Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 46
U M R Æ Ð U R M Á L Þ I N G U O G M F R É T T I R SÝKLALYF Syngur hver með sínu nefi? Jón Steinar Jónsson heimilislæknir Michael Clausen barnalæknir Inngangur Alkunna er meðal lækna hvernig notkun breiðvirkra sýklalyfja getur haft áhrif á tilurð ónæmra bakteríustofna, til að mynda í öndunarvegum. Þróun sýklalyfjaónæmis er mikið áhyggjuefni. Dæmi eru um að sett hafi verið markmið á landsvísu til að ná aðhaldi í notkun sýklalyfja til að stemma stigu við ónæmi algengra öndunarfærabaktería. Engum blöðum er um það að fletta að tilkoma sýklalyfja fyrir miðja síðustu öld var eitt af mestu framfaraskrefum í læknisfræði. En óvarleg notkun sýklalyfja kann að hafa gríðarlega neikvæð áhrif á möguleika læknisfræðirvnar til að glíma við algengar sýkingar. Þar bera læknar alla ábyrgð. Samstaða lækna úr öllum sérgreinum um vönduð vinnubrögð á þessu sviði er grundvallaratriði. Þessar staðreyndir voru kveikjan að málþingi á Læknadögum í janúar 2010. Útdrættir úr erindum fyrirlesara þingsins fara hér á eftir. Sýklalyfjanotkun og sýklalyfjaónæmi á íslandi Þórólfur Guðnason barnalæknir Karl G. Kristinsson sérfræðingur í sýklafræði Notkun lyfja er hægt að mæla á marga vegu, en í samanburði tíðkast einkum að mæla notkun lyfja í DDD á hverja 1000 íbúa (Defined Daily Doses; staðlaðir dagsskammtar). Á íslandi er fylgst með notkun sýklalyfja á tvo vegu: Sölutölum sem Lyfjastofnun fylgist með (DDD á 1000 íbúa). Tölurnar gefa upplýsingar um Sölutölur sýklalyfja (J01) □ Island ■ Danmörk □ Finnland □ Noregur ■ Svfþjóö Mynd 1. 558 LÆKNAblaðið 2010/96 heildarnotkun sýklalyfja. Ávísunum sýklalyfja úr lyfjagagnagrunni landlæknis frá lyfjaverslunum. Með þessum upplýsingum má sjá notkun sýklalyfja utan stofnana bæði í DDD á hverja 1000 íbúa sem og fjölda ávísana, fjölda einstaklinga sem lyfin eru ávísuð á, aldur þeirra, búsetu og sérgrein læknis sem ávísar. Á Norðurlöndum hefur heildarsala sýklalyfja löngum verið mest á íslandi (sjá mynd 1.) en Finnland og Noregur ekki verið langt undan. Á árunum 2006-2009 minnkaði heildarnotkun sýklalyfja hér um 7%. Meiri notkun hér en á Norðurlöndunum skýrist einkum af meiri notkun tetracýklína og breiðvirkra penicillínlyfja. Mesta notkun sýklalyfja hér er hjá bömum yngri en fimm ára en ávísunum hjá aldurshópnum fækkaði um tæplega 20% á árunum 2007- 2009. Samanburður milli landshluta leiðir í ljós að sýklalyfjum er mest ávísað á Suðurlandi, höfuðborgarsvæðinu og á Norðurlandi vestra, og lyfjunum er mest ávísað af heimilislæknum og barnalæknum hér á landi. Sóttvarnalæknir hefur farið af stað með átak um bætta notkun sýklalyfja í samvinnu við heilsugæsluna sem mun vonandi skila sér í minni notkun og minni líkum á sýklalyfjaónæmi hjá bakteríum. Algengasti og mikilvægasti sýkingavaldurinn í lungnabólgu, bráðri miðeyma- og skútabólgu er Streptococcus pneumoniae, pneumókokkur. Þegar ákvörðun er tekin um sýklalyfjameðferð þessara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.