Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 14
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN 450 300 150 <1 1-10 11-20 21-30 31-40 41-50 51-60 61-70 71-SO >S0 Aldurshópar (Ár) 226 ■■ Allir —Karlar —Konur Mynd 2. Aldursbundið nýgengi C. difficile sýkinga á Landspítala á hverja 100.000 karla, konur og íbúa ísiands árin 1998-2008. íbúafjöldi var fenginn frá Hagstofu íslands,1S Kerfisbimdið úrtak Á mynd 3 kemur fram fjöldi tilfella eftir mánuðum auk fjölda tilfella miðað við innlagnir. Þegar rýnt er í myndina má sjá að breytileiki í fjölda tilfella milli mánaða útskýrist að einhverju leyti af umsvifum í starfsemi spítalans. Hún sýnir talsverðan breytileika milli ára en með hana til hliðsjónar var afráðið að taka kerfisbundið úrtak úr heildarþýðinu þannig að farið var yfir sjúkraskrár allra þeirra sem greindust tvo mánuði, janúar og júní, innan hvers árs en það reyndust vera alls 249 sýkingar. Af þessum hópi reyndust 12 (5%) sýkingar vera byggðar á falskt jákvæðum eiturefnaprófum. Því voru 237 C. difficile sýkingar rannsakaðar nákvæmlega með tilliti til áhættuþátta, birtingarforms, meðferðar og afdrifa sjúklinga, með það fyrir augum að kanna hvort einhver þessara þátta hefði breyst á tímabilinu. Að minnsta kosti 72% þeirra sem sýktust höfðu tekið sýklalyf innan þriggja mánaða fyrir greiningu sýkingar. Langflestir þeirra höfðu tekið sýklalyf af penicillín-flokki (90%) og innan þess flokks höfðu flestir tekið amoxicillín með klavúlansýru (44%) en næst kom cloxacillín (16%). 42% höfðu tekið lyf úr flokki annarrar og þriðju kynslóðar kefalósporína og 25% flúórókínólóna. Tæpur þriðjungur (30%) sjúklinga tók einhvers konar ónæmisbælandi lyf. Flestir (78%) voru greindir í spítalalegu og voru 88% sjúklinga með niðurgang. Önnur einkenni, líkt og kviðverkir, ógleði, slappleiki og uppköst, komu fram í aðeins um fjórðungi tilfella. Lfm 28% sjúklinga höfðu hita yfir 38,3°C og var hæsti hiti 41,1°C en 40% allra sjúklinga höfðu hækkuð hvít blóðkorn. Upplýsingar um meðferð við C. difficile sýkingu fundust í sjúkraskrám fyrir 187 (79%) sjúklinga af þeim 237 sýkingum sem voru rannsakaðar. Langflestar (173/187, 93%) þeirra sem unnt var að leggja mat á voru upprættar með sýklalyfjameðferð. í 84% þeirra tilfella var veitt meðferð með metrónídazóli, 5% með vankómýcíni og 10% með báðum lyfjum. Einn fékk meðferð með vankómýcíni og rífampícíni og einn fékk ónafngreint sýklalyf. 25 (13%) fengu viðbótarmeðferð með lifandi bakteríum (Lactobacillus acidophilus, Lactobacillus bifidus) og allir nema einn þeirra fengu hana ásamt sýklalyfjum. 23 (13%) þeirra sem fengu meðferð með lyfjum þurftu á endurtekinni sýklalyfjameðferð að halda vegna bakslaga. Þar af fengu 13 fullan bata eftir tvær sýklalyfjameðferðir, fimm þeirra eftir þrjár en fimm þurftu á fjórum sýklalyfjameðferðum að halda til þess að ná fullum bata. Enginn þeirra, sem rannsakaðir voru, þurfti að gangast undir aðgerð vegna C. difficile sýkingar og enginn lést af völdum hennar. Af þeim sjúklingum, sem voru í úrtaki, létust 21/237 í sömu legu eða 9%. Sýkingin var ekki talin aðaldánarorsök í neinu tilviki. Umræða Innsendum hægðasýnum til leitar að eiturefnum C. difficile fjölgaði árin 1998-2008. Nýgengi C. difficile sýkinga á Landspítala hækkaði frá árinu 1998 til ársins 2008 hvort sem miðað er við íbúafjölda Islands, innlagnir eða legudaga. Mesta athygli vekur toppur í nýgengi árin 2001- 2005 og svo lægðin sem fylgir á eftir árið 2006. Það veikir rannsóknina og skekkir niðurstöður hennar að notuð voru þrjú ólík greiningarpróf á tímabilinu sem var rannsakað. Sveiflur í nýgengi sýkinga verða um svipað leyti og skipt er um greiningarpróf. Greiningarpróf fyrir C. difficile sem notuð voru fram að janúar árið 2005 gáfu falskt jákvætt svar ef blóð var í hægðum sjúklinga. Prófið sem tekið var í notkun þá gerir það hins vegar ekki. Á móti þessu kemur að nýja prófið greinir toxín A og B en það gamla greindi aðeins toxín A. Nýja prófið greinir því fleiri réttilega jákvæða en engan falskt jákvætt vegna blóðs í sýni. Því er ekki augljóst hvernig greiningarprófin skekkja niðurstöðumar. Toppurinn nær hins vegar út árið 2005 svo nýtt greiningarpróf er ekki nægjanleg útskýring á þeim sviptingum sem verða á mótum áranna 2005 og 2006. Einnig má benda á að fjöldi sýkinga er ekki mikill og geta lítil frávik breytt honum mikið og breytileiki milli ára getur verið töluverður án þess að ákveðin skýring liggi að baki. Hugsanlegt er að þættir líkt og 526 LÆKNAblaðið 2010/96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.