Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.2010, Page 49

Læknablaðið - 15.05.2010, Page 49
UMRÆÐA O G FRÉTTIR UMFERÐARÖRYGGI Trúnaðarlæknir Umferðarstofu Birna Hreiðarsdóttir lögfræðingur í samgöngu- ráðuneytinu fór yfir gildandi lög og reglur og kynnti síðan frumvarp til nýrra umferðarlaga sem unnið hefur verið að og er nú til umfjöllunar í samgöngunefnd Alþingis. í gildandi lögum segir m.a.: Úr 48. gr. umferðarlaga nr. 50/1987: Veita má ökuskírteini þeim sem sér og heyrir nægilega vel og er að öðru leyti nægilega hæfur andlega og líkamlega (til að stjórna bifreið. Birna bætti síðan við að þessari færni þyrfti að sjálfsögðu að viðhalda. „En þá vaknar spurningin; hver telur sig ekki vera nægilega hæfan til að stjórna bifreið? Heimilislæknar hafa til þessa oftast verið boðberar válegra tíðinda, en ekki haft nægilegan stuðning af lögum og reglugerðum til að geta komið málinu í eðlilegan farveg. í 61. gr. nýs umferðarlagafrumvarps er gert ráð fyrir að trúnaðarlæknir starfi á vegum Umferðarstofu. Þangað geti læknar vísað ökumönnum til nánari rannsóknar og niðurstöðu um aksturshæfni þeirra." Birna sagði það einnig í skoðun að veita lögreglu heimild til að vísa ökumanni beint til trúnaðarlæknis. Hún sagðist hafa heyrt óánægjuraddir meðal lækna á Læknadögum og það væri mjög mikilvægt að læknar létu til sín heyra varðandi 61. grein frumvarpsins. „Það er um að gera að benda á betri leiðir. Við fórum þá leið að setja frumvarpið á heimasíðu ráðuneytisins í fyrra og óska eftir athugasemdum. Við fengum gríðarlega margar LÆKNAblaðið 2010/96 361 Teiktiing: Halldór Baldursson

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.