Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.2010, Side 45

Læknablaðið - 15.05.2010, Side 45
erlendis og hagfræðingur Læknafélags íslands bendir á að starfandi læknar á íslandi séu færri í dag en þeir voru fyrir ári síðan. Er þetta ekki til marks um að læknar séu að greiða niðurskurðarstefnunni atkvæði með fótunum? „Ég held að það eigi við um lækna eins og okkur flest að ef við getum haft vinnu hér, jafnvel þó að launin lækki tímabundið, þá viljum við vera hér heima og taka þátt í því uppbyggingarstarfi sem framundan er. Ég hef ekki orðið vör við annað en það sama gildi um lækna almennt. Það tekur því enginn fagnandi að lækka í launum, ég ætlast ekki til þess af neinum, en svona blasir veruleikinn við. Ég hef heldur ekki orðið vör við að læknar séu að flytja úr landi og held reyndar að meintur landflótti íslenskra lækna sé orðum aukinn. Ástæðan liggur frekar í því að þeir sem eru nú þegar erlendis við nám fresta heimkomu við þessar aðstæður. Ég leyfi mér hins vegar að vona að þeir komi heim þegar ástandið hefur lagast." En afhverju stafar þá læknaskorturinn? „Skorturinn er nú ekki meiri en svo að hér eru fleiri læknar á íbúa en í flestum öðrum löndum sem við miðum okkur við. Það er því ekkert sem bendir til þess að stefni í almennan læknaskort og ekki hefur dregið úr aðsókn í læknadeildina nema síður sé. Það er hins vegar alveg rétt að í ákveðnum sérgreinum skortir lækna, - það ástand var komið á fyrir hrun. Það á helst við um heilsugæslulækna en einnig fámennustu sérgreinar þar sem kannski eru ekki nema einn eða tveir einstaklingar. Alvarlegasti vandinn - og hann er ekki nýtilkominn - snýr að heilsugæslunni en þar blasir við verulega erfið mönnun innan fimm ára ef ekkert er að gert. Til að koma í veg fyrir það er nauðsynlegt að efla heilsugæsluna og gera hana meira spennandi sem vinnustað og fjölga úrræðum í framhaldsmenntun í heimilislækningum. Áhugi unga fólksins er greinilega til staðar því 19 umsóknir bárust á dögunum um þær fimm námsstöður í heimilislækningum sem auglýstar voru. Þær eru 10 og nú erum að leita leiða til að fjölga þeim enn frekar því við viljum mjög gjarnan virkja þennan áhuga. Þá hefur einnig verið rætt að lengja kandídatsárið og bæta þá meðal annars við tímann á heilsugæslunni. Það þarf að efla þátt heilsugæslunnar í læknanáminu sjálfu. Þetta er eðlilegasta leiðin til að hafa áhrif á val unglækna á sérgreinar. Gera sérnámið aðlaðandi og spennandi. Við höfum einnig rætt möguleikann á að efla framhaldsnám í hjúkrunarfræðum með áherslu á heilsugæsluna. Það þarf að tryggja þverfaglega nálgun innan heilsugæslunnar; og styrkja samstarf hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga, heimilislækna; efla forvarnir og heilsugæslu innan skólakerfisins, sérstaklega í framhaldsskólunum. Þetta er brýnt samfélagslegt verkefni og ávinningurinn er augljós. Veikasti hlekkurinn í þessu sambandi er á sviði geðverndar barna og ungmenna en þar eru sérfræðingarnir einfaldlega of fáir. Þar vildi ég sannarlega sjá fjölgun og tel lausnina þá sömu og ég nefndi varðandi heimilislækningarnar; að gera greinina meira spennandi og aðlaðandi með bættri aðstöðu og meiri fjármunum. Hér á landi notum við meira af þunglyndislyfjum en nokkur önnur þjóð í kringum okkur og það gæti stafað af því að við höfum ekki lagt sömu áherslur á sálgæslu og geðvernd og þar tíðkast." „Það eru engin trúarbrögð að vera á móti einkarekstri en menn verða að vita hvað þeir eru að tala um," segir Álfheiður lngadóttir heilbrigðisráðherra. Tilvísanakerfi og niðurskurður á sérfræðikostnaði Tilvísunarkerfi í er burðarliðnum. Hvar erþað statt? „Innan ráðuneytisins er starfandi nefnd sem skila á skýrslu 1. júní um eflingu heilsugæslunnar. Þar eru menntunarmálin tekin fyrir, fjölþættari og þverfaglegri þjónusta með sérstakri áherslu á skólana, böm og ungmenni og tannvernd. Einnig samstarf milli bráðadeilda sjúkrahúsanna og heilsugæslustöðvanna. Þá er eitt af verkefnum þessarar nefndar að gera tillögur um tilvísanakerfi og ég hef ekki orðið vör við þá andstöðu sem margir hafa sagt að væri við slíku kerfi. Fólk er almennt jákvætt fyrir hugmyndum." Hvaða ávinningur verður af tilvísanakerfi? „Hann er fyrst og fremst sá að tryggja að fólk fái þjónustu á viðeigandi þjónustustigi. Það þurfi ekki leita til sérfræðinga ef hægt er að leysa málið LÆKNAblaðiö 2010/96 357

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.