Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 3
Kandídatar vorið 2010 Þessi mynd er sumarboði - þetta er hluti af hópi kandídata, nýútskrifuð og með allt lífið framundan og að rifna úr stolti. Hlutfall kynjanna á myndinni vitnar um breytta tíma. -1 hópnum er líka fólgin mynd af fyrstu konunni sem innritaði sig í Háskóla íslands og sem jafnframt var sú fyrsta til að útskrifast með embættispróf frá skólanum. Þetta var Kristín Ólafsdóttir sem lauk prófi árið 1917 úr læknadeild og vann alla sína starfsævi sem læknir í Reykjavík. Félag kvenna í læknastétt fékk Guðmund Karl Asbjörnsson til að mála myndina með tilstyrk Læknafélagsins. Myndin verður gjöf íslenskra lækna til Háskóla íslands á 100 ára afmæli skólans árið 2011 og verður afhent við það tækifæri. Á blaðsíðu 501 eru nöfn kandídatanna. VS LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS Ljósmynd af pottablómi í gluggakistu sem Katrin Elvarsdóttir (f. 1964) tók af rælni fyrir nokkrum árum kveikti hjá henni löngun til að segja sögu. Réttara sagt nokkrar sögur, því í kjölfarið safnaði hún Ijósmyndum í seriu sem hún kallar Equivocal - Margsaga upp á íslensku. Verkið vannst hægt en örugglega á nokkurra ára tímabili og víða um heim þar sem Katrín fann réttar aðstæður. Hún lék sér að því að vinna á keimlíkum stöðum þannig að myndirnar gætu allt eins virst úr einu og sama húsinu. Sögupersónur bættust við, sumir snúa baki í áhorfendur en aðrir horfa áleitnum augum beint í augu þeirra. Að auki klæddi Katrín ólíkar manneskjur á mismunandi aldri í samskonar föt og myndaði á svipuðum stað þannig að það er eins og sama manneskja sé mynduð ung og gömul. Útkoman er heilsteypt sería um 40 mynda þar sem greina má gegnumgangandi þráð en hver mynd tekur mann í ólíkar áttir í tíma og rúmi. Endurtekningar skapa undirtón sem maður skynjar ómeðvitað fremur en greinir augljóslega. Maður spyr sig hvað gerðist áður en smellt var af og hvað á eftir, hvað átti sér stað á milli tveggja mynda, hver er í aðalhlutverki og stundum læðist að manni sá grunur að maður sjálfur sé þátttakandi í frásögninni. Á forsíðu Læknablaðsins er mynd ekki ósvipuð þeirri sem hratt atburðarásinni af stað en þó tekin á öðrum stað og öðrum tíma. Ljósmyndin Elliheimili, 2009, lætur lítið yfir sér, sýnir glugga sem vísar út í garð þar sem fyrir er stórt tré, blúndugardínur fyrir glugganum og burkni á syllunni. Mörkin á milli þess sem er fyrir utan og innan skarast og einhver dularfull stemning ríkir í hverdagslegri kyrrðinni. Þess háttar smávægileg atriði einkenna seríuna alla og það sem ekki er sýnt verður ráðandi, líkast því sem maður upplifir í góðum taugatrylli í bíó. Katrín lætur fegurð og óhugnað kallast á og ýjar að atburðarás og jafnvel átökum þrátt fyrir að sýna mest megnis stöðugt ástand. Hún hefur sýnt Ijósmyndirnar á tveimur sýningum í gallerí Ágúst á Baldursgötu 12 árið 2008 og nú í vor 2010 en fyrirhuguð er útgáfa bókar með myndunum öllum. Markús Þór Andrésson Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICALIOURNAL www. laeknabladid. is Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi 564 4104-564 4106 Útgefandi Læknafélag íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Jóhannes Björnsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Anna Gunnarsdóttir Bryndís Benediktsdóttir Engilbert Sigurðsson Gunnar Guðmundsson Inga S. Þráinsdóttir Tómas Guðbjartsson Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður og Ijósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@iis.is Auglýsingastjóri og ritari Dögg Árnadóttir dogg@iis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@iis.is Upplag 1700 Áskrift 9.500,- m. vsk. Lausasala 950,- m. vsk. Prentun, bókband og pökkun Oddi, umhverfisvottuð . prentsmiðja Höfðabakka 3-7 110 Reykjavík © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition og Scopus. The scientific contents of the lcelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Editíon and Scopus. ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2010/96 455
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.