Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 64

Læknablaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 64
■ UMRÆÐA 0 G FRÉTTIR LÍFEYRISSJÓÐUR Ábending um grein um lífeyrisgreiðslur Gunnar Baldvinsson framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins í Læknablaðinu 7-8/2010 er umfjöllun um lífeyrisgreiðslur úr Almenna lífeyrissjóðnum og af því tilefni rætt við Tryggva Ásmundsson lækni. í inngangi greinarinnar og viðtali við Tryggva gætir misskilnings, sem nauðsynlegt er að leiðrétta. Það er rangt að ákvarðanir stjórnar Almenna lífeyrissjóðsins séu harðlega gagnrýndar í Rannsóknarskýrslu Alþingis. í skýrslunni er ekkert fjallað sérstaklega um Almenna lífeyrissjóðinn og ákvarðanir stjórnar hans. Skýrslan fjallar hins vegar nokkuð um notkun lífeyrissjóða á afleiðusamningum til að draga úr sveiflum á ávöxtun erlendra verðbréfa í krónum og dregur í efa að það hafi verið rétt hjá lífeyrissjóðum að gera það. Stjórn Almenna lífeyrissjóðsins tók ekki stöðu með krónunni eins og Tryggvi segir. Samkvæmt fjárfestingarstefnu notaði sjóðurinn gjaldeyrisvarnir til að draga úr sveiflum í ávöxtun af erlendum verðbréfum og til að verja sjóðinn fyrir falli á erlendum verðbréfum í íslenskum krónum. Skuldbindingar sjóðsins eru í íslenskum krónum en erlendar eignir í öðrum myntum. Með gjaldeyrisvörnum var stefnt að því að draga úr sveiflum vegna flökts á gengi gjaldmiðla og koma í veg fyrir að erlendar eignir lækkuðu í íslenskum LEDIGE STILLINGER BR0NN0Y HELSE- OG VELFERDSSENTER 3 kommunalt ansatte fastleger Opplysninger om stillingene kan fás hos: Avdelingsleder Jorn Georg Johansen, tlf. +47 75 01 24 07 Kommuneoverlege Tore Dahl, tlf. +47 75 01 24 00. Soknadsfrist: 22.09.10. Merk soknaden 10/3567. Sok elektronisk via www.jobbnorge.no eller www.bronnoy.kommune.no, hvor du ogsá finner fullstendig annonsetekst. BR0NN0Y KOMMUNE krónum ef krónan styrkist gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Eðli gjaldeyrisvarna er að sjóðurinn verður fyrir minna tjóni ef erlendar eignir lækka í íslenskum krónum við styrkingu eða hagnast minna ef erlendar eignir í íslenskum krónum hækka við veikingu krónunnar. Gjaldeyrisvarnir eru ekki ókeypis og til lengri tíma verður alltaf tap af vamarsamningum sem nemur kostnaði við þá og því gera fjárfestar eingöngu svona samninga ef þeir telja það meira virði að draga úr sveiflum. Vegna jákvæðs vaxtamunar við útlönd voru varnarsamningar hins vegar sérstaklega hagstæðir á árunum 2004- 2008 og skiluðu fjárfestum vöxtum. Það þýddi að krónan mátti veikjast um allt að 10% áður en fjárfestar greiddu kostnað fyrir samningana. Árið 2008 veiktist íslenska krónan mikið gagnvart öðrum gjaldmiðlum og mest eftir að íslensku viðskiptabankamir féllu í október. Eftir að bankamir féllu gátu lífeyrissjóðir ekki lokað neinum samningum og því myndaðist mikið tap af þeim sé reiknað með gengi á gjalddaga. Lífeyrissjóðir telja að alger forsendubrestur hafi orðið við fall bankanna en hafa boðist til viðræðna um uppgjör miðað við gengi krónunnar þegar bankarnir féllu. Almenni lífeyrissjóðurinn hefur bókfært samningana miðað við verstu mögulegu niðurstöðu og er bókfært tap um 6,3% af eignum sjóðsins. Náist samningar um uppgjör miðað við gengi við fall viðskiptabankanna lækkar tapið í 2,7%. Þrátt fyrir að sjóðurinn hafi í varúðarskyni gjaldfært tap af samningunum með þessum hætti er alveg óvíst hvort að sjóðnum beri lagaleg skylda til að gera samningana upp og þá með hvaða hætti. Því miður hefur Almenni lífeyrissjóðurinn þurft að skerða lífeyrisgreiðslur eftir efnahagshrunið eða um 10% vegna slæmrar afkomu árið 2008 og um 12% vegna ársins 2009. Ástæðan fyrir því er að eignir sjóðsins hafa rýmað vegna efnahagsáfallsins. Eignarýrnun er mest vegna taps af fjárfestingum í innlendum skráðum verðbréfum. Rétt er að hafa í huga að lífeyrisgreiðslur eru verðtryggðar og hækka mánaðarlega með breytingu á vísitölu neysluverðs. Árið 2008 hækkuðu lífeyrisgreiðslur um 16,8% og árið 2009 um 8,6% vegna verðbólgu eða samtals um 26,8%. Eftir skerðingu hækkuðu lífeyrisgreiðslur því um 6% nettó en á sama tíma stóðu heildarlaun hjá fullvinnandi launamönnum í stað. Laun stjómar Almenna lífeyrissjóðsins hafa verið óbreytt frá árinu 2007 og því rýmað um 26,8% að raungildi. Til langs tíma breytast lífeyrisréttindi og 576 LÆKNAblaðiö 2010/96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.