Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.2010, Qupperneq 25

Læknablaðið - 15.05.2010, Qupperneq 25
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR Yfirgnæfandi meirihluti eða 90% (95% öryggisbil 85,7-93,9) töldu að tilvísanir myndu leiða til meiri fyrirhafnar og/eða auka hjá sér kostnað. Af aðspurðum voru 67% sem fóru til sérfræðings í hjartasjúkdómum meðal annars vegna eftirlits, 25% vegna rannsókna eftir spítaladvöl, 19% vegna þess að heimilislæknir sendi þá til frekari greiningar og/eða meðferðar og 8% vegna boðunar frá hjartalækni eða ritara hans. Sextíu af hundraði sjúklinga vildu að sérfræðingur í hjartasjúkdómum sinnti eftirliti vegna síns hjartasjúkdóms en 35% vildu að bæði sérfræðingur í hjartasjúkdómum og heimilislæknir sinntu eftirlitinu. Sautján af hundraði sjúklinga töldu sig fara einu sinni á ári til sérfræðings í hjartasjúkdómum en 37% töldu að þeir færu tvisvar á ári. Tuttugu og sex af hundraði töldu sig hafa farið þrisvar eða oftar á ári og 24% sögðust ekki vera í reglulegu eftirliti. Rúmlega þriðjungur (N=71) hafði farið til sérfræðings í hjartasjúkdómum án tilvísunar frá heimilislækni og lenti þar með í vandræðum með greiðsluþátttöku sjúkratrygginga. Fjörutíu og níu af hundraði þeirra vissu ekki að þeir þyrftu tilvísun, 32% vissu ekki að tilvísun gilti ekki eftir á, 13% höfðu ekki náð að fá tíma hjá heimilislækni áður en þeir áttu tíma hjá hjartalækni og 6% höfðu sjálfir valið að fara án tilvísunar. Af þeim sem svöruðu voru 46% hjá hjartalækni meðal annars vegna háþrýstings, 35% vegna hárrar blóðfitu, 40% vegna hjartsláttaróreglu og 35% meðal annars vegna kransæðasjúkdóms. Um 60% töldu sig vera nægilega vel upplýsta um tilvísanakerfið. Meðalaldur þeirra sem svöruðu spurningalist- unum var72árog kynjahlutfall j afnt. Af aðspurðum voru 17% launþegar, 73% ellilífeyrisþegar og 3,8% örorkuþegar. í eigin húsnæði bjuggu 90% en 3% í leiguhúsnæði, 3% í þjónustuíbúð og 1% í félagslegri íbúð. Miðgildi tekna var á bilinu 250-399 þúsund kr. á mánuði. Þriðjungur var með framhalds-, iðn- og starfsmenntun (ekki á háskólastigi), 22% með háskólamenntun, 16% með grunnskólapróf sem hæsta menntunarstig og 16% með gagnfræðapróf. Tveir af þremur aðspurðum var gift/kvæntur, 19% ekkja/ekkill, 5% fráskilin, 4% ógift/ókvæntur og 3% í sambúð. Fjörutíu og tveir af hundraði mátu heilsu sína góða eða mjög góða, 47% sæmilega en 11% slæma eða mjög slæma. Mynd 2 sýnir heildarfjölda tilvísana og læknabréfa milli heimilislækna Heilsugæslunnar í Efstaleiti og sérfræðinga í hjartasjúkdómum á árunum 2005 til 2007. Heildarfjöldi læknabréfa frá hjartalæknum á stofu til heimilislækna jókst úr 43 fyrir allt árið 2005 í 326 fyrir allt árið 2007, eða tæplega áttföld aukning á þessu þriggja ára tímabili. Heildarfjöldi samskipta (viðtöl, símtöl og lyfjabeiðnir) þessara 324 einstaklinga á þremur árum (2005-2007) var samtals 7533. Þeir sem einnig tóku þátt í að svara spurningalistum höfðu að meðaltali 5,4 viðtöl á stofu á ári miðað við 4,0 hjá hópnum sem vildi ekki svara spurningalistunum (p<0,001). Ekki var marktækur munur á fjölda símtala. Fjöldi tilvísana á sjúkling á ári var að meðaltali 0,8 hjá þeim sem samþykktu að svara spurningalistanum en 0,7 hjá þeim sem tóku ekki þátt, (p=0,017) og fjöldi læknabréfa á sjúkling frá sérfræðingi í hjartasjúkdómum 0,8 hjá fyrri hópnum en 0,6 hjá seinni hópnum (p=0,002). Mynd 2. Fjöldi tilvísana til hjartalækna ogfjöldi læknabréfa frá hjartalæknum til heimilislækna viö Heilsugæsluna Efstaleiti, Reykjavík á árunum 2005 til 2007. Umræður Tilvísanakerfi til sérfræðinga í hjartasjúkdómum var komið á árið 2006 eftir 22 ára hlé. Rannsókn okkar á áhrifum og afleiðingum þessara breyt- inga hófst tæpu ári síðar. Flestir aðspurðra sjúklinga voru óánægðir með fyrirkomulag til- vísanakerfisins og töldu því fylgja aukinn kostnað og meiri fyrirhöfn. Hins vegar var áberandi að meirihluti sjúklinga taldi æskilegt að upplýsingar bærust frá hjartalæknum til heimilislæknis þeirra. Allnokkur hópur sjúklinga taldi ferðum sínum til heimilislæknis hafa fjölgað við tilkomu tilvísanakerfisins en fáir töldu að ferðum sín- um til hjartalæknis hafi fækkað. Tilvísunum heimilislækna til sérfræðinga i hjartasjúkdómum fjölgaði verulega í kjölfar kerfisbreytingarinnar eins og við var að búast. Sömuleiðis fjölgaði læknabréfum margfalt frá sérfræðingum í hjarta- sjúkdómum til heimilislækna. Tilvísanakerfi er til staðar í mörgum löndum nær og fjær. Hins vegar eru ekki til margar hefðbundnar rannsóknir á viðhorfum lækna eða sjúklinga til tilvísana, en þeim mun meira til af skráðum heimildum um viðhorf og sjónarmið einstakra lækna um þessi mál. Ef draga má LÆKNAblaðið 2010/96 337
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.