Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 62

Læknablaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 62
Michael Clausen Barna- og ofnæmislæknir mc@landspitali.is Síðasta ágrip af erindi af málþingi á Læknadögum 2010: Þátttaka lækna í hagræðingu í heilbrigðisþjónustu. F R É T T I R :A F LÆKNADÖGUM Hlutverk lækna í hagræðingu innan heilbrigðiskerfisins Eilífur sparnaður Það hefur ekki farið framhjá neinum að við lifum í mikilli fjármálakreppu eftir algjört efna- hagshrun á íslandi. Samdráttur er á öllum sviðum samfélagsins. Heilbrigðismál eru stór hluti ríkisútgjalda og hefur samdrátturinn þar haft víðtæk áhrif. Læknar hafa mikilvægu hlutverki í þessu ferli að gegna og ættu að hafa forystu um þá hagræðingu og sparnað sem þarf og gerlegur er. Þó er eitt hlutverk þeirra öðru fremur en það er að gæta hagsmuna þeirra sem þurfa á læknishjálp og líkn að halda. Til þess að geta sinnt þessu hlutverki auk þess að stunda lækningar þarf starfsumhverfi lækna að vera viðunandi. Því fer fjarri að umræðan um sparnað og hagræðingu sé nýlunda innan heilbrigðiskerfisins. Hún hefur verið til staðar frá ómuna tíð. Sífellt er verið að tala um hallarekstur í heilbrigðiskerfinu hvernig sem svo á að skilja það þegar um er að ræða kostnað við að sinna veiku fólki. Góðærið margumtalaða kom aldrei á Landspítalann nema þá helst í fögrum loforðum um glæstan hátækniháskólaspítala sem rísa ætti í Vatnsmýrinni. Læknar þekkja ekki annað en sífelldan spamað og hagræðingu en krafan í dag er bara enn meiri og harðari en áður. Arið 2009 var sparnaðarkrafan á Landspítalann 2,6-2,8 milljarðar króna sem náð var með launalækkun allra stétta auk annarrar hagræðingar. Sparnaðarkrafan fyrir árið 2010 er 3,2 milljarðar króna sem leyst verður með svipuðum hætti, þar á meðal lækkun á vakt- og launakostnaði lækna um 206 milljónir. Allt starfsfólk Landspítalans hefur tekið á sig byrðar og lagt sig fram til þess að hægt væri að ná þessum árangri. Ef litið er til baka árin 2000-2006 og skoðaður raunkostnaður við rekstur Landspítalans sem hlutfall af heilbrigðisútgjöldum og vergri landsframleiðslu kemur í ljós að hann hefur í raun lækkað. Á sama tíma fjölgaði umtalsvert komum á slysa- og bráðadeildir auk dagdeilda en innlögnum fækkaði. Þessi starfsemisbreyting er í samræmi við nútímahugmyndir um rekstur sjúkrahúsa og í henni fólgin mikil hagræðing fyrir alla. Hér er um að ræða aukna framleiðni en minni raunkostnað. Það þýðir einnig meiri vinnu á hvern lækni. Stöðugildum lækna á Landspítala hefur lítið fjölgað síðastliðin 10 ár og eru núna tæplega 500. Á sama tíma hefur komum til sérfræðilækna utan sjúkrahúsa fjölgað verulega eða um 430.000 komum árið 2000 í um 480.000 komur árið 2006. Árið 2009 voru komurnar orðnar yfir 500.000. Fjöldi sérfræðilækna utan sjúkrahúsa hefur haldist stöðugur þetta tímabil eða um 315 læknar. Heilbrigðisútgjöld hins opinbera til sérfræðilækna utan sjúkrahúsa sem hlutfall af vergri landsframleiðslu árin 2000-2007 hefur sáralítið breyst og minnkað ef eitthvað er þótt tölulegur kostnaður hafi aukist. Af þessu sést að framleiðni lækna hefur aukist mikið á þessum árum. Þá er ótalin starfsemi lækna á heilsugæslustöðvum. Margt af því sem áunnist hefur með hagræðingu og sparnaði hefur verið til hagsbóta fyrir sjúklingana en annað minna og í sumum tilfellum hefur þjónustan því miður orðið lakari. Langvarandi sparnaður og samdráttur er mjög lýjandi. Þegar við bætast miklar samdráttarkröfur sem ekki sér fyrir endann á og starfsöryggi er ógnað er auðvelt að tapa móðinum og láta sér fátt um finnast. Það er í raun hættulegasta staðan sem við getum lent í. Þá tapast starfsgleði og starfsánægja og þar með mannauðurinn sem í starfsmanninum býr. Þá skapast einnig neikvætt viðhorf til vinnustaðarins sem eykur enn á þennan feril og hætta á starfskulnun eykst. Rannsóknir sýna að þegar skoðaðar eru ástæður fyrir því að menn hætta að vinna á ákveðnum vinnustað eru launin ekki ofarlega á blaði. Þar ráða frekar hlutir eins og að vinnustaðurinn standi ekki undir væntingum, hvernig verðleikar starfsmannsins eru metnir og samskipti við yfirmenn. Því skiptir miklu máli hvemig staðið er að sparnaðinum og hagræðingunni þannig að samskipti yfirmanna og starfsmanna séu góð og trúnaður ríki þar á milli. Landspítalinn hefur margvíslegu hlutverki að gegna. Þrjú meginhlutverk spítalans eru þjónusta við sjúklinga, kennsla heilbrigðisstétta og ástundun vísindarannsókna. Við verðum að standa vörð um þá þjónustu sem við eigum að veita. Að þjónustan sé samkvæmt bestu gæðum og í samræmi við nýjustu og viðurkennda þekkingu. Þrátt fyrir hagræðingu og sparnað má ekki missa sjónar á þessum markmiðum. Leiðir til hagræðingar án þess að draga úr þjónustu eru að endurskoða innra starf spítalans, gera skilvirka verkferla og endurskoða rannsóknarferla svo eitthvað sé nefnt. Einnig þarf að meta hvaða þjónustu er hægt veita annars staðar en á Landspítala og þá fyrir lægri kostnað. Mjög varasamt er að spara í endur- og símenntun lækna. Læknavísindin eru í stöðugri þróun og læknum ber að kynna sér nýjungar og viðhalda þekkingu sinni innan fræðigreinarinnar. Ýmislegt 574 LÆKNAblaðið 2010/96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.