Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 45
H UMRÆÐA 0 G FRÉTTIR EIÐURSVÍSINDAMAÐUR má orða þannig að lífsgæði sjúklings með lungnakrabbamein eru yfirleitt ekki skert nema í tiltölulega stuttan tíma, rétt undir andlátið. Sjúklingur með langvinna lungnateppu lifir mun lengur með sjúkdóminn en lífsgæðin eru skert verulega í mun lengri tíma. Þrátt fyrir að lyf geri visst gagn og slái á einkenni hefur ekki orðið stórvægileg framför í meðferð langvinnrar lxmgnateppu á undanförnum árum. Við breytum ekki gangi sjúkdómsins nema að litlu leyti. Greining á sér yfirleitt stað fremur seint á sjúkdómsferlinu og meðferð hefur því tiltölulega lítil áhrif. Flestir inniliggjandi sjúklingar lungnadeildar eru með langvinna lungnateppu, mun fleiri á hverjum tíma en krabbameinssjúklingar." Evrópukönnunin 1990 leiddi í ljós að 40% fólks á aldrinum 20-44 ára reykti að staðaldri. „ísland var í þeim tíma í öðru sæti N-Evrópuþjóða með algengi reykinga í þessum aldurshópi. Ekki tók betra við þegar algengi óbeinna reykinga var skoðað en þar voru Islendingar í fremur vafasömu heiðurssæti. Á sama tíma mátti maður hlusta á opinbera aðila tala digurbarkalega um að Islendingar væru fremstir meðal þjóða í reykingavömum. í rannsóknunum árið 2000 og síðar hafði vissulega dregið úr reykingunum en við vorum þó meðal fremstu reykingaþjóða N-Evrópu. BOLD rannsóknin árið 2004 leiddi í ljós að íslenska konan skipaði heiðurssætið því 61% íslenskra kvenna reyktu eða höfðu reykt." Þórarinn er ómyrkur í máli þegar hann ræðir um reykingamar og afleiðingar þeirra. Hann bendir á að þrátt fyrir að dregið hafi talsvert úr reykingum meðal þjóðarinnar í heild á undanförnum árum staðfesti kannanir að meðal yngstu aldurshópanna, unglinga, hefur ekki dregið úr reykingum í sama mæli og hjá eldri hópunum. „Hér erum við að tala um aldurshópinn 12-18 ára sem ekki hefur einu sinni leyfi til að kaupa tóbak. Við virðumst búa við það einkennilega ástand á Islandi að aðgengi barna og unglinga að tóbaki er ótrúlega auðvelt og alltof margir byrja að reykja á unglingsaldri og reyna síðan á þrítugs- eða fertugsaldri að hætta reykingum. Það hefur vakið furðu mína og margra annarra heilbrigðisstarfsmanna hversu mikil andstaða virðist vera í hópi stjórnmálamanna við ákveðnara og afdráttarlausara banni við sölu á tóbaki. Það hefur margsannast erlendis á undanförnum árum og áratugum að tóbaksframleiðendur hika ekki við að bera fé á þá sem bera ábyrgð á reglusetningu um tóbaksvarnir og það væri verðugt rannsóknarefni að kanna hvort því sé á annan veg farið hér á landi." Mikilvægt að greina sjúkdóminn fyrr Greining langvinnrar lungnateppu er að sögn Þórarins mjög ábótavant. „Langvinna lungnateppu má greina með einföldu blástursprófi og það er í rauninni óskiljanlegt að blástursprófið sé ekki löngu orðinn sjálfsagður hluti af almennri heilsufarskoðun fólks sem kemur á heilsugæsluna. Hingað á lungnadeildina koma sjúklingar með langt gengna lungnateppu sem hafa aldrei á æfinni tekið blásturspróf en fengið endurtekna sýklalyfjakúra hjá heimilislækni vegna öndunarfæraeinkenna. Að þessu leyti stöndum við langt að baki þeim þjóðum sem við viljum helst bera okkur saman við. Hér er um að ræða samvinnuverkefni okkar og heilsugæslunnar en þó vil ég leggja alla áherslu á að mikilvægast af öllu er að draga úr reykingum með öllum tiltækum ráðum. Blásturspróf ætti að vera búið að framkvæma á öllum sem orðnir eru fertugir og þeim sem sýna einkenni á að fylgja eftir uppfrá því. Með þessu gætum við haldið niðri sjúkdómnum og værum að fá færri sjúklinga til meðferðar með ómeðhöndlaða langvinna lungnateppu á lokastigi." Þórarinn segir að auk þeirra kannana sem þegar eru nefndar hafi verið gerð könnun á langvinnri lungnateppu á íslandi í samanburði við hin Norðurlöndin og birtar um það firrrm greinar undir forystu Gunnars Guðmundssonar lungnalæknis. „Það er mikil þörf á að rannsaka betur langvinna lungnateppu og vonandi tekst okkur að virkja til þess ungt fólk. Það skiptir meginmáli að við getum boðið unga fólkinu samkeppnishæft umhverfi sem stenst samanburð við það sem er á norrænum háskólasjúkrahúsum. Framtíðin felst í menntun unga fólksins og það er ánægjulegt að áherslan í háskólaumhverfinu er á að ungt fólk hefji snemma rannsókna- og vísindaferil sinn til að ná árangri. Sjálfur var ég kominn vel á fertugsaldur þegar ég birti mína fyrstu vísindagrein en við viljum að unga fólkið í dag sé komið mun fyrr af stað." Leiðrétting I Læknablaðinu í júlí síðastliðnum, í umfjöllun Þorkels Jóhannessonar um mynd mánaðarins, var föðumafn Magnúsar prófessors í lyfjafræði ranghermt en hann er Jóhannsson. Blaðið biðst velvirðingar á þessu. LÆKNAblaðið 2010/96 557
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.