Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.2010, Side 36

Læknablaðið - 15.05.2010, Side 36
Sheehan heilkenni - sj úkratilf elli og yfirlit FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR Hallgerður Lind Kristjánsdóttir1 deildarlæknir Sigrún Perla Böðvarsdóttir2 deildarlæknir Helga Ágústa Sigurjóns- dóttir3'4 innkirtla- og efnaskiptalæknir Lykilorð: Sheehan heilkenni, heiladingulsbilun, kortisólskortur. ’Lyflæknissviði, 2kvenna- og barnasviði, 3innkirtladeild Landspítala, 4læknadeild HÍ. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, Landspítala Fossvogi. helgaags@landspitali. is Ágrip Sheehan heilkenni er heiladingulsbilun sem verður hjá móður eftir barnsburð. Einkennin fara eftir hvaða hormónaöxlar skaðast. Algengast er að konur með Sheehan heilkenni mjólki ekki og hafi ekki tíðablæðingar. Hættulegasta afleiðing heiladingulsbiltmar er kortisólskortur og ef hann er vangreindur getur hann leitt til dauða. Sagt er frá 38 ára konu sem greindist með heilkennið eftir að hafa ítrekað leitað aðstoðar með dæmigerð einkenni. Tilgangur þessa tilfellis er að vekja athygli á Sheehan heilkenninu og einkertnum kortisólskorts. Algengi og orsök Sheehan heilkenni (SH) er heiladingulsbilun sem verður hjá móður eftir barnsburð vegna blóð- þurrðar til heiladingulsins.1 Fáar rannsóknir eru til um algengi og nýgengi SH.2'6 Fyrir hálfri öld var al- gengi SH um 10-20 af 100.000 konum en með betri fæðingarhjálp hefur algengi minnkað, sérstaklega í hinum vestræna heimi og hefur SH því fengið litla athygli á undanförnum árum.2 í vanþróuðum ríkjum með háa tíðni heimafæðinga og þar sem fæðingahjálp er ábótavant er SH enn mikið heilsufarslegt vandamál. Algengi SH í Indlandi er til dæmis áætlað 2,7-3,9% meðal kvenna á bameignaraldri.3 í alþjóðlegum gagnagrunni sem inniheldur 1034 sjúklinga með vaxtarhormónskort er SH orsök skortsins í 3,1% tilfella6 og í spænskri þversniðsrannsókn á vanstarfsemi í heiladingli er SH orsakavaldur í 6-10% tilfella5 og því mögulegt að SH sé algengara í vestrænum löndum en áður var talið. Orsök SH er óljós en talið er að blóðþurrð í heiladingli samfara miklu blóðtapi og blóðþrýst- ingsfalli móður í eða eftir fæðingu geti verið or- sakavaldur.1 Ekki er þó ljóst hvort blóðþurrðin verði vegna blóðtappa, æðasamdráttar eða þrýst- ings á æðar.7 Algengast er að konur sem fá SH hafi blætt mikið og fengið blóðþrýstingsfall við fæðingu.8'9 Mögulegt er að heiladingullinn sem venjulega er ríkulega blóðnærður verði fyrir blóðþurrð við blóðþrýstingsfallið, þó hefur verið lýst tilfellum þar sem blóðtap var minniháttar við fæðinguna.3'10'12 A meðgöngu stækkar heiladingull móðurinnar vegna fjölgunar á lactótróp frumum í kjölfar örvunar frá östrógeni og prógesteróni fylgj- unnar.13 Kirtillinn getur meira en tvöfaldast að stærð á eðlilegri meðgöngu.14-15 Mögulegt er að stór heiladingull sé viðkvæmari fyrir blóðþurrð vegna blóðþrýstingsfalls og hugsanlegt er að við stækkun á heiladingli verði næringaræð hans, a. pituitary superior, fyrir þrýstingi og blóðflæði til heiladinguls þannig skert.12 Til eru rannsóknir sem sýna að konur með SH hafa minni tyrkja- söðul (sella turcica) en samanburðarhópur en aðrar rannsóknir hafa ekki sýnt fram á nein slík tengsl.16-18 Kenningar hafa einnig verið uppi um að blóðstorkusótt (disseminated intravascular coagulation (DIC)) geti stuðlað að SH.12 Oftast greinist SH mörgum árum eftir barnsburð og því hefur komið upp sú kenning að aðrir þættir spili þar inn í.8-9'11 Goswami og félagar fundu til dæmis hækkun á mótefnum gegn heiladingulspróteinum (49kDa umfrymis prótein í heiladingli) hjá konum með SH þó frekari rannsókna sé þörf á því sviði.19 Einkenni Sheehan heilkennis Einkennin geta komið fram dögum/vikum eftir fæðingu barns eða eins og algengara er mörgum árum síða r.s- 9 Einkennin fara eftir hvaða hormónaöxlar heiladingulsins skaðast og einnig hvort hormónin vanti að hluta eða öllu leyti. Algengustu einkennin eru að konurnar hafa ekki tíðablæðingar eftir barnsburð og þær mjólka ekki. Önnur einkenni geta verið þreyta og slappleiki, tap á skapahárum, föl húð, þurrt og dautt hár, lækkaður blóðþrýstingur, stöðubundið blóðþrýstingsfall, fíngerðar hrukkur í andliti, lágt natríum, lágur sykur, ófrjósemi, einkenni vegna vanstarfsemi skjaldkirtils og/eða nýrnahettubarkar, flóðmiga (diabetes insipidus) og fleira. Hugsanlegt er að einkennin komi einungis fram undir álagi. Lýst er tilfellum sem greinast vegna meðvitundarskerðingar sem þá er vegna sykursteraskorts, blóðsykurslækkunar eða lágs natríums. Önnur þungun eftir að SH hefur orðið útilokar ekki SH þó algengara sé að konur geti ekki orðið þungaðar aftur.8'9'11-20 Greining Mæla skal blóðgildi heiladingulshormónanna og virknilíffæra þeirra, svo sem ACTH, kortisól, prólaktín, TSH, fT4, LH, FSH, estradíól, prógesterón og IGF-1 auk glúkósa, Na+, K+, kreatínins og 348 LÆKNAblaðið 2010/96

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.