Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.2010, Page 59

Læknablaðið - 15.05.2010, Page 59
UMRÆÐA 0 G FRÉTTI LÆKNINGAMINJASAFNI Dr. Steinunn Kristjánsdóttir formaður námsbrautar ífomleifafræði við Háskóla íslands, Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir safnstjóri og Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seitjarnarness. Samstarf sem styður við rannsóknir og kennslu Hávar Sigurjónsson Fimmtudaginn 15. apríl undirrituðu í Nesstofu Steinunn Kristjánsdóttir formaður námsbrautar í fornleifafræði við Háskóla íslands, Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir safnstjóri Lækningaminjasafn Islands og Ásgerður Halldórsdóttir fyrir hönd Seltjarnarnesbæjar, samning um sköpun kennsluvettvangs í Nesi fyrir nemendur í fomleifafræði við Háskóla íslands. „Með samstarfi við háskólann styður Lækningaminjasafnið við rannsóknir og kennslu um leið og við aukum þekkingu okkar á nærumhverfi Bjama Pálssonar og eftirmanna hans í Nesi," segir Anna Þorbjörg safnstjóri. „í Nesstofu er verið að útbúa sýningu um búsetu í Nesi á því tímabili þegar Iandlæknir, ljósmóðir og lyfjsali bjuggu í Nesi. Þar verður sögu lækninga og lyfjagerðar í Nesi gerð góð skil en einnig verður sagt frá daglegu lífi íbúanna. Frá 13. maí til 3. júní mun safnið standa fyrir leiðsögn um uppgraftrarsvæðið og sýninguna Saga og framtíð. í fyrri fomleifarannsóknum á svæðinu hafa komið í ljós gripir sem tengjast sögu lækninga, til dæmis lyfjakrukka, lyfjaglös og lyfjaleifar." Að sögn Önnu Þorbjargar er markmið samkomulagsins að skapa vettvang fyrir verklega kennslu í fornleifafræði og gera aðgengileg á einum stað gögn sem tengjast fornleifarannsóknum í Nesi. Námsbraut í fornleifafræði við HÍ mun halda úti kennslu í vettvangsrannsóknum í Nesi á hverju vori næstu 10 ár. Hefst fyrsta vettvangsnámskeiðið 10. maí næstkomandi og mun það standa yfir í einn mánuð. í tengslum við fornleifarannsóknimar verður boðið upp á leiðsögn fyrir almenning um uppgraftarsvæðið og niðurstöður rann- sóknanna verða kynntar jafnóðum í sýningum í Nesstofu. Að rannsóknum loknum verður gengið frá uppgraftarsvæðinu þannig að rústir mannvirkjanna verða sýnilegar gestum svæðisins. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Lækningaminjasafns www.laekningaminjasafn.is. LÆKNAblaðið 2010/96 371

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.