Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 39
UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR HEIÐURSVÍSINDAMAÐUR „Mikilvægt að geta boðið ungufólki samkeppnishæft háskólaumhverfi," segir Þórarinn Gíslason lungnalæknir. búnaðurinn var í upphafi en hann var ekki síður fyrirferðarmikill eins og Þórarinn rifjar upp. „A lungnadeildinni í Uppsölum kveiktum við árið 1984 á fyrsta blásturstækinu til að meðhöndla kæfisvefn sem sett var af stað á Norðurlöndum. Tækið var á stærð við náttborð og drunurnar svipaðar og í flugvélarhreyfli. Það var einkennileg tilfinning að sjá þetta tæki aftur fyrir nokkrum árum þegar ég heimsótti Lækningasögusafnið í Uppsölum." I þessum fyrstu eiginlegu kæfisvefnsrann- sóknum rannsökuðu Þórarinn og samstarfsfélagar hans tengsl kæfisvefns við hjarta- og æðasjúk- dóma, þeir skoðuðu boðefni í mænuvökva og rannsökuðu sérstaklega áhrif svefnleysis og svefntruflana. „Þetta var gífurlega skemmtilegur tími og við sáum fljótt að kæfisvefn var hreint ekki svo fátíður og það voru mikil forréttindi að fá að greina ástand sem hafði mjög afgerandi áhrif á heilsufar einstaklingsins og geta með réttri notkun blásturstækis komið viðkomandi til sömu heilsu og þeir sem ekki höfðu sjúkdóminn. Það eru ekki margir aðrir krónískir sjúkdómar sem hægt er að greina og meðhöndla á þann hátt að sjúklingur endurheimti bæði lífsgæði og líkur á lífslengd. Kostnaður við greiningu og meðferð kæfisvefns er einnig með því lægsta sem hægt er að hugsa sér vegna meðferðar á langvinnum sjúkdómi." Kæfisvefn er íslenskt heiti á sjúkdómnum sem Helgi Kristbjarnarson læknir kom fram með en hann varð síðar náinn samstarfsmaður Þórarins og hafði afgerandi áhrif á þróun tæknibúnaðar til svefnrannsókna. „Fyrst var talað um kæfisvefn sem almennar svefntruflanir en hann skilgreinist í dag sem ástand í svefni þar sem öndunarhlé eru 10 sekúndur eða lengri og þetta þarf að gerast oftar en fimm sinnum á klukkustund. Við höfum ekki verulegar áhyggjur af ástandinu þó öndunarhléin séu allt að 15 á klukkustund nema því fylgi veruleg syfja að degi til. Þegar öndunarstoppin eru orðin tíðari en þetta er nauðsynlegt að meðhöndla sjúkdóminn. Annars vegar vegna syfju og þreytu og þeirra skertu lífsgæða sem það hefur í för með sér og hins vegar vegna þess að öndunarstoppunum fylgir súrefnisskortur í líkamanum sem leiðir til LÆKNAblaðið 2010/96 551
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.