Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 27
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Helstu forsendur í greiningunni var miðað við að öll böm fædd árið 2008 fengju þrjá skammta af bóluefninu og að bólusetning færi fram í heilsugæslunni samhliða almennum barnabólusetningum við þriggja, fimm og 12 mánaða aldur. Samkvæmt upplýsingum úr ársskýrslu landlæknisembættisins frá árinu 2008 er áætlað að þekjun frumbólusetningar gegn bamaveiki, stífkrampa, kíghósta, haemofilus influenzae af gerð b og lömunarveiki sé yfir 95%.16 í greiningunni var miðað við sömu þekjun. Ekki er vitað hversu lengi bóluefnið veitir vernd gegn pneumókokkasýkingum og þess vegna er misjafnt eftir rannsóknum hvaða viðmið eru notuð. Ýmsar rannsóknir á Norðurlöndunum hafa miðað við að virkni bóluefnisins meðal bólusettra barna sé um fjögur ár.13'15Akveðið var að gera það einnig í þessu tilviki. Til þess að meta áhrif bólusetningarinnar á fullorðna var hjarðónæmi metið. Gert var ráð fyrir því að hjarðónæmi vegna bólusetningar hjá einum árgangi varaði í eitt ár. Það er í samræmi við það sem miðað er við í öðrum rannsóknum.13,15 Hvað varðar virkni bólusetningarinnar gegn sýkingum af völdum þeirra hjúpgerða sem er að finna í bóluefninu var stuðst við niðurstöður erlendra rannsókna þar sem engin reynsla er komin af bóluefninu á íslandi.6-17-18 Miðað var við að virkni bóluefnisins gegn ífarandi sýkingum af völdum þeirra hjúpgerða sem er að finna í sjögilda bóluefninu væri 93,9%. Virkni bóluefnisins gegn lungnabólgu væri 25,5% og gegn miðeyrnabólgu 6%. Gert var ráð fyrir að virkni bóluefnisins gegn hugsanlegum aukaverkunum heilahimnubólgu, blóðsýkinga, lungnabólgu og miðeymabólgu af völdum pneumókokka væri sú sama og gegn tilteknum sýkingum. Sumar rannsóknir á kostnaðarvirkni bólu- setningar gegn pneumókokkum taka tillit til svokallaðrar hópbólusetningar. Með því er átt við að ákveðinn hópur sem ekki tilheyrir þeim árgangi sem til stendur að bólusetja er einnig boðið upp á bólusetningu við innleiðingu hennar. Ákveðið var að taka tillit til slíkrar bólusetningar í greiningunni. Við mat á því með hvaða hætti hópbólusetning ætti að fara fram var stuðst við rannsókn Lebel.19 Gert var ráð fyrir því að börnum fram að fjögurra ára aldri væri boðið upp á hópbólusetningu. Miðað var við 95% þekjun eins og í almennu bólusetningunni. Gert var ráð fyrir því að foreldrar þyrftu að koma sérstaklega með börnin sín í þessa bólusetningu og að sá tími sem tæki hjúkrunarfræðing að framkvæma verkið og ræða við foreldri og bam væri tíu mínútur. Upplýsingar um tíðni ífarandi pneumó- kokkasýkinga fengust frá sýklafræðideild Land- spítala.11 Við mat á tíðni lungnabólgu var stuðst við upplýsingar frá hag- og upplýsingasviði Landspítala en við mat á miðeyrnabólgu var stuðst við niðurstöður bandarískrar rannsóknar.20 Kostnaðarvirknigreining á bólusetningu gegn pneumó- kokkum Vegna áhrifa vaxta er fjármagn í dag almennt talið meira virði en sama upphæð í framtíðinni. Þess vegna er ekki hægt að bera saman fjárhæðir sem falla til á ólíkum tímapunktum án þess að núvirða. Þar sem kostnaður vegna bólusetningar gegn pneumókokkum kemur fram í upphafi en ávinningurinn ekki fyrr en seinna er mikilvægt að núvirða kostnað. Til þess að finna núvirði er kostnaður og ávinningur afvaxtaður. I greiningunni var stuðst við 3% afvöxtunarstuðul. Við núvirðingu var stuðst við eftirfarandi jöfnu: Núvirtur kostnaður= kostnaður sem fellur til íframtíð (i+vaxtaprósenta) Til þess að meta hversu mörgum lífárum væri hægt að bjarga með því koma í veg fyrir að eins árs barn létist af völdum pneumókokkasýkingar var stuðst við upplýsingar um meðalævilengd á íslandi árið 2008. Samkvæmt þeim er ólifuð meðalævi við eins árs aldur 80,45 ár. Það væri því hægt að bjarga 80,45 lífárum fyrir hvert andlát sem hægt væri að koma í veg fyrir meðal eins árs barna. Eftir að bæði var búið að taka tillit til virkni bóluefnisins gegn ífarandi sýkingum af völdum þeirra hjúpgerða sem er að finna í sjögilda bóluefninu auk 95% þekjunar væri hægt að koma í veg fyrir 0,669 af þeim 0,75 andlátum sem árlega eiga sér stað vegna pneumókokka og bjarga 53,82 lífárum. Þegar búið er að núvirða kemur í ljós að fjöldi lífára sem árlega bjargast með bólusetningunni eru 21,11. Þessar tölur voru lagðar til grundvallar við útreikninga í kostnaðarvirknigreiningunni. Til þess að komast að því hver kostnaður væri vegna hvers viðbótarlífs og viðbótarlífárs sem hægt væri að bjarga með bólusetningunni voru eftirfarandi jöfnur notaðar: ICER Viðbótafko&naðuf vegna bólusetningar gegn pneumókokkum Viðbótarlíf sem hlýst vegna bólusetningarinnar Viðbótarkostnaður vegna bólusetningar gegn pneumókokkum Viðbótarlífár sem hljótast vegna bólusetningarinnar Kostnaður vegna pneumókokkasýkinga Kostnaður vegna pneumókokkasýkinga var skoðaður ef börn væru bólusett og ef ekki væri bólusett. Bæði var tekinn til greina beinn og óbeinn kostnaður. Beinn kostnaður fól í sér kostnað vegna bólusetningarinnar og vegna meðferðar á pneumókokkasýkingum hjá börnum 0-4 ára. Óbeinn kostnaður fól í sér kostnað vegna framleiðslutaps í tengslum við veikindi LÆKNAblaðið 2010/96 539
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.