Læknablaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 60
UMRÆÐA 0 G
LYFLÆKNAÞI
F R É T T I
N G
R
XIX. þing Félags
íslenskra lyflækna
1.-2. október 2010 á Radisson SAS Hótel Sögu
Þing Félags íslenskra lyflækna hafa í meira en
þrjá áratugi verið mikilvægur vettvangur fyrir
lyflækna hér á landi til kynna vísindarannsóknir
sínar og skiptast á skoðunum um áhugaverð
málefni á sviði lyflapkninga og heilbrigðismála.
Þingið hefur jafnan verið haldið utan Reykjavíkur
en mun nú fara fram í höfuðborginni í fyrsta
sinn. Stefnt er að því að dagskrá þingsins verði
glæsileg og höfði til breiðs hóps lyflækna og
annarra sem áhugasamir eru um lyflæknisfræði.
Meginþema þingsins verða lungnasjúkdómar og
smitsjúkdómar. Meðal þess sem fjallað verður um
á þinginu er:
• Meðferð langvinnrar lungnateppu og kæfi-
svefns með áherslu á nýjungar, árangur og
kostnað.
• Eru berklar á hverfanda hveli eða þurfa
læknar enn að gefa þeim gaum?
TExpert IQ
Medical Staffing
Læknastörf erlendis
Hefur þú áhuga á að vinna í Bandaríkjunum,
Ástralíu eða Nýja-Sjálandi?
• Auknar tekjur
• Ný lífsreynsla
• Stærra tengslanet
Við útvegum læknum bæði Locum Tenens
störf og fastar stöður. Upplýsingar í síma
867-0930, +1-407-243-7601, eða
info@ExpertlQMedical.com
• Inflúensa - hvaða lærdóm getum við dregið
af svínaflensufaraldrinum?
• Blóðþynningarmeðferð hjá sjúklingum með
gáttatif og notagildi prótondæluhemla.
• Staða klínískra lyfjarannsókna hér á landi
og framtíðarmöguleikar á þeim vettvangi.
Kynning vísindarannsókna verður stór þáttur
að vanda og verða innsend ágrip kynnt með
veggspjaldi auk þess sem höfundar munu gera
stuttlega grein fyrir helstu niðurstöðum. Öll ágrip
sem samþykkt verða til kynningar á þinginu
verða birt í sérstöku fylgiriti Læknablaðsins sem
gefið verður út í tilefni af þinginu. Veitt verða
verðlaun fyrir framúrskarandi rannsókn ungs
læknis og fyrir besta framlag læknanema.
í tengslum við þingið verður haldið málþing
um frumulíffræði lungna fimmtudaginn 30.
september. Þar verður greint frá afar áhugaverðum
rannsóknum samstarfshóps vísindamanna á
Landspítala og við Háskóla íslands.
Að þinginu loknu verður hátíðarkvöldverður á
veitingastaðnum Silfri á Hótel Borg.
Aðalstyrktaraðili þingsins er Vistor.
Upplýsingar um þingið og skráning er á www.
athygliradstefnur.is
Stjórn Félags íslenskra lyflækna:
Runólfur Pálsson, formaður
Sigurður Ólafsson, gjaldkeri
Davíð O. Arnar, ritari
Rafn Benediktsson, formaður vísindanefndar
Hlíf Steingrímsdóttir
Sigurður Guðmundsson
Læknastofur
til leigu
Fjórar læknastofur til leigu að
Sogavegi 108 (fyrir ofan Garðsapótek).
Nánari upplýsingar veitir
Haukur Ingason í síma 8645590.
572 LÆKNAblaöið 2010/96