Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 37
Ú R _____UMRÆÐA O G FRÉTTIR PENNA STJÓRNARMANNA LÍ Valentínus Þór Valdimarsson unglæknir valentva@gmail.com Stjórn LÍ Birna Jónsdóttir, formaður Þórarinn Guðnason, varaformaður Sigurveig Pétursdóttir, gjaldkeri Sigríður Ó. Haraldsdóttir, ritari Kristján G. Guðmundsson Ragnar Victor Gunnarsson Sigurður Böðvarsson Valentínus Þór Valdimarsson Valgerður Rúnarsdóttir í pistlunum Úrpenna stjórnarmanna LÍ birta þeir sínar eigin skoðanir en ekki félagsins. Breytingar og skipulag - af málefnum unglækna og skipulagningu heilbrigðiskerfisins Á vormánuðum ákváðu almennir læknar (áður unglæknar) að líta svo á að ráðningarsamningi við Landspítala væri sjálfkrafa rift þegar sjúkrahúsið ákvað nær einhliða að breyta vaktakerfi almennra lækna. Með þessum breytingum átti að breyta kjörum og lífsskilyrðum almennra lækna til hins verra. Aðdragandi þessara breytinga var langur og erfitt reyndist að setjast niður og ræða sameiginlega lausn vandans þar til að í óefni stefndi. Að endingu var lögð fram sú lausn að staldra aðeins við og skipa nefnd um lausn málsins sem valin var af almennum læknum annars vegar og af Landspítala hins vegar. Nokkur tortryggni var í hópnum til þess að byrja með en fljótt tóku málsaðilar að ræða málin á hreinskilinn hátt með sameiginleg markmið í huga. Ég hef fylgst með þessum málum úr fjarska og hef skynjað bjartsýni og ánægju með vinnubrögð nefndarinnar. Niðurstaðna er að vænta fljótlega. Af skipulagningu heilbrigðiskerfisins Árið 1900 ritaði hinn mikli rithöfundur og heimspekingur Leo Tolstoy í bréfi: Okkur finnst öllum að heimurinn ætti að breytast. Enginn leiðir þó hugann að því að við sjálf ættum að vera öðru- vísi. Nýleg óvissa í skipulagi heilbrigðisþjónustu hefur vakið upp töluverða umræðu í þjóðfélaginu. Þarhefurtalsvertbilveriðámilliheilbrigðisráðherra og lækna. Formaður Læknafélags íslands hefur komið fram á sjónarsviðið og verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni, á hún skilið þakkir fyrir það. En hvemig vilja íslenskir læknar sjá skipulag heilbrigðiskerfisins? Erfitt getur verið fyrir íslenska ríkið að ná hallalausum ríkisrekstri nema með hagræð- ingu í heilbrigðismálum. Efnahags- og þróunar- stofnunin, OECD, hefur gefið út skýrslur um hvernig auka megi kostnaðarvirkni (e. cost- effectiveness) í íslenska heilbrigðiskerfinu. Sam- kvæmt skýrslum OECD er hlutur einkaaðila í heilbrigðismálum of lítill. OECD telur einnig að auka þurfi samkeppni, bæta stjórnun á minni heilbrigðisstofnunum, nýta kostnaðarþátttöku betur og að þjónustan sé í of miklum mæli veitt af óþarflega dýrum þjónustuaðilum. Þrátt fyrir þessa vankanta eru gæði heilbrigðiskerfisins góð sé tekið mið af tölum um meðal annars lifun kvenna með brjóstakrabbamein, almennar lífslíkur, lágum nýburadauða og almennu heil- brigði þjóðarinnar.1 Á vormánuðum átti ég ýtarlegt samtal við háttskipaðan embættismann á sviði heilbrigðismála. Embættismaður þessi lýsti fyrir mér gríðarlegum erfiðleikum við að koma að endurskipulagningu á heilbrigðiskerfinu. Samkvæmt honum var geysileg tregða og hræðsla við endurskipulagningu, sameiningu og hagræðingu. Andrúmsloftið litaðist af tortryggni. Hvernig vilja læknar að íslenska heilbrigðis- kerfið sé skipulagt? Hvernig eru samskipti og skipulag sjúkrahúsþjónustu, sérfræðiþjónustu og heilsugæslu í landinu? Hvernig er skipulag og samskipti heilbrigðisþjónustu milli lands- svæða? Hvert er hlutverk landlæknis og annarra eftirlitsaðila? Nú á haustmánuðum mun Lækna- félag íslands setja saman vinnuhópa sem ætlað er að móta stefnu félagsins varðandi skipulag heilbrigðisþjónustu á íslandi. Vinnuhóparnir eiga að skila drögum fyrir aðalfund Læknafélags íslands sem halda á 21. og 22. október nk. Það er einlæg von mín að gagnlegar niðurstöður komi frá vinnuhópunum og síðar aðalfundi. Það er von mín að heilbrigðisráðherra geti notað þessa vinnu Læknafélags íslands til þess að móta heilbrigðiskerfið í nútíð og framtíð. Vonandi breytist heilbrigðiskerfið til hins betra og við með. Suppanz H. Improving Cost-Effectiveness in the Health Care Sector in Iceland, OECD Economics Department Working Papers 2008, No. 645, OECD Publishing. doi: 10.1787/235327525311. Aðalfundur Læknafélags íslands verður haldinn dagana 21. og 22. október í húsnæði læknafélaganna að Hlíðasmára 8 í Kópavogi. LÆKNAblaðið 2010/96 549
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.