Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 16
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN út frá einkennum, holspeglun, myndgreiningu eða öðrum aðferðum. Fjöldi slíkra tilfella er þó hverfandi því þótt aðrar aðferðir geti vakið grun um sýkingu er sá grunur yfirleitt staðfestur með eiturefnaprófi í hægðasýni. Vegna hins mikla fjölda sýkinga var of viðamikið að fara yfir sjúkragögn allra sem greindust með C. difficile niðurgang árin 1998- 2008 og takmarkar það rannsóknina nokkuð. A hinn bóginn gefur þessi rannsókn sterkar vísbendingar um að alvarleiki þessara sýkinga hafi ekki aukist hér á landi, gagnstætt því sem gerst hefur í nágrannalöndum okkar. Mánuðimir janúar og júní voru valdir þar sem langt er á milli mánaðanna, annar endurspeglar sýkingar að sumarlagi og hinn að vetrarlagi. Fæstar sýkingar voru greindar í júní en næstflestar í janúar. Með þessu vali er því talið að þversnið hafi fengist af heildarþýðinu. Það má hins vegar velta því upp hvort betra hefði verið að slembivelja úrtakið. Eins og áður segir eru tíðnitölur fyrir sjúkdóminn ekki til á Islandi. Niðurstöður þessarar rannsóknar veita því nýjar og ágætar upplýsingar um þróun C. difficile sýkinga á Landspítala og vísbendingu um stöðuna á landsvísu. Enda þótt nýgengi sýkinga hafi aukist er ljóst að við búum enn við mun lægri sýkingatíðni en til að mynda í Bandaríkjunum og Kanada þar sem nýgengið hefur margfaldast síðastliðinn áratug vegna tilkomu meinvirkari stofna.24,25 Enginn sjúklingur í okkar rannsókn þurfti að gangast undir aðgerð vegna C. difficile sýkingar og langflestir náðu bata eftir staka sýklalyfjameðferð með metrónídazóli. I þeim tilfellum er sjúklingar létust í sömu legu og C. difficile sýking greindist var sýkingin ekki aðaldánarorsökin. Þessar niðurstöður benda því ekki til þess að meinvirkari stofnar C. difficile hafi náð útbreiðslu á íslandi enn sem komið er en hætta er á að þeir berist hingað á næstu árum. Nauðsynlegt er að hafa eftirlit með faraldsfræði þessa sjúkdóms innan veggja spítalans og æskilegt að aðstaða sé fyrir hendi til þess að stofngreina bakteríur sem valda alvarlegum sýkingum. Hvort tveggja er forsenda þess að unnt sé að bregðast tímanlega við er meinvirkari stofnar hefja innreið sína hér á landi. Þakkir Gunnhildur Jóhannsdóttir, skrifstofustjóri á skurðlækningasviði Landspítala, fær þakkir fyrir ýmsa hjálp þann tíma sem á rannsókninni stóð. Starfsfólki sýklafræðideildar eru færðar þakkir fyrir hjálp við öflun gagna fyrir rartnsóknina. Einnig fær starfsfólk skjalasafns Landspítala í Vesturhlíð þakkir fyrir hjálp við öflun sjúkraskráa. Heimildir 1. Kuijper EJ, Coignard B, Tíill P. Emergence of Clostridium Difficile-Associateá Disease in North America and Europe. Clin Microbiol Infect 2006; 12 Suppl 6: 2-18. 2. Goorhuis A, Bakker D, Corver J, et al. Emergence of Clostridium Difficile Infection due to a New Hypervirulent Strain, Polymerase Chain Reaction Ribotype 078. Clin Infect Dis 2008; 47:1162-70. 3. Wamy M, Pepin J, Fang A, et al. Toxin Production by an Emerging Strain of Clostridium Difficile Associated with Outbreaks of Severe Disease in North America and Europe. Lancet 2005; 366:1079-84. 