Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 35
FRÆÐIGREINAR Case of the month - Leydig cell testicular tumor Lykilorð: Eistu, æxli, Leydig frumur, Reinke krystallar, eistasparandi aðgerð. Key words: Testicle, tumor, Leydig cell, Reinke crystals, testicle sparing surgery. Mynd 3. Æxlið eftir brottnám (A) og skorið í tvennt (B). TILFELLI MÁNAÐARINS Svar við tilfelli mánaðarins Hér er um að ræða góðkynja Leydigfrumuæxli í eista. Greining fæst á mynd 2 en þar má sjá umfrymisríkar æxlisfrumur sem mynda klasa. Einkennandi eru svokallaðir Reinke kristallar (örvar) sem sjást í umfrymi æxlisfrumna í um þriðjungi þessara tilfella.1 Leydigfrumur eru staðsettar milli sæðispípla eistnanna og seyta karlkyns hormónum, meðal annars testósteróni, andrósteróni og dehýdróepiandrósteróni.1- 2 Leydigfrumuæxli eru algengasta gerð svokallaðra kynstrengs grunnvefsæxla (sex cord stromal tumors). Þau eru sjaldgæf eða 1-3% allra æxla í eistum og því mun sjaldgæfari en kímfrumuæxli (germ cell tumors) sem er helsta mismunagreining.1-3 Aðrar mismunagreiningar eru appendix morgani, eistnalyppubólga, vatnshaull, kólfsæðavíkkun (varicocele), eitilfrumuæxli og sortuæxli. Leydigfrumuæxli geta greinst í öllum aldurshópum en greinast oft milli 5-10 ára og 30-60 ára. Sérstakir áhættuþættir eru ekki þekktir líkt og í kímfrumuæxlum.2 Þessi æxli eru oftast í kringum 3-5 cm á stærð, vel afmörkuð og gulbrún eða gulhvít á lit sem rekja má til lípíða í frumunum (mynd 3). Hjá bömum eru þau ávallt góðkynja en hjá fullorðnum eru 10% þeirra illkynja.2 Leydigfrumæxli seyta oft karlhormónum en einnig er þekkt að þau geti framleitt kvenhormón eins og estrógen.1-2 Helstu einkenni ráðast af aldri sjúklings og hvaða hormónum það seytir. Hjá strákum getur komið fram við testósterónfram- leiðslu snemmbær kynþroski, svo sem stækkun á getnaðarlim, hárvöxtur við kynfæri og stækk- un á vöðvum. Hjá fullorðnum karlmönnum eru einkennin yfirleitt minna áberandi. Ef æxlin fram- leiða estrógen geta brjóst stækkað (gynecomastia), hárdreifing á líkamanum orðið kvenleg og hjá ungum strákum geta kynfæri þroskast óeðlilega. Einnig eru þekkt hjá eldri karlmönnum risvanda- mál, minnkuð kynhvöt og ófrjósemi.1'3 Við skoðun þreifast oft hnúðar djúpt i eist- anu. Leiki vafi á greiningu getur ómskoðun verið hjálpleg. Sést þá ómrýr þétting sem er æðarík við litaflæðisómun, en þéttari og ójafn- ari fyrirferð getur bent til illkynja æxlis.2 Þessi æxli greinast yfirleitt í öðru eistanu en í 3% tilfella eru þau í báðum eistum.1- 2 Illkynja Leydigfrumuæxli eru oft stærri en 5 cm og í þeim sést ífarandi vöxtur, blæðingar og drep.1- 2-4 Þessir sjúklingar geta haft meinvörp í aftan- skinu eitlastöðvum, lifur (45%), lungum (40%) eða beinum (25%).2 Niðurstöður blóðrannsókna hjá sjúklingum með Leydigfrumuæxli eru oft ósértækar, en karlkynshormón og estrógen geta verið hækkuð, eðlileg eða jafnvel lækkuð. Æxlisvísar eins og a-fetoprotein og human chorionic gonadótrópin eru yfirleitt eðlilegir.2 Meðferð felst í brottnámi eistans en eistnasparandi aðgerð kemur einnig til greina, sérstaklega hjá strákum og ungum körlum til að viðhalda frjósemi. Ef æxlið er illkynja er mælt með brottnámi eistans og eitlum í aftanskinurými.1-2-4 Illkynja æxli svara lyfja- og geislameðferð illa og er meðallifun oft um tvö ár.2 I þessu tilfelli var ákveðið að gera eistasparandi aðgerð, enda góðkynja æxli í stöku eista. Tveimur mánuðum frá aðgerð var sjúklingur við góða líðan og testósteróngildi eðlileg. Þetta tilfelli sýnir að æxli í eista geta verið góðkynja og í slíkum tilvikum er hægt að beita eistasparandi aðgerð. Einnig er vert að hafa Ley- digfrumuæxli í huga sem mismunagreiningu ef iimkirtlaeinkenni fylgja eistnameini. Þakkir fær Tómas Guðbjartsson fyrir yfirlestur og góðar ábendingar. Heimildir 1. Jou P, Maclennan GT. Leydig cell tumor of the testis. J Urol 2009; 181: 2299-300. 2. Al-Agha OM, Axiotis CA. An in-depth look at Leydig cell tumor of the testis. Arch Pathol Lab Med 2007; 131: 311-7. 3. Young RH. Testicular tumors—some new and a few perennial problems. Arch Pathol Lab Med 2008; 132: 548-64. 4. Emerson RE, Ulbright TM. Morphological approach to tumours of the testis and paratestis. J Clin Pathol 2007; 60: 866-80. LÆKNAblaðið 2010/96 547
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.