Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 49
UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR MÁLÞING U M SÝKLALYF eftir upphaf veikinda. Meinmyndandi bakteríur eru nokkum veginn þær sömu og meðal bama, en sökum byggingarlegs munar á nefi og hjánefskútum milli barna og fullorðinna, er einkennamyndin oft tengdari hjánefskútunum sem slíkum frekar en nefinu. Það er áberandi verkur í andliti með leiðni í tennur, verkur umhverfis augu og í enni, verkir sem versna við að höfuð sé beygt fram. Við skoðun má sjá að graftrargötur í nefholi, það eru bankeymsli yfir andliti og viðkomandi getur haft vægan hita. Mikilvægt er að átta sig á því að bólgur í hjánefskútum, sérstaklega kinnholum eða ennisholum, gefa sig aldrei til kynna sem bólga út á yfirborð andlits. Meðferð er fyrst og fremst staðbundin, það er saltvatnsskolun sem er mikilvæg, adrenvirkir nefdropar og sterar staðbundið í nef, en einnig einkennamiðuð með verkjalyfjum, og slímlosandi lyfjum. Þótt fjöldi klínískra rannsókna hafi sýnt marktækt betri virkni sýklalyfja en lyfleysu við að draga úr fyrmefndum einkennum sjúkdómsins á 10. og 14. degi eru áhrifin, „degree of benefit", svo lítil og flestum lyfleysusjúklingunum batnar, að það réttlætir bið og gerir sýklalyfjagjöf óþarfa. Fylgikvillar bráðrar nef- og skútabólgu eru sjaldgæfir og taldir koma fyrir í einungis einni af hverri 95.000 sýkingu. Þeir eru algengari meðal barna og koma oftast í kjölfar bráðrar sýkingar. Meðal barna yngri en 6 ára er bólga með graftrarmyndun í augntótt um 90% fylgikvilla og er þá sýkingin útgengin í sáldbeinsskútum. Einnig er þekkt bólga eða graftarmyndun í fremri kúpugróf sem er um 10% fylgikvilla en þá er sýkingin útgengin frá ennisholum og kemur fyrir meðal eldri barna, 6-12 ára. Grun um fylgikvilla á að fylgja eftir með rannsóknum. Taka á fylgikvilla alvarlega og meðhöndla með viðeigandi sýklalyfjum inni á sjúkrastofnun.5 Heimildir 1. Steinsvág SK. Nose and lungs-two of a kind. Tidskr Nor Legeforen 2009; 129:1982-4. 2. Anzai Y, Paladin A. Diagnostic imaging in 2009: update on evidence-based practice of pediatric imaging. What is the role of imaging in sinusitis? Pediatr Radiol 2009; 39(suppl 2): 239-41. 3. Demoly P. Safety of intranasal corticosteroids in acute rhinosinusitis. Am J Otolaryngol 2008; 29: 403-13. 4. Brietzke SE, Brigger MT. Adenoidectomy outcomes in pediatric rhinosinusitis: a meta-analysis. Int J Pediatr Otorhinolaryngol 2008; 72:1541-5. 5. Oxford LE, McClay J. Complications of acute sinusitis in children. Otolaryngol Head Neck Surg 2005; 133: 32-7. LÆKNAblaðið 2010/96 561
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.