Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.2010, Qupperneq 48

Læknablaðið - 15.05.2010, Qupperneq 48
UMRÆÐA O G FRÉTTI UMFERÐARÖRYGGI R Mikilvægt að læknar láti í sér heyra Það er óumdeilanleg staðreynd að hæfni fólks til aksturs minnkar með hækkandi aldri. Mjög er þó einstaklingsbundið hvenær svo er komið að viðkomandi verður að hætta akstri vegna hættu fyrir sjálfan sig og aðra. Sjúkdómar og fötlun ýmiss konar geta einnig haft áhrif á getu til aksturs og þá óháð aldri. Læknar hafa oft á tíðum staðið frammi fyrirþví að tilkynna skjólstæðingi sínum að hann/hún sé ekki lengur fær um að stjórna ökutæki vegna aldurs eða sjúkdóms. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til nýrra umferðarlaga þar sem meðal annars er kveðið á um að trúnaðarlæknir Umferðarstofu sinni þessari tilkynningaskyldu. Að sögn Birnu Hreiðarsdóttur lögfræðings í samgönguráðuneytinu hafa engar formlegar athugasemdir borist frá læknum um frumvarpið. Læknar hafa með réttu talið sig brjóta trúnað við sjúkling með því að tilkynna opinberum aðilum að þeir telji einstakling óhæfan til að stjórna ökutæki vegna aldurs eða sjúkdóms. Þar sem gildandi lög hafa ekki tekið af tvímæli um þetta hefur trúnaðarskyldan í mörgum tilfellum vegið þyngra en tilkynningaskyldan. Hafa læknar reyndar lýst þessu þannig að ástandið væri óþolandi, þeir vissu fullvel hvernig staðan væri en væru jafnframt bundnir af trúnaðarskyldunni. Liggur í augum uppi að samband læknis við sjúkling getur boðið óbætanlegan skaða af því ef læknir tilkynnir slíkt í óþökk sjúklingsins og ekki síst ef reglur eru óskýrar og opnar til túlkunar á báða bóga. Vandinn færist þá jafnvel yfir á fjölskyldu viðkomandi sem hefur áhyggjur af akstri aldraðra eða veikra í fjölskyldunni en á erfitt með að koma í veg fyrir hann ef viðkomandi er ósamvinnuþýður. Má gera ráð fyrir að sum slík mál hafi ekki leyst endanlega fyrr en viðkomandi hafi lent í óhappi eða slysi í umferðinni. Það getur þó engan veginn talist ásættanleg lausn. Á Læknadögum 2010 var haldið sérstakt málþing um efnið og þar höfðu framsögu Ólöf H. Bjarnadóttir endurhæfingar- og taugalæknir á Reykjalundi, Birna Hreiðarsdóttir lögfræðingur í samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu og Kjartan Þórðarson sérfræðingur hjá Umferðarstofu. Trúnaðarskylda og tilkynningaskylda Ólöf fór yfir mat á hæfni til aksturs og rakti Hávar rannsóknir á ökufærni ýmissa sjúklingahópa og Sigurjónsson útlistaði núverandi lagaumhverfi. Hún tíundaði jafnframt hvaða þekkingu læknar verða yfir að ráða til að geta metið hæfni fólks til aksturs. „Læknar þurfa að hafa þekkingu um sjúkdóma viðkomandi og jafnframt líkamlega og vitræna færni ökumanns. Það mat er mjög einstaklingsbundið. Læknirinn þarf að vita hver er tilskilin lágmarksfærni við öruggan akstur og möguleikann að tengja niðurstöður og meðal annars akstursmat við slysahættu. Hún undirstrikaði að „gráa svæðið" væri alltaf erfiðast þar sem vafi leikur á um hæfni einstaklings til aksturs. „Það er siðferðileg skylda lækna að taka afstöðu til aksturshæfni ef einstaklingur er mjög heilsuveill. Það er lagaleg skylda að meta á réttlátan og faglegan hátt hæfni fatlaðra til að aka. Það snýst um jafnrétti einstaklinganna og rétt þeirra til eðlilegra lífsgæða." Ölöf lagði áherslu á mikilvægi þess að trúnaður héldist milli læknis og sjúklings. „Tengsl læknis og sjúklings eru mjög mikilvæg. Tilkynningaskylda getur haft neikvæð áhrif sem skaðar almannaheill því það getur orðið til þess að sjúklingur leyni lækni upplýsingum um heilsufar sitt af ótta við að missa ökuréttindi. Reynsla frá Bandaríkjunum þar sem ólíkar reglur gilda frá einu fylki til annars sýnir þetta; þar sem tilkynningaskyldan hefur verið lögfest leyna sjúklingar ástandi sínu frekar," segir Ólöf. „Ég er ekki sannfærð um að trúnaðarlæknir hjá Umferðarstofu bjargi málunum, því hvernig á einn læknir að geta metið allt það sem komið getur upp á. Ég óttast að þama muni skorta á faglega þekkingu nema trúnaðarlæknirinn njóti stuðnings heillar nefndar sérfræðinga á ýmsum sviðum læknisfræði. Þannig er þetta í Svíþjóð en þar hefur trúnaðarlæknir Sænsku umferðarstofunnar sagt að læknar sinni ekki nógu vel tilkynningaskyldu sinni þrátt fyrir hún að hún sé bundin í lög," sagði Ólöf að lokum og sagði margt ennþá óljóst og óútskýrt varðandi þessa grein nýs frumvarpd til umferðarlaga. Þess má geta að samtökbandarískra taugalækna gáfu nýverið út leiðbeiningar um hvemig læknar geta metið hæfni sjúklinga með heilabilun til aksturs. 360 LÆKNAblaðið 2010/96
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.