Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2010, Síða 57

Læknablaðið - 15.05.2010, Síða 57
________UMRÆÐA 0 G FRÉTTIR HAGRÆÐING: A F LÆKNADÖGUM rekstrarform heilbrigðisþjónustu litu dagsins ljós með áherslu á hagkvæmni, stjórnun, eftirlit og staðla. Sjúklingar fengu meira val og urðu upplýstari neytendur og bera meiri ábyrgð á eigin heilbrigði og heilbrigðisþjónustu.3 Vonbrigði markaðsumbótanna eru nokkur. Yfirbygging jókst því samningagerð skapaði ný]an útgjaldaflokk. Markaðsumhverfið kallaði á aukið lagaumhverfi. I Bretlandi fjölgaði eftirlitsstofnunum. Þá var samkeppni hamlað á ýmsan hátt. í Svíþjóð urðu pólitísk afskipti til þess að umbæturnar fengu ekki fram að ganga. I Bretlandi var oft ekki nema eitt sérgreinasjúkrahús í héraði og því engin raunveruleg samkeppni. Þrátt fyrir vissan ávinning hafa heilbrigðisútgjöld haldið áfram að vaxa. Skilvirkni og framleiðni hefur ekki aukist að marki. Biðlistar eru enn langir. Þrátt fyrir vonbrigði hafa menn ekki viljað snúa til fyrra kerfis heldur hafa þróað umbæturnar áfram.1'3,4 Helsti lærdómur af reynslu nágranna okkar er sá að til þess að innri markaðsvæðing skili árangri verður að setja leikreglur sem tryggja sanngirni og jöfnuð án þess að vera of heftandi. Mikilvægt er að finna hóflega hvata sem tryggja afköst og skilvirkni. Ekki má grípa um of inn í markaðinn. Leyfa verður heilbrigðisstofnunum sem ekki standa sig að hætta rekstri.3-4 Islenska heilbrigðiskerfið hefur staðið sig vel. Heilbrigði þjóðarinnar er gott og árangurstölur í fremstu röð. Ólíkt Bretum eru íslendingar ánægðir með heilbrigðisþjónustuna sem er skilvirk. Hér hafa verið tekin svipuð umbótaskref og í nágrannalöndunum. Sýnt er að þar hefur fyrirmyndin verið sótt til Svíþjóðar. Hlutverk kaupanda- og seljanda voru aðskilin með stofnun Sjúkratryggingastofnunar. Innleiðing DRG kostnaðarkerfis er langt komin og taka á upp blandaða fjármögnun. Breytileg rekstrarform í heilbrigðisþjónustu hafa litið dagsins ljós með þjónustusamninga við ríkið. Þetta eru hófsamar markaðsumbætur en tæpast kerfisbreyting. Ólíkt nágrannalöndunum er hér þróun til miðstýringar. Sameining sjúkrahúsa í Reykjavík og heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni eru dæmi um þessa þróun sem drifin er áfram af stærðarhagkvæmni2 en á kostnað samkeppni og atvinnutækifæra lækna, einkum sérfræðilækna á höfuðborgarsvæðinu. Síðastliðin 15-20 ár hefur sérfræðiþjónustan vaxið hratt. Þó er lítil samkeppni meðal veitenda hennar. Á sama tíma hefur heilsugæslan verið skorin niður. Þúsundir íbúa á höfuðborgarsvæðinu eru ekki með heimilislækni. Á landsbyggðinni eru læknislaus héruð. Ungir læknar sækja í aðrar sérgreinar. Fyrir vikið er heilsugæslan ekki lengur sjálfsagður fyrsti viðkomustaður í kerfinu. Of margir leita beint í dýrasta hlutann jafnvel með léttvæg vandamál. Fyrir vikið er kerfið óþarflega dýrt. Þetta hafa menn nefnt stefnurek frá heilbrigðislöggjöfinni. I Evrópu hafa heilbrigðisumbætur fylgt ákveðnum straumum. Á níunda áratugnum var áherslan á að halda aftur af kostnaði með því að; skera niður og velta kostnaði út í samfélagið; stýra aðgangi og notkun; efla grunnþjónustuna til að draga úr ásókn í sérfræðiþjónustu. Á tíunda áratugnum var áhersla á kerfisbreytingar til að ná aukinni hagkvæmni. Stýrð markaðsvæðing og aðskilnaður kaupenda og seljenda eru lýsandi dæmi. Frá síðustu aldamótum er áherslan á gæðastjórnun og skilvirkni.1 Við Islendingar höfum elt þessa strauma en þó bæði vanrækt grunnþjónustuna og ekki reynt að stýra notkun þjónustunnar. Þá á eftir að stíga skrefið til markaðsvæðingar. Stjórnmálamenn hafa verið hikandi að taka þetta skref.5 Á það ekki síst við um þann flokk sem nú fer með völd í heilbrigðisráðuneytinu og hvers hugmyndafræði á ekki samleið með nýskipun í ríkisrekstri. Ljóst er þó að við höfum ekki efni á að láta reka á reiðanum. Ef okkur á að takast að endurskipuleggja og hagræða þarf að stýra notkun heilbrigðisþjónustunnar. Auka þarf framboð á ódýrara þjónustustigi og rétta af það stefnurek sem hefur orðið. Lykilatriði til þess er efling heilsugæslunnar. Leið til þess gæti verið stýrð markaðsvæðing. Þegar forsendur eru skoðaðar og markaðsmódelið mátað inn í íslenskan veruleika virðist heilsugæslan kjörinn vettvangur. Einmitt þar er þjónustuþörfin mest, svo hindra megi að sjúklingar leiti að óþörfu í dýrustu þjónustuna. Umbætur í þessa veru munu krefjast endur- skipulagningar á rekstrarumhverfi heilsugæsl- unnar. Skapa þarf samkeppnisumhverfi með hóflegum efnahagshvata og vel hugsuðum leikreglum til að tryggja jöfnuð og aðgengi. Tækifæri gefist til að bæta starfsumhverfi og laða unga lækna til sérnáms í heimilislækningum. íhuga mætti aðkomu annarra sérgreina til að styrkja og þjónusta heilsugæsluna. Heilsu- gæslustöðvarnar myndu keppa um sjúklinga með framboði þjónustu. LÆKNAblaðið 2010/96 369

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.