Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2010, Síða 33

Læknablaðið - 15.05.2010, Síða 33
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN gegna. Annars vegar að stýra magni utanfrumu- vökva og hins vegar að stýra saltjafnvægi líka- mans, þá einkum natríum og kalíum, en hefur einnig óbein áhrif á vetnisjónaseytingu í nýrum. í nýrnafrumum örvar aldósterón jónaflutning með því að auka virkni og myndun bæði Na+/K+ ATPasa dælu og sérstakra opinna natríumganga (e. epithelial sodium channel, ENaC). Ahrifum aldósteróns er miðlað gegnum viðtaka þess, salt- steraviðtakann (MR). Kalíumofgnótt er einken- nandi fyrir aldósterónskort eða tornæmi nýrna- pípla fyrir hormóninu. Þegar virkni aldósteróns vantar verður minni seyting á kalíum og vetnis- jónum í nýrnapíplum auk þess sem endurupptaka á natríum verður minni.2 Samfara kalíumofgnótt er alltaf hætta á lífshættulegum hjartsláttartrufl- unum, eins og var raunin í tilfelli drengsins. Þessi hætta er meiri sé blóðsýring til staðar. í fyrstu var orsök salttruflana drengsins talin vera CAH sem er algengasta orsök aldósterón- skorts hjá ungabörnum. Fjögur ensím hvata myndunarferli aldósteróns í zona glomerulosa í nýrnahettuberki. Fyrstu þrjú skrefin í ferlinu eru sömu skref og í myndun sykursterans kortisól-s í zona fasiculata en seinni skref í myndunar- ferlunum eru mismunandi. CAH er orsakað af víkjandi erfðagalla og er 21-hýdroxýlasa (21-OH, mynd 2) skortur langalgengastur. Ensímið hvatar skrefum í sameiginlegu myndunarferli kortisóls og aldósteróns og við vanstarfsemi ensímsins verður hækkun á forstigum kortisóls, þar á meðal 17-OHP. Skortur á kortisóli leiðir til aukinnar seytingar nýrnahettuvaka (adrenocorticotropin hormón, ACTH) (mynd 2). 17-OHP er veikur steri sem leiðir til karllegra einkenna á ytri kynfærum stúlkna en hefur lítil sem engin áhrif á útlit ytri kynfæra drengja. Drengir greinast því gjaman seinna í ferlinu og er salttapandi krísa vegna aldó- sterónskorts oft fyrsta einkenni CAH. Ungbörn með salttapandi CAH fá vanalega einkenni á fyrstu tveimur vikum lífs og geta verið í lífshættu ef greining tefst. CAH var útilokað vegna lágs 17- OHP.4'5 Sú brenglun blóðsalta sem drengurinn var með getur einnig orsakast af sjaldgæfum göllum svo sem PHA (galli er í saltsteraviðtakanum eða jónagöngum) og skorti á aldósterón synþetasa (ensím sem hvatar lokaskref aldósterónmynd- unar). Aldósterón synþetasa skortur var úti- lokaður vegna aldósterónhækkunar.4-5 PHA var fyrst lýst 1958 af Cheek og Perry og hefur síðan þá verið flokkaður í tvo flokka sem innbyrðis eru ólíkir, klassíska formið eða PHA týpu 1 (PHAl) og PHA týpu 2 (PHA2). Utan við þessa flokkun hefur áunnum PHA einnig verið lýst sem er tímabund- inn og afar sjaldgæfur. Áunnum PHA hefur verið lýst í ungbörnum með þvagrennslishindrun eða þvagfærasýkingu og lagast með öllu með meðferð undirliggjandi vanda.6-7 PHA2 er eirtnig mjög sjald- gæfur sjúkdómur og kemur vanalega ekki fram nema í eldri börnum og fullorðnum. Sjúkdómurinn erfist með ríkjandi hætti og kemur til vegna galla í stýringu þíasíðnæmra Na+/CT ganga. PHAl getur verið af tvennum toga, annars vegar sjúkdómur sem einskorðast við nýru og erfist með ríkjandi erfðamynstri (e. autosomal dominant PHAl, adPHAl) og hins vegar sjúk- dómur sem leggst á fleiri líffæri líkamans og erfist víkjandi (e. autosomal recessive PHAl, arPHAl). Sjúklingar með arPHAl þjást af lífshættulegu salttapi og kalíumofgnótt sem leiðir til mikilla veikinda á fyrstu vikum lífs og þarfnast þeir ævilangrar meðferðar með stórum skömmtum af natríumuppbót og kalíumbindandi resínum til að halda söltum í jafnvægi. Orsök arPHAl eru stökk- breytingar í undireiningum ENaC jónaganganna en utan nýrna má einnig finna göngin í ristli, svitakirtlum, munnvatnskirtlum og lungnaþekju. Endurteknum öndunarfærakvillum hefur verið lýst í þessum börnum vegna ónógrar upptöku vökva frá öndunarfæraþekjunni sem rekja má til galla í ENaC jónagöngunum.68 AdPHAl hefur svipaða klíníska mynd og arPHAl en hefur vana- lega mun mildari gang þar sem salttap er eingöngu bundið við nýru. Orsök adPHAl er galli í geni sem kóðar fyrir MR í nýrum. Einnig eru til dæmi um nýjar stakstæðar stökkbreytingar í MR geninu sem leiða til adPHAl án þess að um fjölskyldusögu sé að ræða. MR genið er að finna á litningi fjögur og hefur 22 mismunandi stökkbreytingum verið lýst, ýmist ríkjandi breytingar eða stakstæðar, en allar leiða þær til taps á virkni viðtakans.9 Ekki Mynd 2. Myndunarferlar aldósteróns, kortisóls og kynhormóna. Fyrstu prjú skrefin í myndunarferli aldósteróns eru þau sömu í myndun sykursterans kortisóls. Galli í ensíminu 21 hýdroxýlasn (21-OH) veldur congenital adrenal hyperplasiu (CAH). Við vanstarfsemi ensímsins verður hækkun áforstigum kortisóls, þar á meðal 17-hýdroxýprógesterón (17-OHP). Skortur á kortisóli leiðir til aukinnar seytingar nýrnahettuvaka (adrenocorticotropin hormón, ACTH). (ACTH, nýrnahettuvaki (adrenocorticotropin hormone); 3 HSD, 3 hýdroxýsteróíð dehýdrógenasi; 11-OH, 11-hýdroxýlasi; 17-OH, 17- hýdroxýlasi; 18-OH, 18- hýdroxýlasi; 17 HSD, 17 hýdroxýsteróíð dehýdrógenasi 17-OHP, 17-hýdroxýprógesterðn). LÆKNAblaðið 2010/96 345

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.