Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2010, Síða 41

Læknablaðið - 15.05.2010, Síða 41
_______FRÆÐIGREINAR TILFELLI MÁNAÐARINS Tilfelli mánaðarins Tilfelli Kristján Dereksson1 deildarlæknir Þráinn Rósmundsson1 barnaskurölæknir Kristján Óskarsson1 barnaskurðlæknir Tómas Guðbjartsson2 hjarta- og lungnaskurðlæknir 'Barnaspítala Hringsins 2hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Tómas Guðbjartsson tomasgud@landspitali. is Stúlka sem fæddist eftir 35 vikna meðgöngu gekkst stuttu eftir fæðingu undir skurðaðgerð á vélinda vegna meðfæddrar vélindalokunar (atresiu) þar sem vélindað var tengt saman enda við enda. Nokkrum vikum síðar bar á verulegum kyngingarörðugleikum og skugga- efnisrannsókn sýndi greinilega þrengingu í samtengingu (anastomosis) á vélinda. Þrengingin var víkkuð sjö sinnum með vélindaspeglun en við fjögurra mánaða aldur var ákveðið að gera aðra skurðaðgerð til að fjarlægja vélindaþrenginguna og var farið aftur í gegnum hægri brjóstholsskurð. Fimm dögum eftir aðgerðina bar á vaxandi öndunarerfiðleikum og háum hita. Komið var fyrir brjóstholskerum í hægra brjóstholi en ástand stúlkunnar versnaði enn frekar. Röntgenmynd af lungum eftir ísetningu keranna er sýnd á mynd 1 og tölvusneiðmyndir af brjóstholi á mynd 2. Hver er greiningin og hvar liggja brjóstholskerarnir? Hver er besta meðferðin? LÆKNAblaðið 2010/96 353

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.