Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 47
U M R Æ Ð U M Á L Þ I N G R O G FRÉTTIR U M SÝKLALYF Notkun sýklalyfja við öndunarfæra- sýkingum utan sjúkrahúsa - af málþingi á Læknadögum sýkinga er sjaldnast vitað hver orsökin er og því grundvallaratriði að valið sé sýklalyf sem virkar vel á pneumókokkana. Ónæmi þessara baktería fyrir sýklalyfjum hefur vaxið mikið síðastliðna tvo áratugi og er breytilegt milli landa og landssvæða. Á íslandi fundust pneumókokkar með minnkað penicillínnæmi fyrst árið 1989 og fjölgaði mjög á árunum 1990-1995/ en síðan fór þeim fækkandi til ársins 2001 (sjá mynd 2.). Frá árinu 2004 hefur fjölónæmum pneumókokkum af hjúpgerð 19F fjölgað gríðarlega, en þeir eru með minnkað penicillínnæmi og alveg ónæmir fyrir erytrómýsíni, tetracýklíni og trímetóprím-súlfa. Sem betur fer eru þeir ekki alveg ónæmir fyrir penicillínlyfjunum og því ætti stungulyfjameðferð eða háskammta amoxicillínmeðferð um munn yfirleitt að vera fullnægjandi í öndrmarfærasýkingum. Ekki er verjandi að nota erytrómýsín, tetracýklín eða trímetóprím-súlfalyf sem empíríska meðferð eina og sér á höfuðborgarsvæðinu því ónæmishlutfall pneumókokka fyrir þeim var 43%, 40% og 46% árið 2009 (heimasíða sýklafræðideildar www.landspitali.is). Streptococcus pyogeties (hemólýtískir streptó- kokkar af flokki A) eru alltaf næmir fy rir penicil- líni, en næmi þeirra fyrir erytrómýsíni hefur verið talsvert breytilegt á milli ára (5% ónæmi árið 2009). Hlutfall beta laktamasamyndandi Haemophilus influenzae stofna hefur verið nokkuð stöðug á síðasta áratug (14-18%). 1. Kristinsson KG. Epidemiology of penicillin resistant pneumococci in Iceland. Microb Drug Resist 1995; 1: 121-5. Miðeyrnabólgur og sýklalyf Vilhjálmur Ari Arason heimilislæknir Miðeymabólga (otits media) er bólga í miðeyra. Flest börn fá bráða miðeyrnabólgu (acute otits media) á fyrstu aldursárunum og sum oft, jafnvel frá nokkurra mánaða aldri. Vandamál tengt eymabólgu er algengasta ástæða fyrir komu barns til læknis á Vesturlöndunum/ Rannsóknir á seinni árum sýna að flestar bráðar miðeyrnabólgur lagast jafnvel af sjálfu sér (80-90%) án sýklalyfjameðferðar á nokkrum dögum.2 Erlendar rannsóknir hafa einnig sýnt að nýjar bakteríur sem fylla í skarðið í nefkoksflórunni, til dæmis eftir sýklalyfjameðferð, eru líklegri til að valda sýkingu.3 Auk þess fylgja sýklalyfjameðferð ýmsar aukaverkanir. Eyrnabólgur valda oft skertum lífsgæðum barna, áhyggjum hjá foreldrum, andvökunóttum og vinnutapi. Þrýstingur á meðferð er því oft mikill/ Margföldunaráhrif á sýklalyfjaónæmi I íslenskri rannsókn vora kannaðar ávísanavenjur lækna á sýklalyf fyrir börn og áhrif metin á þróun sýklalyfjaónæmis baktería í nefkoki hjá þeim á árunum 1993-2003. Sýklalyfjanotkun vegna eyrnabólgu skýrði yfir 50% heildarnotkunar hjá börnum undir 7 ára aldri. Með hverri sýklalyfjameðferð vegna bráðrar miðeymabólgu 4-5 faldaðist áhættan á að barn smitaðist og bæri fyrstu vikurnar á eftir penicillín ónæma pneumókokka (lágmarksheftistyrkur, MIC >0,1 mg/L) í nefkoki en um 30% barna báru þá þessa stofna/ Ný alþjóðleg greiningarleit styður þá tilgátu að áhrifin vari í marga mánuði.4 Minnkuð sýklalyfjanotkun Á sumum stöðum á landinu tókst að draga úr sýklalyfjanotkun um 2/3 á tímabilinu og notkun hljóðhimnuröra minnkaði. Vísbendingar voru um að bæta mætti eyrnaheilsu með minni notkun sýklalyfja. Jafnframt var sýnt fram á að skilningur foreldra á skynsamlegri notkun sýklalyfja skiptir miklu máli/ Ókostir sýklalyfjameðferðar geta þannig verið meiri en kostirnir, bæði fyrir einstaklinginn og þjóðfélagið.1'5 Nýjar leiðbeiningar Nýjar klínískar leiðbeiningar landlæknis6 um meðferð bráðrar miðeyrnabólgu byggjast að hluta á alþjóðlegum leiðbeiningum, svo sem frá breskum heil- brigðisyfirvöldum (NICE) um meðferð vægra loftvegasýkinga.2 Þær hvetja til íhaldssemi við val á sýklalyfjum. Ráðlagt er að bíða með sýklalyfjameðferð fyrstu dagana nema einkennin séu slæm og nota frekar verkjalyf (paracetamól) eftir þörfum. Forsendur leiðbeininganna er gott aðgengi að heilsugæslu, ráðgjöf og fræðslu ásamt möguleika á eftirfylgd á næstu dögum ef einkenni lagast ekki. Heimildir 1. Arason VA. Use of Antimicrobials and Carriage of Penicillin-Resistant Pneumococci in Children. Repeated cross-sectional studies covering 10 years. PhD thesis University of Iceland 2006. www. hirsla.lsh.is 2. Clinical guideline. Respiratory tract infections - antibiotic prescribing. Prescribing of antibiotics for self-limiting respiratory tract infections in adults and children in primary care. (CG 69) National Institute of Health and Clinical Excellence, 2008. 3. Syrjanen RK, Auranen KJ, Leino TM, Kilpi TM, Makela PH. Pneumococcal acute otitis media in relation to pneumococcal nasopharyngeal carriage. Pediatr Infect Dis J 2005; 24: 801-11. 4. Costelloe C, Metcalfe C, Lovering A, Mant D, Hay AD. Effect of antibiotic prescribing in primary care on antimicrobial resistance in individual patients: systematic review and meta-analysis. BMJ 2010; 340: c2096. 5. Arason VA, Sigurdsson JA. The problems of antibiotic overuse; Acute Otitis Media among Children and Resistance Development in the Community. Scand J Prim Health Care 2010; 28: 65-6. 6. Arason VA, Helgason S, Guðmundsson S, Jónsson H. Bráð miðeymabólga og meðferð. Klínískar leiðbeiningar. Landlæknisembættið 2009. LÆKNAblaðið 2010/96 559
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.