4. Hookman P, Barkin JS. Clostridium Difficile Associated Infection, Diarrhea and Colitis. World J Gastroenterol 2009; 15:1554-80. 5. Miller MA. Clinical Management of Clostridium Difficile- Associated Disease. Clin Infect Dis 2007; 45 Suppl 2: S122-8. 6. Gerding DN, Muto CA, Owens RC Jr. Measures to Control and Prevent Clostridium Difficile Infection. Clin Infect Dis 2008; 46 Suppl 1: S43-9. 7. Owens RC Jr, Donskey CJ, Gaynes RP, Loo VG, Muto CA. Antimicrobial-Associated Risk Factors for Clostridium Difficile Infection. Clin Infect Dis 2008; 46 Suppl 1: S19-31. 8. Hardt C, Bems T, Treder W, Dumoulin FL. Univariate and Multivariate Analysis of Risk Factors for Severe Clostridium Difficile-Associateá Diarrhoea: Importance of Co-Morbidity and Semm C-Reactive Protein. World J Gastroenterol 2008; 14: 4338-41. 9. Bartlett JG, Gerding DN. Clinical Recognition and Diagnosis of Clostridium Difficile Infection. Clin Infect Dis 2008; 46 Suppl 1: S12-8. 10. Bartlett JG. Historical Perspectives on Studies of Clostridium Difficile and C. Difficile Infection. Clin Infect Dis 2008; 46 Suppl 1: S4-11. 11. McFarland LV, Surawicz CM, Greenberg RN, et al. A Randomized Placebo-Controlled Trial of Saccharomyces Boulardii in Combination with Standard Antibiotics for Clostridium Difficile Disease. JAMA 1994; 271:1913-8. 12. Aas J, Gessert CE, Bakken JS. Recurrent Clostridium difficile Colitis: Case Series Involving 18 Patients Treated with Donor Stools Administered via a Nasogastric Tube. Clin Infect Dis 2003; 36: 580-5. 13. Koss K, Clark MA, Sanders DS, Morton D, Keighley MR, Goh J. The Outcome of Surgery in Fulminant Clostridium Difficile Colitis. Colorectal Dis 2006; 8:149-54. 14. Hall JF, Berger D. Outcome of Colectomy for Clostridium Difficile Colitis: A Plea for Early Surgical Management. Am J Surg 2008; 196: 384-8. 15. www.hagstofan.is - Mannfjöldatölur 16. www.landspitali.is - Starfsemisupplýsingar 2006 17. www.landspitali.is - Starfsemisupplýsingar 2008 18. www.landspitali.is - Arsskýrslur Ríkisspítala 1999 19. www.landspitali.is - Ársskýrslur Sjúkrahúss Reykjavíkur 1999 20. Bartlett JG. Clinical Practice. Antibiotic-Associated Diarrhea. N Engl J Med 2002; 346: 334-9. 21. Ghantoji SS, Sail K, Lairson DR, Dupont HL, Garey KW. Economic Healthcare Cost of Clostridium Difficile Infection: A Systematic Review. J Hosp Infect 2009; rafræn útgáfa fyrir prentun. 22. Gerding DN, Muto CA, Owens RC Jr. Treatment of Clostridium difficile Infection. Clin Infect Dis 2008; 46 Suppl 1: S32-42. 23. www.lyfjastofnun.is - Lyfjaupplýsingar 24. Pepin J, Valiquette L, Álary ME, et al. Clostridium Difficile- Associated Diarrhea in a Region of Quebec from 1991 to 2003: A Changing Pattem of Disease Severity. CMAJ 2004; 171:466- 72. 25. Zilberberg MD, Shorr AF, Kollef MH. Increase in Adult Clostridium Difficile-Relateá Hospitalizations and Case- Fatality Rate, United States, 2000-2005. Emerg Infect Dis 2008; 14: 929-31. 528 LÆKNAblaðiö 2010/96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.