Læknablaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 46
U M R Æ Ð U R
M Á L Þ I N G
U
O G
M
F R É T T I R
SÝKLALYF
Syngur hver
með sínu nefi?
Jón Steinar
Jónsson
heimilislæknir
Michael
Clausen
barnalæknir
Inngangur
Alkunna er meðal lækna hvernig notkun breiðvirkra sýklalyfja getur haft áhrif á tilurð ónæmra
bakteríustofna, til að mynda í öndunarvegum. Þróun sýklalyfjaónæmis er mikið áhyggjuefni. Dæmi
eru um að sett hafi verið markmið á landsvísu til að ná aðhaldi í notkun sýklalyfja til að stemma stigu
við ónæmi algengra öndunarfærabaktería. Engum blöðum er um það að fletta að tilkoma sýklalyfja
fyrir miðja síðustu öld var eitt af mestu framfaraskrefum í læknisfræði. En óvarleg notkun sýklalyfja
kann að hafa gríðarlega neikvæð áhrif á möguleika læknisfræðirvnar til að glíma við algengar sýkingar.
Þar bera læknar alla ábyrgð. Samstaða lækna úr öllum sérgreinum um vönduð vinnubrögð á þessu
sviði er grundvallaratriði. Þessar staðreyndir voru kveikjan að málþingi á Læknadögum í janúar 2010.
Útdrættir úr erindum fyrirlesara þingsins fara hér á eftir.
Sýklalyfjanotkun og sýklalyfjaónæmi á íslandi
Þórólfur
Guðnason
barnalæknir
Karl G.
Kristinsson
sérfræðingur í sýklafræði
Notkun lyfja er hægt að mæla á marga vegu, en í
samanburði tíðkast einkum að mæla notkun lyfja
í DDD á hverja 1000 íbúa (Defined Daily Doses;
staðlaðir dagsskammtar).
Á íslandi er fylgst með notkun sýklalyfja á tvo
vegu: Sölutölum sem Lyfjastofnun fylgist með
(DDD á 1000 íbúa). Tölurnar gefa upplýsingar um
Sölutölur sýklalyfja (J01)
□ Island
■ Danmörk
□ Finnland
□ Noregur
■ Svfþjóö
Mynd 1.
558 LÆKNAblaðið 2010/96
heildarnotkun sýklalyfja. Ávísunum sýklalyfja úr
lyfjagagnagrunni landlæknis frá lyfjaverslunum.
Með þessum upplýsingum má sjá notkun
sýklalyfja utan stofnana bæði í DDD á hverja 1000
íbúa sem og fjölda ávísana, fjölda einstaklinga sem
lyfin eru ávísuð á, aldur þeirra, búsetu og sérgrein
læknis sem ávísar.
Á Norðurlöndum hefur heildarsala sýklalyfja
löngum verið mest á íslandi (sjá mynd 1.) en
Finnland og Noregur ekki verið langt undan.
Á árunum 2006-2009 minnkaði heildarnotkun
sýklalyfja hér um 7%. Meiri notkun hér en á
Norðurlöndunum skýrist einkum af meiri notkun
tetracýklína og breiðvirkra penicillínlyfja.
Mesta notkun sýklalyfja hér er hjá bömum
yngri en fimm ára en ávísunum hjá aldurshópnum
fækkaði um tæplega 20% á árunum 2007-
2009. Samanburður milli landshluta leiðir í ljós
að sýklalyfjum er mest ávísað á Suðurlandi,
höfuðborgarsvæðinu og á Norðurlandi vestra, og
lyfjunum er mest ávísað af heimilislæknum og
barnalæknum hér á landi.
Sóttvarnalæknir hefur farið af stað með átak
um bætta notkun sýklalyfja í samvinnu við
heilsugæsluna sem mun vonandi skila sér í minni
notkun og minni líkum á sýklalyfjaónæmi hjá
bakteríum.
Algengasti og mikilvægasti sýkingavaldurinn
í lungnabólgu, bráðri miðeyma- og skútabólgu er
Streptococcus pneumoniae, pneumókokkur. Þegar
ákvörðun er tekin um sýklalyfjameðferð þessara