Læknablaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 50
U M R Æ Ð U R
M Á L Þ I N G
U
O G
M
F R É T T I R
SÝKLALYF
Meðferð miðeyrnabólgu
- viðhorf barnalæknis
Þórólfur Miðeyrnabólga er samheiti yfir flókið sjúkdómsástand í miðeyra og nær yfir bráða bólgu og langvarandi
Guðnason vökvaástand án bólgu. Meðferð snýst í grundvallaratriðum um hvort gefa eigi sýklalyf eða ekki, hvaða
barnaiæknir tyf eigi að gefa eða hvort önnur meðferð sé ásættanleg.
Fjölmörg atriði geta haft áhrif á þá ákvörðun lækna hvaða meðferð skuli gefa. Læknisfræðileg vitneskja
um háa tíðni sjálflækningar er mikilvæg en þrýstingur foreldra og meðferðarhefð skipta líka máli.
Ákvörðun um meðferð byggist ekki síst á góðri skoðun sem er nauðsynleg til að greina bráða
miðeyrnabólgu.
Rannsóknir hafa sýnt að sjálflækning bráðrar miðeyrnabólgu er mismunandi hjá börnum og er ekki
síst háð því hvaða baktería veldur sýkingunni. Hún er mest við sýkingu af völdum M. catarrhalis (75%)
en minnst við sýkingu af völdum pneumókokka (25%). Sjálflækning er einnig meiri hjá börnum eldri
en tveggja ára, börnum með væg einkenni (hiti, verkir) og börnum sem ekki hafa fengið endurteknar
miðeyrnasýkingar.
Ef læknir kemst að þeirri niðurstöðu nota skuli sýklalyf við bráða miðeymabólgu þarf að huga að
eftirfarandi:
1. Eru líkur á að sýklalyfið virki á bakteríurnar sem valda sýkingunni?
2. Er líklegt að lyfið komist í nægilegri þéttni inn í miðeyrað? Hvaða skammta
(mg/kg á dag) þarf að nota? Hversu oft á dag þarf að gefa lyfið og í
hversu marga daga?
Þegar tekið er tillit til allra ofangreindra þátta má mæla með eftirfarandi verklagsreglum:
1. Börn með væg einkenni (hitalítil og litla verki), sérstaklega ef þau em eldri en tveggja ára.
a. Bíða með sýklalyf.
b. Endurmeta ástand barnsins með skoðun eða í síma eftir 1-2 daga ef ástand versnar og
meðhöndla með sýklalyfjum.
c. Nota verkjalyf.
2. Börn með mikil einkenni (háan hita og mikla verki), sérstaklega ef þau em yngri en tveggja ára.
a. Nota sýklalyf í 5-7 daga.
i. Amoxicillín 50 mg/kg á dag skipt í þrjá skammta eða 80 mg/kg á dag skipt í tvo skammta ef
grunur er um sýkingin sé orsökuð af penicillín ónæmum pneumókokkum.
ii. Ef amoxicillin dugar ekki má mæla með amoxicillín-klavúlansýru, cefúroxím (Zinnat) eða
ceftriaxon (Rocephalin) í vöðva.
iii Að öllu jöfnu er ekki mælt með trímetoprím-súlfa, makrólíðum eða phenoxymethylpenicillín
sem fyrsta vali á sýklalyfi.
Ekki hefur verið sýnt fram á að önnur meðferð eins og ástunga á hljóðhimnu, bólgustillandi lyf eða
hómópatalyf skili árangri við meðferð á bráðri miðeyrnabólgu.
562 LÆKNAblaðið 2010/96