Læknablaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 13
FRÆÐIGREINAR
RANNSÓKN
sjúkrahúsanna í Fossvogi, við Hringbraut og á
Landakoti árin 1998-2005. Auk þessa var reiknað
út nýgengi fyrir hvert ár og aldursbundið nýgengi
fyrir tímabilið í heild byggt á mannfjöldatölum frá
Hagstofu íslands. Meðaltöl og staðalfrávik voru
reiknuð út í Excel.
Skráning klínískra upplýsinga
Til þess að kanna einkenni nánar var afráðið
að skoða upplýsingar um úrtak sjúklinga
sem greindust tvo mánuði hvert ár tímabilið
1998-2008, það er í janúar og júní öll árin.
Skráðar voru upplýsingar um aldur, kyn og
einkenni sýkingar. Dagsetning sýnatöku jákvæðs
sýnis var skráð en ef hún fannst ekki var
skráður dagurinn sem sýnið var móttekið
á sýklafræðideild Landspítala. Upplýsingar
um helstu lyfjaflokka sem sjúklingur notaði
reglulega og sérstaklega mánuð fyrir sýkingu
voru skráðar. Einnig voru skráðar upplýsingar
um sýklalyfjanotkun, tegund, skammta og
meðferðartíma, allt að þremur mánuðum fyrir
sýkingu. Sjúkdómar sem sjúklingur hafði voru
flokkaðir eftir líffærakerfum. Spítalalega allt að
þremur mánuðum fyrir sýkingu, í tengslum við
sýkingu og lega á gjörgæslu voru skráðar. Kannað
var hvort sjúklingur væri búsettur á stofnun
þar sem samgangur væri milli vistmanna. Ef
kviðskoðun var framkvæmd á sjúklingi eftir að
einkenni sýkingar hófust var lýsing á henni skráð.
Aðferðir til greiningar C. difficile sýkingu voru
skráðar. Niðurstöður blóðrannsókna voru skráðar
ef þær voru framkvæmdar á meðan sjúklingur
hafði einkenni. Loks var athugað hvort og hvers
konar meðferð sjúklingur fékk við C. difficile
sýkingu og hvort hann þurfti á endurtekinni
meðferð að halda.
Tölfræði
Notast var við einfalda lýsandi tölfræði. Nýgengi
sýkingar var reiknað út frá mannfjöldatölum
Hagstofu íslands15 en tölur um innlagna- og
legudagafjölda fengnar úr ársskýrslum spítalans
og forvera hans.16-19
Niðurstöður
Heildartak
Alls bárust sýklafræðideild Landspítala 11.968
hægðasýni frá sjúklingum árin 1998-2008 þar
sem óskað var eftir leit að eiturefnum C. difficile.
Fjöldi innsendra sýna jókst jafnt og þétt yfir
tímabilið og fór úr 794 árið 1998 í 1341 árið 2008
og fjölgaði sýnum því um 69% á tímabilinu.
Sýni frá sjúklingum spítalans voru 63% af
heildarfjölda innsendra sýna til sýklafræðideildar
en önnur sýni komu frá heilbrigðisstofnunum
og -fyrirtækjum ásamt hjúkrunarheimilum á
landinu. Af hægðasýnum frá sjúklingum spítalans
reyndist 1861 (16%) sýni jákvætt fyrir C. difficile.
Af jákvæðum sýnum reyndust 1492 (80%)
endurspegla stakar sýkingar en 369 (20%)
voru staðfesting á áðurgreindri sýkingu og/eða
þjónuðu ekki augljósum tilgangi.
Ef aðeins er miðað við jákvæð sýni frá
Landspítala reiknast meðalnýgengi á fyrrgreindu
11 ára tímabili vera 47±13 tilfelli á hverja 100.000
íbúa Islands ár hvert. Nýgengið var nokkuð
breytilegt eftir árum (bil 28,3-62,5), lægst árið 2006
en hæst árið 2002 eins og sjá má betur á mynd 1.
Sýkingarnar 1492 greindust hjá 1374 sjúkling-
um. Af þeim fengu langflestir eða 1268 (92%)
staka sýkingu, en 106 (8%) fengu endursýkingar
og af þeim fengu 94 sjúklingar tvær og 12 fengu
þrjár aðskildar sýkingar. Meirihluti sýkinganna
greindist hjá konum eða 860 (58%) og er skipting
milli kynja sýnd á mynd 1. Aldursbundið nýgengi
C. difficile sýkinga er hæst í eldra fólki og nýgengi
meðal kvenna er hærra en karla eins og sjá má
á mynd 2. Fjöldi sýkinga var einnig reiknaður
sem hlutfall af fjölda innlagna og legudaga á
Landspítala. Niðurstöðumar má sjá í töflu I og sést
þar að á sama tíma og innlögnum og legudögum
hefur fækkað hefur heildarfjöldi sýkinga aukist.
Ef borin eru saman fyrstu tvö ár tímabilsins við
tvö þau síðustu hefur fjöldi sýkinga á hverjar
1000 innlagnir aukist um 71% og fjöldi sýkinga
á hverja 10.000 legudaga hefur aukist um 102%.
Spítalasýkingar voru 112 eða 47% af heildarfjölda
sýkinganna og langflestar sýkinganna voru tengd-
ar heilbrigðisþjónustu (219/237, 92%).
Mynd 1. Fjöldi og
kynjaskipting ásamt
nýgengi C. difficile sýkinga
á Landspítala á Iwerja
100.000 íbúa íslands árin
1998-2008. íbúafjöldi
varfenginn frá Hagstofu
íslands.15
LÆKNAblaðið 2010/96 525