspítala á rannsóknartímabilinu og voru fóstureyðingar með lyfjum 17,4% þeirra (246). Fyrstu fimm mánuðina fóru að meðaltali aðeins 3,9% í fóstureyðingu með lyfjum en eftir það Umræða Fóstureyðing með lyfjum eingöngu náðist í rúmlega 91% tilvika og er það sambærilegt eða aðeins lægra en það sem aðrar rannsóknir hafa sýnt.1 Fullur árangur náðist í 92,3% tilvika þar sem meðgöngulengd var innan við sjö vikur (49 dagar) en var í 88,5% við meðgöngulengd >7 vikur. Hér er um lítinn mun að ræða sem ekki var tölfræðilega marktækur en aðrar rannsóknir hafa sýnt betri árangur við styttri meðgöngu.1 Nokkrar rannsóknir hafa sýnt að ná má allt að 97-98% fóstureyðingu með lyfjum eingöngu og er 91% heildarárangur því í lægri kantinum. Ein skýring gæti verið sú að of fljótt hafi verið gripið til 332 LÆKNAblaðið 2010/96
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.