Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.2010, Side 31

Læknablaðið - 15.05.2010, Side 31
Arndís Auður Sigmarsdóttir1-2 kandídat Árni V. Þórsson13 sérfræðingur í innkirtlasjúkdómum barna Gunnlaugur Sigfússon1’3 sérfræðingur í hjartasjúkdómum barna Jón Jóhannes Jónsson1’4’5 sérfræðingur í meinefnafræði Ragnar Bjarnason13 sérfræðingur í innkirtlasjúkdómum barna Lykilorð: pseudóhýpóaldósterónismus, hýpónatremía, hýperkalemía, aldósterón. Greinin er birt að fengnu leyfi framkvæmdastjóra lækninga Landspítala. 1 Læknadeild HÍ, 2 Landspítala, 3 Barnaspítala Hringsins, Landspítala, 4 lífefna- og sameindalíffræðistofu, 5 erfða- og sameindalæknisfræðideild, rannsóknarsviði Landspítala. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Ragnar Bjarnason Barnaspítali Hringsins Landspítala Hringbraut 101 Reykjavík ragnarb@landspitali. is FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Sjúkratilfelli - lífshættulegar truflanir á blóðsöltum hjá átta vikna dreng Ágrip Natríumskortur er algengasta salttruflun sem kemur fyrir hjá börnum og geta einkenni verið mjög mismunandi, allt frá einkennaleysi til alvarlegra einkenna frá miðtaugakerfi. Algengasta orsök natríumskorts er tap á vökva og natríum um meltingarveg en sé tapið um nýru getur orsökin meðal annars verið skortur á saltsteranum aldósteróni sem hefur megin hlutverk í stýringu saltjafnvægis líkamans. Þegar virkni aldósteróns vantar verður minni seyting á kalíum og vetnisjónum í nýrnapíplum auk þess sem endurupptaka á natríum verður minni og natríumskortur hlýst af. Kalíumofgnótt, sem getur valdið lífshættulegum hjartsláttartruflunum, er einnig einkennandi fyrir lága virkni aldósteróns. Algengasta orsök fyrir minnkaðri myndun aldósteróns er skortur á ensíminu 21-hydroxylasa (21-OH) sem veldur sjúkdómnum congenital adrenal hyperplasia (CAH) en svipuð einkenni geta komið fram í sjaldgæfum sjúkdómi, pseudohýpóaldósterónismus (PHA), þar sem truflun er í virkni aldósteróns. Hér er fjallað um dreng með lífshættulegar brenglanir á blóðsöltum vegna PHA sem orsakaðist af þvagfærasýkingu og bakflæði. Sjúkrasaga Vegna gruns um hjartagalla var átta vikna dreng vísað á Bamaspítala Hringsins. Hann hafði þyngst illa og hafði nýlega byrjað að kasta upp. Skoðun var ómarkverð fyrir utan að hann var dálítið gugginn og með bláma á útlimum, hiti 37,1°C. Meðganga og fæðing hafði verið eðlileg en hann hafði einungis þyngst um 600 grömm frá fæðingu. Bráð hjartaómun og röntgenmynd af brjóstholi leiddu ekkert óeðlilegt í ljós. Fjölskyldusaga leiddi ekkert markvert í ljós. Blóðprufur sýndu fram á verulegan natríumskort, kalíumofgnótt og lága kolsýru (sjá töflu I). Blóðstatus og CRP voru eðlileg en hvít blóðkom sáust í þvagprufu. Einnig voru teknar blóðprufur til hormónamælinga. Vegna natríumskorts og kalíumofgnóttar vakn- aði grunur um congenital adrenal hýperplasiu (CAH). Sem fyrsta meðferð var gefið hratt innrenn- sli af saltvatni (20 mL/kg á tveimur klst), sýklalyf í æð (Zinacef®) og hleðsluskammtur af sykur- og saltsterum. Á meðan drengurinn var í meðferð og eftirliti á bráðamóttöku fékk hann skyndi- legt slappleikakast og hjartarafrit sýndi slegla- hraðtakt sem hægt var að stöðva með líkamlegri örvun. Drengurinn var lagður inn á gjörgæslu til eftirlits og síðar á barnadeild til frekari rannsókna. Nokkrum dögum eftir innlögn bárust niður- stöður hormónamælinga og var þá ljóst að vinnugreiningin, salttapandi CAH, gat ekki staðist. Kortisól mældist eðlilegt og 17a-hý- droxýprógesterón (17-OHP) mældist einungis vægt hækkað (tafla I). Aldósterón reyndist vem- lega hækkað sem og renín (tafla I). Þessar mæl- ingar útilokuðu ennfremur skort á aldósterón synþetasa. f kjölfarið var allri steragjöf hætt. Á fimmta degi innlagnar var þvagfærasýking staðfest með jákvæðri ræktun E. coli með góðu næmi fyrir sýklalyfjum. Bakflæðirannsókn (mic- turition cystourethrogram, MUCG) sýndi fjórðu gráðu bakflæði bæði passíft og aktíft hægra megin (mynd 1). Technetium-99m merkt dímerkap- tósúksíník sýra (Technetium-99m-labeled dimer- captosuccinic acid, DSMA) ísótópaskann af nýrum sýndi mjög ósamhverfa upphleðslu í nýrum, 79% í því vinstra en 21% í því hægra auk misdreifðrar upphleðslu. Við speglun á þvagblöðru sást að þvagleiðaraop voru eðlilega staðsett en bæði stór og víð, það hægra áberandi meira. Ný klínísk greining var því pseudóhypóaldósterónismus (PHA), hugsanlega orsakaður af þvagfæra- sýkingu. Einkenni og brenglanir á blóðsöltum gengu að fullu til baka. Ákveðið var að fylgjast náið með drengnum áfram og hafa hann á fyrir- byggjandi sýklalyfjum. Rúmu ári síðar dafnaði drengurinn vel og leið vel. Blóðsölt mældust eðlileg og virtist aldósterón hafa náð jafnvægi en síðasta mæling var innan eðlilegra marka. Áður hafði aldósterón mælst ítrekað verulega hækkað eða á bilinu 1500-2000 pmól/L. Ekki hefur fundist stökkbreyting í geni sem kóðar fyrir saltsteraviðtakann (e. minera- locorticoid receptor, MR). Dagleg sýklalyfjagjöf (Primazol (8 + 40 mg/ml) 2ml á dag) hefur komið í veg fyrir sýkingar. LÆKNAblaðið 2010/96 343

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.