Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.2010, Page 65

Læknablaðið - 15.05.2010, Page 65
UMRÆÐA 0 G FRETTIR STÖÐUAUGLÝSING Staða sérfræðings í lyflækningum við Sjúkrahúsið á Akureyri Laus er til umsóknar 100% staða sérfræðings við lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri. Staðan veitist frá 15. maí 2010 eða eftir samkomulagi. Umsækjandi skal hafa fullgild réttindi í lyflækningum og æskilegt að hafa réttindi í einhverri af eftirtöldum undirgreinum lyfiækninga: lungnalækningum, innkirtia- og efnaskiptasjúkdómum, smitsjúkdómum og nýrnalækningum. Stöðunni fylgir vaktskylda á lyflækningadeild, þátttaka í kennslu heilbrigðisstétta, þjálfun aðstoðar- og deildarlækna auk þátttöku í rannsóknarvinnu. Við ráðningu verður lögð áhersla á faglega þekkingu ásamt hæfileikum á sviði samskipta, samvinnu og sjálfstæðra vinnubragða. Næsti yfirmaður er forstöðulæknir lyflækningadeildar. Starfskjör fara eftir kjarasamningi fjármálaráðherra og Læknafélags íslands. Nánari upplýsingar veita Jón Þór Sverrisson forstöðulæknir í síma 463 0100 eða 860 0468 ionthor@fsa.is og Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga, sími 463 0100, ses@fsa.is Umsóknarfrestur er til 9. maí 2010 Umsóknir um ofangreind störf skulu sendar starfsmannaþjónustu FSA, Eyrarlandsvegi, 600 Akureyri, eða á netfang starf@fsa.is á þartilgerðum eyðublöðum, sem fást hjá landlæknisembættinu. Umsóknum skulu fylgja ítarlegar uppiýsingar um nám og starfsferil ásamt með upplýsingum um fræðilegar rannsóknir og ritstörf, auk kennslustarfa. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við ráðningar í störf við FSA er tekið mið af jafnréttisstefnu sjúkrahússins. FSA er reyklaus vinnustaður. Onbrez® Breezhaler® sumuntekt á eiginleikum lyfs HEITI LYFS og virkt innihaldsefni: Onbrez Breezhaler (indacaterol) 150 míkrógrömm og 300 míkrógrömm, innöndunarduft. Abendingar Onbrez Breezhaler er ætlað til berkjuvfkkandi viðhaldsmeðferðar vegna skerts loftflæðis hjá fullorðnum sjúklingum með langvinna lungnateppu. Skammtar og Iyfjagjöf: Ráðlagður skammtur er innöndun innihalds eins 150 míkrógramma hylkis indacaterols einu sinni á sólarhring, með því að nota Onbrez Breezhaler innöndunartækið. Skammtinn skal einungis auka samkvæmt læknisráði. Hámarksskammtur er 300 míkrógrömm einu sinni á sólarhring.Onbrez á að nota á sama tíma dags á hverjum degi. Ef skammtur gleymist á að nota næsta skammt á venjulegum tíma næsta dag. Aldraðir ekki er þörf á að aðlaga skammta hjá öldruðum. Börn Ábending fyrir notkun Onbrez er er ekki fyrir hendi hjá börnum (yngri en 18 ára). Skert lifrarstarfsemi Ekki er þörf á skammtaaðlögun hjá sjúklingum með væga eða miðlungsmikla skerðingu á lifrarstarfsemi. Skert nvrnastarfsemi Ekki er þörf á skammtaaðlögun hjá sjúklingum með skerta nýmastarfsemi. Lvfiagiöf Einungis til innöndunar. Onbrez hylkin má aðeins nota með Onbrez Breezhaler innöndunartækinu. Onbrez hylkin má ekki gleypa. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu, fyrir laktósa eða einhverju hjálparefnanna. Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun Astmi Onbrez á ekki að nota við astma þar sem upplýsingar um langtímaáhrif við astma liggja ekki fyrir. Berkiukrampi vegna öfugra áhrifa (paradoxical) getur haft öfug áhrif á berkjukrampa sem getur verið lífshættulegt. Súkdómsversnun Onbrez er ekki ætlað til meðferðar við bráðum berkjukrampaköstum. Almenn (svstemic) áhrif nota skal indacaterol með varúð hjá sjúklingum með hjarta- og æðasjúkdóma (kransæðasjúkdóma, brátt hjartadrep, hjartsláttaróreglu eða háan blóðþrýsting), hjá sjúklingum með krampasjúkdóma eða ofstarfsemi ( skjaldkirtli og hjá sjúklingum sem sýna óvenjulega mikla svörun við beta2-adrenvirkum örvum. Áhrif á hiarta og æðar getur haft klínískt mikilvæg áhrif á hjarta og æðar hjá sumum sjúklingum. Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir: Adrenvirk lvf Onbrez má ekki nota samhliða öðrum langverkandi beta2-adrenvirkum örvum eða lyfjum sem innihalda langvirka beta2-adrenvirka örva. Beta-adrenvirkir blokkar ekki skalgefa Onbrez samhliða beta-adrenvirkum blokkum (þ.m.t. augndropum) nema mikilvægar ástæður liggi að baki notkun þeirra. Sé þeirra þörf, skal velja hjartasértæka beta-adrenvirka blokka, en þeir skulu þá gefnir með varúð. Meðganga og brjóstagjöf Ekki skal nota Onbrez Breezhaler á meðgöngu og við brjóstagjöf. Aukaverkanir Algengar (>1/100 til <1/10); nefkoksbólga, sýking í efri öndunarvegum, skútabólga, blóðsykurhækkun, höfuðverkur, hósti, nefrennsli, bjúgur, sinadráttur. Sjaldgæfar (>1/1.000 til <1/100); húðskyntruflanir. gáttatif, brjóstverkur. Pakkningar og verð 1. mars 2010: Onbrez 150//g 30 skammtar: 8.489 kr; 90 skammtar: 23.225 kr; 300/íg 30 skammtar: 8.489 kr; 90skammtar: 23.225 kr. Markaðsleyfishafi Novartis Europharm Limited.Wimblehurst Road, Horsham West Sussex, H12 5AB,Bretland. Umboðsaðilli á íslandi Vistor hf. Hörgatúni 2,210 Garðabær. DAGSETNING styttingar og endurskoðunar textans: 19.febrúar2010 | ATH textinn er styttur. Sjá nánari upplýsingar á vef lyfjastofnunar: www.lyfjastofnun.is NOVARTIS LÆKNAblaöið 2010/96 377

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.