Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.2010, Page 63

Læknablaðið - 15.05.2010, Page 63
UMRÆÐA O G F R É T T I R F í F L Hópmynd afFÍFLum við gosstöðvamar á Fimmvörðuhálsi,frá vinstri Engilbert Sigurðsson, Gunnlaugur Helgason, Jón Trausti Sigurðarson, lnga Lára Ingvarsdóttir, Harpa Rúnarsdóttir, Hallgrímur Guðjónsson, Magnús Gottfreðsson og Tómas Guðbjartsson. Ljósmynd Finnur Sveinsson. FÍFL vakna úr vetrardvala Engilbert Sigurðsson Tómas Guðbjartsson Vordagskrá félagsins hófst með inngangsfyrirlestri Tómasar Guðbjartssonar um háfjallaveiki á Hótel Nordica. Breski gjörgæslulæknirinn Michael Grocott flutti síðan erindi um háfjallarannsóknir sínar á Everest. Um 650 manns sóttu dagskrána og voru fjölmargir læknar og læknanemar í hópi áheyrenda. Gosið á Fimmvörðuhálsi í seinni hluta mars gaf FÍFLum kærkomið tækifæri til að dusta rykið af gönguskónum. Laugardaginn 27. mars var gengið að gosstöðvunum frá Skógum mót köld- um norðanblæstri. Rýnt var í spúandi eldgíga og haldið meðfram nýrunnu hrauninu niður að Hrunagili. Eins og stundum áður urðu meðlimir í Jöklarannsóknarfélagi landlæknisembættisins á vegi FIFLa, þar á meðal Steinn Jónsson og Sig- urður Guðmundsson, en félagi þeirra, Hallgrímur Guðjónsson, ákvað þennan dag að yngja upp og slást í för með FIFLum. FÍFL hefur ýmislegt á prjónunum á næstu vikum. Aðra helgina í maí, 14.-16. maí, stendur til að ganga á Þverártindsegg í Vatnajökli. Helgin á eftir er til vara ef illa viðrar. Gos í Eyjafjallajökli kann að setja strik í reikninginn. Gist verður tvær nætur í bændagistingu á Hala í Suðursveit. Að morgni laugardags verður ekið á jeppum torfarna leið inn Kálfafellsdal og þaðan gengið á Eggina (1554 m), framhjá skriðjöklinum Skrekk. Göngu- leiðin er frekar brött en tekið skal fram að ekki er um klifur að ræða. Gangan tekur um 10-11 klst. Nauðsynlegt er að hafa meðferðis mannbrodda og ísöxi. Aðalfararstjóri verður Þorvaldur Þórsson hátindahöfðingi. Hámarksfjöldi þátttakenda er 20. Nánari upplýsingar um þessa ferð og aðrar ferðir á www.facebook.com (leita undir FIFL). Einnig er hægt að fá upplýsingar hjá undir- rituðum. Að lokum má geta þess að í apríl birtist vísindagrein eftir nokkra meðlimi FÍFL í High Altitude Medicine and Biology. Það eru niðurstöður úr rannsóknarleiðangri íslenskra og sænskra lækna á tind næsthæsta fjalls Alpanna, Monte Rosa (4559 m) í ágúst 2008. I leiðangrinum voru meðal annars gerð taugasálfræðipróf og mælingar á ensíminu S-100B í blóði. Þekkt er að ensímið sé losað í blóð við súrefnisskort og sjúkdóma í miðtaugakerfi, svo sem heilablóðfall. Ágrip úr greininni er á Pubmed www.ncbi.nlm.nih.gov/ pubmed/20367486. Greinina má sjá í heild sinni á vef bókasafns Landspítala. Gengið á Þverártindsegg. Mynd: Valgerður Rúnarsdóttir. LÆKNAblaðið 2010/96 375

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.