Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.2010, Side 38

Læknablaðið - 15.05.2010, Side 38
FRÆÐIGREINAR RANNSOKNIR Tafla II. Hormónaöxlar og örvunarpróf. Heiladingulshormón Viðmiðunarmörk Afleidd hormón Viðmiðunarmörk Thyreotrópöxull TSH <0,01 mU/L 0,3-4,2 mU/L fT4 20,3 pmól/L 12-22 pmól/L Kortikótrópöxull ACTH <10 ng/L 0-46 ng/L Kortisól <1 nmól/L 200-700 nmól/L Synacthen próf ACTH (hg) <10 ng/L Kortisól (hg) 2 nmól/L Insúlínþolpróf ACTH (hg) <10 ng/L Kortisól (hg) 2 nmól/L Gónadótrópöxull FSH 8 U/L FF: 3,5-12,5; MT: 5,0- 21,0; LF: 2,0-8,0; ET : 26,0-135,0 U/L Prógestrón <0,1 nmól/L FF: 0,6-4,7; LF: 5,3- 86,0; ET: 0,3-2,5 nmól/L LH 4,5 U/L FF: 2,4-12,6; Estradiol 53,6 pmól/L FF: 46-607; MT: 315- 1828; LF: 161-774; ET: <18-201 pmól/L MT: 14,9-96,0; LF: 1,0-11,0; ET: 7,7-58,5 U/L Sómatótrópöxull IGF-1 76 ug/L 109-284 pg/L GH 1,3 mUI/L Insúlínþolpróf GH (hg) 21,1 mUI/L Prólaktín Prólaktín 0,5 nmól/L 5-30 nmól/L hg hæsta gildi, FF follicular fasi; LF lúteal fasi; MT miðbik tíðarhrings; ET eftir tíðahvörf Rmmsóknir og meðferð Blóðprufur sýndu vægt blóðleysi, væga lækkun á natríum en annað var innan viðmiðunarmarka (tafla I). Blóð fyrir blóðgildi kortisóls var tekið og konan útskrifuð heim og fékk tíma til nánari eftirfylgni á göngudeild á lyflæknissviði tveimur dögum síðar. Þá var ljóst að kortisólgildi var ómælanlegt og hún því lögð inn á innkirtladeild til frekari uppvinnslu og meðferðar. Allir hormónaöxlar voru skoðaðir nánar og frekari próf framkvæmd samanber töflu II. TSH var ómælanlegt (<0,01 mU/L) en fT, var eðlilegt og þar sem konan var á uppbótarmeðferð vegna vanvirks skjaldkirtils bendir það til þess að einnig sé um afleiddan (secunder) skjaldkirtilsbrest að ræða. Kortisól var ómælanlegt og ACTH gildi var lágt. Synacthenpróf var framkvæmt með því að gefa 250 pg Synacthen (ACTH líkt efni til inndælingar) í vöðva og kortisólsvörun mæld í upphafi og 30 og 60 mínútum seinna. Við eðlilega svörun við Synachtenprófi hækkar blóðgildi kortisóls yfir 550 nmól/1. Hjá þessari konu hækkaði kortisólgildi hins vegar óverulega við Synachtenprófið (tafla II). Síðar var framkvæmt insúlínþolpróf (tafla II). Slíkt próf gengur út á að valda sykurfalli og þannig auka álag á líkamann til að örva seytun stresshormóna, svo sem kortisóls og GH. Gefið var insúlín 0,1 eining/kg líkamsþunga samkvæmt staðli og gildi glúkósa, kortisóls, GH og ACTH mælt í upphafi og á 10 mínútna fresti í alls 130 mínútur. Til að prófið teljist markvert þarf blóðgildi glúkósa að mælast lægri en 2,1 mmól/L. Kortisólskortur er fyrir hendi ef blóðgildi kortisóls fer ekki yfir 550 nmól/1 og blóðgildi GH yfir 15 mlU/L. Glúkósi fór í 1,5 mmól/L og við sykurfallið hækkaði kortisól óeðlilega lítið, GH hækkaði eðlilega og ACTH gildi var óbreytt. IGF-1 var lágt. Prógestrón mældist mjög lágt og FSH, örvunarhormón þess, einnig. Sama var að segja um estradíól og LH. Prólaktíngildi var mjög lágt, ekki síst í ljósi þess að konan fæddi barn tveimur mánuðum fyrr (tafla II). Segulómmynd af höfði sýndi eðlilegan heiladingulsvef og engm merki um blæðingu, fyrirferðir eða vefjaskemmdir. Konan fékk meðferð með hydrókortisón vegna bilunar á kortikótrópöxli og eftir það gengu öll einkenni til baka. Hún var sett á uppbótarmeðferð vegna skorts á kvenhormónum og hélt áfram að taka skjaldkirtilshormón. Sómatótrópöxull var hins vegar eðlilegur samkvæmt insúlínþolprófi og ekki þörf á uppbótarmeðferð með GH að sinni. Umræða Saga, einkenni sjúklings og rannsóknarniðurstöð- ur staðfesta greininguna heiladingulsbilun eftir fæðingu sem samrýmist Sheehan heilkenni. Einkenni konunnar voru óljós og leiddi endurtekin skoðun ekki til réttrar greiningar þrátt fyrir einkennandi klíníska mynd kortisólskorts. SH getur dregið konur til dauða ef alvarlegur kortisólskortur er til staðar og ekki má rugla saman einkennum um depurð/þunglyndi og algjört kraftleysi eins og lýst er í tilfellinu hér að ofan. Kortisól gegnir fjölbreyttu hlutverki í líkamanum. 350 LÆKNAblaðið 2010/96

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.