Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.2010, Qupperneq 51

Læknablaðið - 15.09.2010, Qupperneq 51
Stefán Þorvaldsson lungnalæknir Sigurður Guðmundsson smitsjúkdómalæknir u M R æ ð u M Á L Þ I N G R 0 G FRÉTTIR U M SÝKLALYF Sýkingar í neðri öndunarvegi Þegar kemur að því að ákvarða meðferð sýkinga í neðri öndunarvegi utan sjúkrahúsa ber að hafa þrennt í huga. Er ábending fyrir sýklalyfjameðferð? Ef svo er, hvaða sýklalyf ber að velja? Er ástæða til að senda sjúkling til meðferðar á sjúkrahús? Abending fyrir sýklalyfjagjöf: Meðhöndla ber alla sem taldir eru vera með lungnabólgu með sýklalyfjum sem fyrst. Ef aðstæður eru fyrir hendi er æskilegt að staðfesta slíkan grun með röntgenmynd, annars byggist greining á lungnahlustun. Ekki er talin ástæða til að rækta hráka við fyrstu meðferð nema við sjúkrahúsinnlögn. Ef ekki er um undirliggjandi sjúkdóm að ræða (langvinn lungnateppa, insúlín- háð sykursýki, taugasjúkdómur, hár aldur, önnur ónæmisbæling) er lítill ávinningur í að meðhöndla berkjubólgu eða hósta með sýklalyfjum. Val á sýklalyfjum: Við fyrsta val á sýklalyfjum beinist meðferð að pneumókokkum sem valda langflestum lífshættulegum lungnabólgum. Sam- kvæmt flestum evrópskum leiðbeiningum er amoxicillín fyrsta val en gripið til tetracyclina eða makrólíða við ofnæmi. Ekki er ástæða til að bæta við klavúlansýru þar sem penicillínónæmi hér á landi byggist yfirleitt ekki á penicillínasaframleiðslu. Ef sjúklingur svarar ekki fyrstu meðferð er rétt að skipta yfir í eða bæta við makrólíða. Þá ætti einnig að hugleiða hrákaræktun og röntgenmyndatöku til staðfestingar á greiningu. Rétt er að endurmeta sjúkling eftir 2-3 daga. Ábending fyrir sjúkrahúsmeðferð: Hér verður klírúskt mat að ráða ferð en styðjast má við svokallað CRB65-skor þar sem gefið er eitt stig fyrir hvert eftirtalinna atriða: C = Confusion eða rugl, R = Respiratory Rate eða öndunartíðni yfir 30/mín, B = Blóðþrýstingur undir 90 í systólu eða 60 í díastólu og 65 stendur fyrir aldur yfir 65 ár. Ef sjúklingur fær tvö eða fleiri stig ber að meðhöndla á spítala þar sem dánartíðni er aukin. Notkun sýklalyfja og heilbrigð skynsemi Eins og fram kemur í inngangi að þeim ágripum erinda málþings um meðferð loftvegasýkinga á Læknadögum 2010 sem hér birtist er lítill vafi á að tilurð sýklalyfja var einn af helstu áföngum sem læknavísindi náðu á síðustu öld. Uppgötvun þeirra trónir þar á tindi ásamt bólusetningum, lækkaðri tíðni og fækkun dauðsfalla úr hjarta- og æðasjúkdómum, stjóm barneigna og bættri heilsu mæðra og barna, svo fátt eitt sé nefnt. Galli er hins vegar á gjöf Njarðar, allur almenningur gerir sér nú grein fyrir því að notkun sýklalyfja veldur sívaxandi ónæmi meðal algengra sýkla. Segja má að svarið við þessum vanda sé einfalt. Ágripin fjalla um þetta, og rauður þráður sem liggur um þau öll er skýr, að takmarka notkun sýklalyfja og nota þau einungis þegar þeirra er þörf. Sýklalyfjanotkun hérlendis er mikil, of mikil, en hefur þó minnkað sem líklega má rekja að nokkru til verðstýringar en ekki síður mikillar umræðu um rétta og skynsama notkun á undanförnum árum og hafa þar ýmsir höfundar ágripanna ekki látið sitt eftir liggja. En er þetta einfalt mál? Nei, því miður. Einfalt er að greina kvefpestir, berkjubólgu, skútabólgu, eyrnabólgu í lítt veikum sjúklingum sem þurfa sjaldast sýklalyfja við. Eigi að síður eru þau of oft gefin, og jafnvel töfratól á borð við mælingu á C-reaktífu próteini hafa þar lítil áhrif á. í dagsins önn leika ýmsir þættir aðrir en skýr og tær þekking á læknisfræði hlutverk. Þar rísa hátt samskipti læknis við sjúkling sinn, vonir hans og væntingar, að ógleymdum leyndum eða ljósum ótta læknisins við mistök. Sýklalyf má ekki nota sem hitalækkandi lyf og enn síður sem róandi lyf fyrir lækninn. Hvernig er brugðist við? Við bætum greiningar- aðferðir, með misjöfnum árangi, en nýjar aðferðir sameindalíffræði og erfðafræði eru þó líklega lausnarsteinar í því efni. Við þurfum skýra stefnu um sýklalyfjanotkun, helst opinbera. Skynsöm (rational) notkun sýklalyfja þarf að verða öllum læknum töm, það er að menn kunni að gefa virkasta og öruggasta sýklalyfið í réttum skammti gegn sýklinum, þó þannig að það hafi sem minnst áhrif á eðlilega bakteríuflóru. Efla þarf klínískar leiðbeiningar og krefjast þess að eftir þeim sé farið. Nauðsynlegt er að halda áfram að fræða almenning um sýklalyf og smitsjúkdóma, þó þannig að fólk fari ekki að óttast lyfjagjöf, sé hennar nauðsynlega þörf. Loks er happadrjúgt að hvetja einfaldlega til heilbrigðrar skynsemi, til notkunar hins klíníska nefs til mats á því hvort sjúklingur sé alvarlega veikur eða ekki. Ef þau ágrip sem hér birtast leiða til þess, er tilgangi þeirra að nokkru náð. LÆKNAblaðið 2010/96 563
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.