Læknablaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 40
UMRÆÐUR O G FRÉTTIR
HEIÐURSVÍSINDAMAÐUR
Þórarinn segir frá
rannsóknarstarfi sínu
eftir að hafa tekið við
viðurkenningunni
Heiðursvísindamaður
Landspítalans árið 2010.
hækkandi blóðþrýstings, hjarta- og æðasjúkdóma,
og fleiri alvarlegra truflana á líkamsstarfseminni,
svo sem versnandi sykurbúskapar. Nú er ekki litið
á kæfisvefn sem einangrað fyrirbæri heldur spilar
hann inn í svo margt sem hefur með heilsufar að
gera. Bein orsök kæfisvefns stafar af þrengslum
í loftvegi. Þrengslin geta verið sértæk, skekkja
í nefi, stórir hálskirtlar, lítil haka, stór tunga,
og jafnvel efnaskiptasjúkdómar geta stuðlað
að þrengslum í hálsi. Tveir af hverjum þremur
kæfisvefnsjúklingum eru yfir kjörþyngd svo offita
er langsterkasti einstaki áhættuþátturinn en við
teljum að þar skipti máli hvernig fitan dreifist
um líkamann, því þar sem fitan sest í tungu og
hliðarveggi koksins eru mestar líkur á kæfisvefni."
Tvær meginástæður eru fyrir meðhöndlun
kæfisvefnssjúklinga. Annars vegar leita sjúk-
lingarnir beint á lungnadeild vegna þreytu
og dagsyfju en hins vegar vegna þess að oft
vaknar grunur hjá heimilislækni, hjartalækni
eða innkirtlalækni að hluta orsakar hækkandi
blóðþrýstings, hjartabilunar eða sykursýki sé
að finna í öndunarerfiðleikum sjúklingsins á
nóttunni. Þessir sjúklingar eru þá sendir í
kæfisvefnsrannsókn til Þórarins á lungnadeild
Landspítalans.
Gott að stunda rannsóknir á íslandi
Þórarinn flutti heim til Islands frá Svíþjóð árið
1987 ásamt konu sinni Bryndísi Benediktsdóttur
heimilislækni og börnum þeirra. Hann hóf störf
á rannsóknarstofu Geðdeildar Landspítalans og
segir Tómas Helgason yfirlækni hafa séð mikilvægi
svefnrannsóknanna og ráðið bæði Þórarin og
Helga Kristbjamarson svo þeir gætu haldið
áfram rannsóknum sínum. „Þarna var til staðar
mælibúnaður til að rannsaka svefn og við gerðum
þar allar flóknari mælingar en allur einfaldari
búnaður var settur upp á Vífilsstaðaspítala og
þar var fljótlega farið að beita blásturstækjum hjá
sjúklingum með kæfisvefn. Fyrsti sjúklingurinn
sem fékk meðferð á Vífilsstöðum með öndunarvél
kom til okkar haustið 1987. Frá þeim tíma höfum
við greint 6500 einstaklinga með kæfisvefn og í
dag eru tæplega 3000 manns sem nota öndunarvél
heimavið á nóttunni. Þetta er mjög svipað hlutfall
og þekkist í löndunum í kringum okkur," segir
Þórarinn.
„Hrafnkell Helgason yfirlæknir á Vífilsstöðum
hafði mjög góðan skilning á þessum rannsóknum.
Hann studdi með öllum ráðum við starfsemina.
Gæfa klínísku starfseminnar hefur falist í hópi
hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða sem heldur utan
um öndunarvélameðferðina. Samhliða því að
aðstaðan byggðist upp hófum við að frumkvæði
Helga að rannsaka ökumenn sem lent höfðu
í slysum þar sem aðeins eitt ökutæki kom við
sögu. Niðurstöður okkar sýndu að syfja og þreyta
var líkleg orsök slyss í 15-20% tilfella en einn
af fylgikvillum kæfisvefns er syfja og þreyta að
deginum. Slysatíðni kæfisvefnsjúklinga er fjórum
til sex sinnum hærri en hjá þeim sem ekki eru með
sjúkdóminn."
Þórarinn segir samstarf þeirra Helga Krist-
bjarnarsonar hafa verið einstaklega gott og
skemmtilegt. „Helgi stofnaði fyrirtækið Flögu
á tíunda áratug síðustu aldar sem varð eitt
552 LÆKNAblaðið 2010/96