Læknablaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 19
FRÆÐIGREINAR
RANNSÓKN
Mat á greiningu og meðferð
bráðrar skútabólgu á þremur
heilsugæslustöðvum
Ágrip
Jón Pálmi
Óskarsson1
heimilislæknir
Sigurður
Halldórsson2
heimilislæknir
Lykilorð: skútabólga, greining,
meðferð, sýklalyf.
’Heilbrigðisstofnuninni
Hvammstanga,
2Heilbrigðisstofnun
Þingeyinga, Kópaskeri.
Fyrirspurnir og bréfaskipti
Jón Pálmi Óskarsson,
Heilbrigðisstofnuninni
Hvammstanga
feitikallinn@gmail. com
Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að
meta greiningu og meðferð bráðrar skútabólgu
á þremur heilsugæslustöðvum á Norður- og
Austurlandi, með áherslu á sýklalyfjanotkun.
Aðferðir og efniviður: Gerð var leit í SÖGU
að þeim sem greindust með bráða skútabólgu
(ICD 10 J01.0, J01.9) á heilsugæslustöðvunum
á Akureyri, Egilsstöðum og Húsavík árið 2004.
Síðan voru allir viðkomandi samskiptaseðlar
skoðaðir og lykilatriði við greiningu og meðferð
skráð. Til að fá sem jafnasta dreifingu á fjölda var
einungis þriðjungur tilfella á Akureyri tekinn með
í reikninginn (fyrstu tíu dagar hvers mánaðar).
Upplýsingasöfnun fór fram í febrúar 2006.
Niðurstöður: Heildarfjöldi tilfella var 468.
Nýgengi bráðrar skútabólgu mældist 3,4 á hverja
100 íbúa á ári. Fylgni við greiningarskilmerki
bakteríuskútabólgu samkvæmt erlendum
klínískum leiðbeiningum var lítil. Mikill munur
kom í ljós milli staða í notkun myndgreiningar
(Húsavík 24%, Akureyri 6%, Egilsstaðir 3%).
Sjúkdómurinn var greindur í gegnum síma í 28%
tilvika (Húsavík 38%, Akureyri 32%, Egilsstaðir
10%). Yfir 90% greindra voru meðhöndluð með
sýklalyfjum, óháð tímalengd einkenna. Oftast
voru notuð sýklalyfin doxýcýklín (36,7%) og
amoxicillín (36,7%).
Alyktanir: Nýgengi bráðrar skútabólgu virðist
sambærilegt því sem gerist í öðrum vestrænum
löndum. Bráð skútabólga af völdum baktería
er sennilega ofgreind, og notkun sýklalyfja er
úr öllu samhengi við klínískar leiðbeiningar.
Niðurstöðurnar styðja þá tilgátu að læknar
hneigist til að líta á bráða skútabólgu sem
bakteríusýkingu og meðhöndli hana í samræmi
við það.
Inngangur og fræðilegur bakgrunnur
Sýkingar í efri öndunarvegum eru með allra
algengustu vandamálum sem heimilislæknar
fást við. Fullorðnir fá kvef tvisvar til þrisvar
sinnum á ári að meðaltali og börn sex til átta
sinnum. Gwaltney og félagar sýndu fram á
með tölvusneiðmyndatöku að 87% fólks með
kvef eru einnig með ertingu í skútum og þar af
leiðir að kvef er í raun réttri nef- og skútabólga
(viral rhinosinusitis) en ekki bara nefbólga (viral
rhinitis).1 Erfitt er að greina á milli einfaldra
efri öndunarfærasýkinga (kvefs) og bráðrar
skútabólgu af völdum baktería. Talið er að um
0,5-2% af þessum efri öndunarfærasýkingum
hafi bakteríusýkingu í skútum í för með sér.2-3
Einkenni og teikn sem styðja greininguna
bakteríuskútabólga eru nokkur. Sænskar leið-
beiningar frá 2005 tilgreina sérstaklega þrjú
höfuðeinkenni, auk veikinda í meira en 10 daga:
Litað nefrennsli, andlits-/höfuðverkur og tvífasa
sjúkdómsmynd (versnun eftir 5-7 daga).4 Besta
leiðin til að greina skútabólgu af völdum baktería
er að taka sýni með ástungu.5 Þessi aðferð er
ekki hentug á heilsugæslustöðvum þar sem hún
er óþægileg fyrir skjólstæðing, tímafrek og ekki
með öllu hættulaus. Almennt er ekki mælt með
greiningu með röntgenmyndatöku eða ómun
vegna lágs sértækis (specificity).5'8 Hækkun á CRP
(C-Reactive Protein) og sökki í blóði getur gefið
vísbendingar um bakteríusýkingu í skútum; næmi
(sensitivity) er hátt en sértæki hins vegar fremur
lágt.7
Ef marka má erlendar rannsóknir hitta
heimilislæknar naglann á höfuðið í einungis
40-50% þeirra tilfella sem þeir greina sem bráða
bakteríuskútabólgu.1,5-9 Samkvæmt bandarískri
rannsókn hefur litað nefrennsli og fyrri saga um
skútabólgu auk bankeymsla yfir skútum mest um
það að segja að greiningin skútabólga verður fyrir
valinu. í þeirri rannsókn fengu 98,4% greindra
sýklalyf.10
Vaxandi áhyggjur eru í dag af ofnotkun sýkla-
lyfja, ekki síst við öndunarfærasýkingum og þar
af leiðandi vaxandi ónæmi algengra sýklastofna
gegn lyfjum.
Þær bakteríur sem valda sýkingu í skútum
eru einkum tvær: Streptococcus pneumoniae og
Haemophilus influenzae,2’4'7'11'12 og skal taka mið
LÆKNAblaðið 2010/96 531