Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 15
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN tímabundin aukin árvekni heilbrigðisstarfsfólks eða faraldrar innan stakra deilda myndi hluta toppsins. Frekari rannsókna er þörf ef útskýra á breytilegt nýgengi til fulls. Aukning í innsendum sýnum undanfarin 11 ár vekur einnig athygli. Hún stafar mögulega af aukinni árvekni heilbrigðisstarfsfólks gagnvart C. difficile sýkingum vegna fregna af aukinni tíðni og alvarleika sjúkdómsins í löndunum í kringum Island. Ekki kemur á óvart að nýgengi er hæst í fólki yfir áttræðu. Með vaxandi aldri aukast líkur á ýmsum öðrum sjúkdómum, spítalalegu, dvöl á stofnunum og lyfjagjöf sem auka sýkingarhættu. Alls voru 369 jákvæðu sýnanna árin 1998-2008 flokkuð sem óþörf aukasýni. Ymsar ástæður liggja að baki því að þessi sýni eru tekin. Stundum eru tekin þrjú hægðasýni í röð og þau send á sama tíma til sýklafræðideildar. Það er gert til þess að minnka líkur á að missa af sýkingu vegna falsks neikvæðs eiturefnaprófs. Til þess að draga úr kostnaði sem þessu fylgir væri skynsamlegra að senda eitt sýni í einu þar sem ekki er þörf á fleiri sýnum eftir að eitt hefur reynst jákvætt. Einnig er nokkuð um að hægðasýni séu send til sýklafræðideildar til þess að athuga árangur meðferðar við C. difficiie sýkingu. Niðurstöður eiturefnaprófa á slíkum sýnum eru ekki gagnlegar. Þær geta verið afvegaleiðandi þar sem þriðjungur þeirra, sem hafa náð fullum bata með sýklalyfjum, skilur eiturefni C. difficile út í hægðum í einhvern tíma eftir meðferð.20 Aukin fræðsla til lækna um rétta notkun prófsins er því við hæfi. Rannsókn á sýkingum í janúar og júní var afturskyggn og var erfitt að finna þau gögn sem ætlunin var að safna. Flestir höfðu tekið sýklalyf fyrir C. difficile sýkingu. Notkun penicillína, kefalósporína og flúórókínólóna var áberandi hjá þessum einstaklingum en það er svipað því sem þekkt er annars staðar í heiminum.7 Ekki kemur heldur á óvart að flestir voru greindir í spítalalegu en rétt tæplega helmingur sýkinganna (47%) voru spítalasýkingar eða 112/237. Einnig vekur sérstaka athygli hversu mikil aukning er á tíðni sýkinganna ef miðað er við legudagafjölda á sjúkrahúsinu. Þær niðurstöður endurspegla þá þróxm sem átt hefur sér stað á undanförnum árum í rekstri sjúkrahúsa á Vesturlöndum, að legudögum fækkar, en sjúklingar eru veikari meðan á dvöl þeirra stendur og hætta á spítalasýkingum því meiri. Nýlegar rannsóknir benda til þess að aukakostnaður vegna frumsýkingar með C. difficile sé 5.243 - 8.570 Bandaríkjadalir en 13.655 dalir fyrir þá sem fengu bakslög.21 Því er ljóst að til mikils er að vinna við að halda tíðninni í lágmarki. Vert er að veita því athygli að langalgengasta einkenni sýkingar er niðurgangur og í sumum tilfellum er hann eina einkenni sýkingar. Þó er líklegt að vanskráning annarra einkenna geri minna úr hlut þeirra en hann í raun og veru er. Þá ber einnig að hafa í huga hversu lágt hlutfall sjúklinga hefur hita og hækkuð hvít blóðkom þrátt fyrir sýkingu. Hins vegar er líkamshiti ekki alltaf færður samviskusamlega inn í sjúkraskrá og í nokkrum tilfellum voru upplýsingar um blóðrannsóknir ekki til staðar. Niðurstöður okkar sýna að metrónídazól er fyrsti meðferðarkostur við C. difficile sýkingum á Islandi og virðist duga til lækningar í flestum tilvikum. Fjöldi þeirra sem fengu aðra meðferð en metrónídazól var ekki nægilega mikill til þess að hægt væri að bera saman við árangur annarrar meðferðar. Metrónídazól er víðast hvar talið kjörlyf við vægari C. difficile sýkingum auk þess að samkvæmt leiðbeinandi lyfjaverði Lyfjastofnunar íslands er meðferð með metrónídazóli meira en fimmfalt ódýrari en meðferð með vankómýcíni.22'23 Markmið rannsóknarinnar var að skýra frá þróun C. difficile sýkinga árin 1998-2008 á Landspítala og athuga hvort alvarlegri sýkingar hafi greinst hér á síðari árum. Ekki voru tekin með sýni sem send voru sýklafræðideild frá öðrum stöðum. Gagnagrunnur sýklafræðideildar reyndist innihalda mun áreiðanlegri upplýs- ingar um umfang þessara sýkinga en útskriftar- greiningar, því C. difficile sýking var aðeins skráð í útskriftargreiningu 37 (20%) þeirra einstaklinga í okkar úrtaki sem greindir voru með sýkinguna í spítalalegu. Sýkingin er því mjög vantalin í sjúklingabókhaldi spítalans. Með því að fara eftir gagnagrunni sýklafræðideildar er unnt að missa af tilfellum sem einungis eru greind Mynd 3. Fjöldi C. difficile sýkinga á Landspítala eftir tnánuöum og á hverjar 10.000 innlagnir í tilteknum mánuði árin 1998-2008. LÆKNAblaðið 2010/96 527
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.