Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.2010, Side 50

Læknablaðið - 15.05.2010, Side 50
UMRÆÐA 0 G FRÉTTIR UMFERÐARÖRYGGI athugasemdir enda er þetta stórt frumvarp og umferðarlögin snerta nær alla í samfélaginu með einhverjum hætti. Við höfum ekki fengið athugasemdir frá læknum um 61. greinina og kannski stafar það af því að samtökum lækna var ekki send formleg beiðni um athugasemdir. Frestur til að gera athugasemdir á netinu rann út 15. nóvember í fyrra. Fyrir vikið hefur 61. greinin fengið mun minni umræðu og umfjöllun en margar aðrar greinar frumvarpsins." Enn er þó svigrúm til að gera athugasemdir því samgöngunefnd Alþingis fær frumvarpið til umfjöllunar eftir að ráðherra hefur mælt fyrir því í þinginu og kvaðst Birna gera ráð fyrir að samgöngunefndin hafi frumvarpið til skoðunar til haustsins. Skýring við 61. grein frumvarpsins I skýringum með hinu nýja frumvarpi um umferðarlög segir um 61. greinina: Greinin er í meginatriðum samhljóða 53. gr. gildandi laga. Þó er lagt til í 2. mgr. að lögfest verði nýmæli sem ætlað er að tryggja enn frekar að raunhæft og virkt læknisfræðilegt eftirlit sé með því að ökumenn fullnægi skilyrðum b-liðar 2. mgr. 57. gr. um að vera líkamlega og andlega hæfir til að stjórna ökutæki. Lagt er til að mælt verði fyrir um þá skyldu læknis að gera trúnaðarlækni Umferðarstofu viðvart án tafar ef hann telur að vafi leiki á því að handhafi ökuréttinda fullnægi ekki umræddum skilyrðum b-liðar 2. mgr. 57. gr. Þar sem læknir eru bundinn þagnarskyldu um málefni sjúklinga sinna samkvæmt 1. mgr. 15. gr. læknalaga nr. 53/1988 og 1. mgr. 12. gr. laga nr. 74/1997 um réttindi sjúklinga, er sérstaklega lögboðið að þessi þagnarskylda standi um- ræddri tilkynningarskyldu ekki í vegi. Er þá meðal annars horft til 2. mgr. 15. gr. læknalaga þar sem segir að þagnarskylda læknis „[gildi] ekki bjóði lög annað eða sé rökstudd ástæða til þess að rjúfa þagnarskyldu vegna brýnnar nauðsynjar", og til 1. mgr. 13. gr. laga um réttindi sjúklinga, þar sem segir að „[þagnarskylda] skv. 12. gr. [nái] ekki til atvika sem starfsmanni í heilbrigðisþjónustu ber að tilkynna um sam- kvæmt öðrum lagaákvæðum". í þeim tilvikum beri starfsmanni í heilbrigðisþjónustu skylda til að koma upplýsingum um atvikið á framfæri við þar til bær yfirvöld, sbr. síðari málsl. 1. mgr. 13. gr. laga nr. 74/1997. Hér vegast annars vegar á brýnir almannahagsmunir af því að þeir ökumenn, sem vafi leikur á að fullnægi lögmæltum heilbrigðis- kröfum, séu ekki undir stjórn ökutækis, og hins vegar hagsmunir einstaklinga af því að eiga í trúnaðarsambandi við lækni. Nauðsynlegt er að gera lækni það kleift að gera trúnaðarlækni viðvart ef vafi leikur á um aksturshæfni ökumanns. Eðlilegt er hins vegar að endanlegt mat um hvort á skorti að ökumaður sé líkamlega og andlega hæfur til að stjórna ökutæki sé í höndum sérstaks trúnaðarlæknis Umferðarstofu, en ekki persónulegs læknis hlutaðeigandi. Að fenginni tilkynningu læknis skal trúnaðarlæknir Umferðarstofu, eins fljótt og unnt er, óska eftir því að hlutaðeigandi ökumaður komi til læknisrannsóknar. Við þá rannsókn skal meta þá líkamlegu og andlegu þætti sem áhrif hafa á aksturshæfni og koma nánar fram í reglum sem ráðherra setur í reglugerð, að höfðu samráði við heilbrigðisráðherra og landlækni. Trúnaðarlæknir getur ákveðið að handhafi ökuréttinda fari í verklegt ökupróf að lokinni læknisrannsókn. Þá er gert ráð fyrir að ráðherra setji í reglugerð nánari ákvæði um skipun trúnaðarlæknis Umferðar- stofu, einn eð fleiri, hæfniskröfur þeirra o.fl., að höfðu samráði við heilbrigðisráðuneytið. Akvæði 3. mgr. er byggt á 2. og 3. málsl. 1. mgr. 53. gr. gildandi laga, en gerðar eru ákveðnar efnis- og orðalagsbreytingar sem taka mið af nýmæli 2. mgr., sem gerð er grein fyrir hér að framan. Þá er lagt til að útgefanda ökuréttinda sé skylt að afturkalla ökuréttindi ef svo hátt er til sem segir í ákvæðinu. Gera veröur ráð fyrir eldri ökumönnum Bima sagði að þrátt fyrir að frumvarpið feli i sér breytta skipan mála samkvæmt nýjum umferðarlögum verður það eftir sem áður háð mati hverjir teljist öruggir ökumenn í umferðinni. Setja verði skýr viðmið. „Það er mikið tilfinningamál fyrir marga eldri ökumenn að vera sviptir ökuréttindum. Með markvissum aðgerðum er mögulegt að viðhalda aksturshæfni ökumanna. Hafa verður í huga að meðalaldur þjóðarinnar hækkar. Næsta kynslóð sem mun teljast til eldri borgara verður líklega miðað við núverandi eldri borgara, betur menntuð, með hærri eftirlaun, hraustari og þar með langlífari. Eldri ökumönnum í umferðinni mun því fjölga. Aðrir valkostir en einkabíllinn eru að bættar almenningssamgöngur myndu draga úr vægi einkabílsins og að við borgarskipulag þarf í auknum mæli að taka tillit til þarfa eldri borgara." Birna nefndi ennfremur að til að tryggja öryggi aldraðra ökumanna og annarra í umferðinni mætti hugsa sér að takmarka akstur eldri ökumanna við ákveðinn tíma dags, efna til námskeiða fyrir eldri ökumenn, gera ráð fyrir eldri ökumönnum í umferðinni og að sníða mætti ökutæki að eldri ökumönnum. 362 LÆKNAblaðlð 2010/96

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.